Þórir hætti á dögunum sem landsliðsþjálfari Norðmanna eftir fimmtán farsæl ár í starfi. Danir eru líka að leita sér að landsliðsþjálfara því Jesper Jensen ætlar að hætta með liðið í sumar.
„Það kemur ekki til greina hjá mér og það breyttist ekkert þó þeir myndu spyrja mig,“ sagði Þórir við Dagbladet.
Norska landsliðið vann það danska í úrslitaleik EM í desember. Dönsku stelpurnar hafa unnið fimm verðlaun á stórmótum frá 2000 en aldrei náð gullinu. Þrenn bronsverðlaun og tvenn silfurverðlaun
Í báðum úrslitaleikjum danska liðsins á EM þurftu þær að sætta sig við tap á móti Þóri og norsku stelpunum.
Þórir segir að nokkur félög hafa haft samband við hann, bæði fyrir og eftir áramót. Það er því áhugi að ráða hann sem þjálfara.
Eitt af þeim félögum eru sagt hafa mikinn áhuga á Þórir er norska stórliðið Vipers Kristiansand sem hefur verið mikið í fréttunum vegna fjárhagsvandræða sinna.
Þórir segist ekki vera að flýta sér í annað starf.
„Ég vil komast í burtu frá þessu og prófa eitthvað annað í smá tíma. Eftir það verð ég bara að sjá til hvort mig langi til að koma aftur í handboltann. Það kemur ekki í ljós fyrr en ég fengið gott frí frá handboltanum,“ sagði Þórir.