Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. janúar 2025 14:32 Ég held að það sé þörf ábending hjá Snorra Mássyni í grein hér á Vísi, að við eigum að fara varlega með orð eins og nasisma og fara okkur hægt í að tengja nútímaöfl við þá helstefnu. Ég tek ábendinguna til mín, enda virðist grein hans vakin af Facebookfærslu minni um Trump og stefnu hans þar sem ég nefndi nasista í sambandi við landvinningatal Trumps. Ég hefði örugglega skrifað þá hugleiðingu öðruvísi í grein hér á Vísi eða öðrum slíkum fjölmiðli, sem minnir okkur á það hvernig við högum okkur á ólíkan hátt á samfélagsmiðlum og svo þegar við tökum til máls í „opinberu rými“ eða „viðurkenndum fjölmiðlum“. Facebookfærslur eru meira eins og spjall við eldhúsborðið og ekki alltaf ígrundaðar. Þar með er ekki sagt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af landvinningatali Trumps. Það ber keim af heimsvaldastefnu fyrri alda þegar stórveldi töldu sig geta ráðskast með minni ríki að vild, vegna „hagsmuna sinna“. Og ég stend við það að við Íslendingar eigum samleið með rótgrónum lýðræðisþjóðum Evrópu og ríkjabandalagi þeirra, sem er vettvangur fyrir samráð og samninga – málamiðlanir – en vopnin eða önnur valdbeiting ráða ekki málalokum. Ég tel að við deilum gildum og verðmætamati með þessum ríkjum, hvað sem líður misvel heppnuðum tilraunum til að koma yfirþjóðlegum auðhringjum á borð við Facebook til að starfa eftir lögum og siðum og reglum þeirra þjóðríkja sem þeir starfa í. Þessi gildi og verðmæti eru grundvöllur réttarríkisins og þingræðisins og þeirra margháttuðu mannréttinda sem við njótum og göngum stundum út frá sem gefnum. Íslendingar eiga líka mikið undir því að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og alþjóðastofnunum. Seint verður sagt að slík virðing einkenni Donald Trump. Snorri gerir að umtalsefni árekstra ESB og Facebook, sem hann virðist telja til marks um atlögu ESB að tjáningarfrelsinu, og lætur liggja að því að nær sé að tengja við nasismann en bröltið í Trump, sem ég hef reyndar séð Snorra lýsa yfir stuðningi við. Árekstrar ESB og Facebook hafa til þessa ekki síst snúist um viðleitni til að fá Facebook og slíka auðhringi til að greiða skatta og skyldur í þeim löndum þar sem fyrirtækið starfar. Facebook sópar meðal annars til sín auglýsingum frá innlendum og hefðbundari fjölmiðlum á borð við Stöð2/Vísi og gerir rekstrarumhverfi þeirra enn erfiðara en ella án þess að greiða sambærileg gjöld til samfélaganna. Og nú eru deilurnar teknar að snúast um ritstýringu og eftirlit með því sem sett er á vefinn, það er að segja á hinn opinbera vettvang. Þar takast á sjónarmið um tjáningarfrelsið og vernd minnihlutahópa, sjónarmið sem alltaf þarf að vega og meta. Er rétturinn til að smána og lítilsvirða aðra vegna uppruna, kyns, húðlitar, trúar eða meðfæddra eiginleika ríkari réttinum til að geta um frjálst höfuð strokið laus undan slíkum árásum? Er frelsi einstaklingsins til að tjá sig jafnframt réttur til að vera laus undan afleiðingum tjáningarinnar? Er rétturinn til að lifa í samræmi við eigin sjálfsmynd æðri réttinum til að að gera athugasemdir sem kynnu að særa annað fólk? Eru það mannréttindi að sjá eða heyra aldrei neitt sem manni kynni að sárna? Má hvenær sem er þagga niður í gagnrýni á þeirri forsendu að hún særi og smáni? Hvenær er tekist á um grundvallaratriði og hvenær er bara verið að tuddast á þeim sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér? Hvenær eigum við að grípa inn í þegar við verðum vitni að tuddaskap og yfirgangi? Er tuddarétturinn skýlaus? Og svo framvegis. Gráu svæðin þarna eru fleiri en í reykvískri nútímahönnun. Ég tel sjálfur að í þessu sem öðru eigum við að komast að niðurstöðum með umræðum og rökræðum þar sem öll sjónarmið eru skoðuð, fram og til baka, en ekki með því að sterkasti og ríkasti aðilinn ráði þessu bara og fari sínu fram í krafti auðs og valda og frekju. Við þetta bætast svo risastór álitamál vegna markvissrar framleiðslu á skrökfréttum og tröllasögum sem oftar en ekki eru framleiddar í því skyni að magna hatur á innflytjendum eða öðru fólki í viðkvæmri stöðu. Ég veit ekki hvort Snorri telur réttinn til slíkrar framleiðslu vera skýlausan, vegna tjáningarfrelsisins, eða þá reynslu að verða skotspónn slíkra sagna léttvæga. Sjálfur tel ég að allra hluta vegna eigi að reyna að setja skorður við slíkri lygaframleiðslu. Þó að vissulega sé það gott sjónarmið að treysta fólki til að gera sjálft greinarmun á réttu og röngu, þá verður fólk jafnframt að hafa til þess forsendur að geta gert slíkan greinarmun. Snorri Másson skrifaði sem sagt grein á Vísi vegna ummæla sem ég lét falla í Facebook-færslu um Trump og áform hans, sem mér finnst ástæða til að óttast og hvernig ég tel að við eigum frekar samleið með ríkjum ESB, fari svo að leiðir skilji með Bandaríkjamönnum og Evrópu. Snorri virðist ósammála því mati mínu, sem er gott og blessað. En hann talar í greininni um mig sem „Samfylkingarmanninn“ sem má að vísu til sanns vegar færa, það er flokkurinn minn, mikil ósköp. En hins vegar eru nú meira en þrjátíu ár liðin frá því að ég fór að tjá mig um þjóðmál sem einstaklingur og rithöfundur og ég gegni engum trúnaðarstöðum fyrir Samfylkinguna lengur – þar er annað fólk í stafni og bíður þess eflaust í ofvæni að skiptast á skoðunum við Snorra. Ég kynni því betur að fá að vera bara ég sjálfur, frekar en talsmaður fyrir Samfylkinguna, næst þegar Snorri telur ástæðu til að skrifa grein og fara í viðtöl út af einhverju Facebookhjali í mér. Svo getur hann bara sett hjá mér athugasemd. Aldrei að vita nema hann uppskeri læk. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Evrópusambandið Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að það sé þörf ábending hjá Snorra Mássyni í grein hér á Vísi, að við eigum að fara varlega með orð eins og nasisma og fara okkur hægt í að tengja nútímaöfl við þá helstefnu. Ég tek ábendinguna til mín, enda virðist grein hans vakin af Facebookfærslu minni um Trump og stefnu hans þar sem ég nefndi nasista í sambandi við landvinningatal Trumps. Ég hefði örugglega skrifað þá hugleiðingu öðruvísi í grein hér á Vísi eða öðrum slíkum fjölmiðli, sem minnir okkur á það hvernig við högum okkur á ólíkan hátt á samfélagsmiðlum og svo þegar við tökum til máls í „opinberu rými“ eða „viðurkenndum fjölmiðlum“. Facebookfærslur eru meira eins og spjall við eldhúsborðið og ekki alltaf ígrundaðar. Þar með er ekki sagt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af landvinningatali Trumps. Það ber keim af heimsvaldastefnu fyrri alda þegar stórveldi töldu sig geta ráðskast með minni ríki að vild, vegna „hagsmuna sinna“. Og ég stend við það að við Íslendingar eigum samleið með rótgrónum lýðræðisþjóðum Evrópu og ríkjabandalagi þeirra, sem er vettvangur fyrir samráð og samninga – málamiðlanir – en vopnin eða önnur valdbeiting ráða ekki málalokum. Ég tel að við deilum gildum og verðmætamati með þessum ríkjum, hvað sem líður misvel heppnuðum tilraunum til að koma yfirþjóðlegum auðhringjum á borð við Facebook til að starfa eftir lögum og siðum og reglum þeirra þjóðríkja sem þeir starfa í. Þessi gildi og verðmæti eru grundvöllur réttarríkisins og þingræðisins og þeirra margháttuðu mannréttinda sem við njótum og göngum stundum út frá sem gefnum. Íslendingar eiga líka mikið undir því að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og alþjóðastofnunum. Seint verður sagt að slík virðing einkenni Donald Trump. Snorri gerir að umtalsefni árekstra ESB og Facebook, sem hann virðist telja til marks um atlögu ESB að tjáningarfrelsinu, og lætur liggja að því að nær sé að tengja við nasismann en bröltið í Trump, sem ég hef reyndar séð Snorra lýsa yfir stuðningi við. Árekstrar ESB og Facebook hafa til þessa ekki síst snúist um viðleitni til að fá Facebook og slíka auðhringi til að greiða skatta og skyldur í þeim löndum þar sem fyrirtækið starfar. Facebook sópar meðal annars til sín auglýsingum frá innlendum og hefðbundari fjölmiðlum á borð við Stöð2/Vísi og gerir rekstrarumhverfi þeirra enn erfiðara en ella án þess að greiða sambærileg gjöld til samfélaganna. Og nú eru deilurnar teknar að snúast um ritstýringu og eftirlit með því sem sett er á vefinn, það er að segja á hinn opinbera vettvang. Þar takast á sjónarmið um tjáningarfrelsið og vernd minnihlutahópa, sjónarmið sem alltaf þarf að vega og meta. Er rétturinn til að smána og lítilsvirða aðra vegna uppruna, kyns, húðlitar, trúar eða meðfæddra eiginleika ríkari réttinum til að geta um frjálst höfuð strokið laus undan slíkum árásum? Er frelsi einstaklingsins til að tjá sig jafnframt réttur til að vera laus undan afleiðingum tjáningarinnar? Er rétturinn til að lifa í samræmi við eigin sjálfsmynd æðri réttinum til að að gera athugasemdir sem kynnu að særa annað fólk? Eru það mannréttindi að sjá eða heyra aldrei neitt sem manni kynni að sárna? Má hvenær sem er þagga niður í gagnrýni á þeirri forsendu að hún særi og smáni? Hvenær er tekist á um grundvallaratriði og hvenær er bara verið að tuddast á þeim sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér? Hvenær eigum við að grípa inn í þegar við verðum vitni að tuddaskap og yfirgangi? Er tuddarétturinn skýlaus? Og svo framvegis. Gráu svæðin þarna eru fleiri en í reykvískri nútímahönnun. Ég tel sjálfur að í þessu sem öðru eigum við að komast að niðurstöðum með umræðum og rökræðum þar sem öll sjónarmið eru skoðuð, fram og til baka, en ekki með því að sterkasti og ríkasti aðilinn ráði þessu bara og fari sínu fram í krafti auðs og valda og frekju. Við þetta bætast svo risastór álitamál vegna markvissrar framleiðslu á skrökfréttum og tröllasögum sem oftar en ekki eru framleiddar í því skyni að magna hatur á innflytjendum eða öðru fólki í viðkvæmri stöðu. Ég veit ekki hvort Snorri telur réttinn til slíkrar framleiðslu vera skýlausan, vegna tjáningarfrelsisins, eða þá reynslu að verða skotspónn slíkra sagna léttvæga. Sjálfur tel ég að allra hluta vegna eigi að reyna að setja skorður við slíkri lygaframleiðslu. Þó að vissulega sé það gott sjónarmið að treysta fólki til að gera sjálft greinarmun á réttu og röngu, þá verður fólk jafnframt að hafa til þess forsendur að geta gert slíkan greinarmun. Snorri Másson skrifaði sem sagt grein á Vísi vegna ummæla sem ég lét falla í Facebook-færslu um Trump og áform hans, sem mér finnst ástæða til að óttast og hvernig ég tel að við eigum frekar samleið með ríkjum ESB, fari svo að leiðir skilji með Bandaríkjamönnum og Evrópu. Snorri virðist ósammála því mati mínu, sem er gott og blessað. En hann talar í greininni um mig sem „Samfylkingarmanninn“ sem má að vísu til sanns vegar færa, það er flokkurinn minn, mikil ósköp. En hins vegar eru nú meira en þrjátíu ár liðin frá því að ég fór að tjá mig um þjóðmál sem einstaklingur og rithöfundur og ég gegni engum trúnaðarstöðum fyrir Samfylkinguna lengur – þar er annað fólk í stafni og bíður þess eflaust í ofvæni að skiptast á skoðunum við Snorra. Ég kynni því betur að fá að vera bara ég sjálfur, frekar en talsmaður fyrir Samfylkinguna, næst þegar Snorri telur ástæðu til að skrifa grein og fara í viðtöl út af einhverju Facebookhjali í mér. Svo getur hann bara sett hjá mér athugasemd. Aldrei að vita nema hann uppskeri læk. Höfundur er rithöfundur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun