Grænhöfðaeyjar hafa tilkynnt 16 manna hóp fyrir mótið og þar var ekki nafn Hafsteins Óla sem spilar með Gróttu í Olís-deildinni.
The final squad of Cape Verde🇨🇻#handball pic.twitter.com/U2kh63rRmq
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 9, 2025
Hann verður þó væntanlega með liðinu í Króatíu enda í 20 manna hópi liðsins sem hefur verið í æfingabúðum í Portúgal og Króatíu síðustu daga. Það er því enn von um að Hafsteinn Óli taki þátt á mótinu.
Það er þó miður fyrir hann að Grænhöfðaeyjar spila fyrsta leikinn gegn Íslandi og þá verður hann að öllu óbreyttu í stúkunni.
Í 16-manna hópi Grænhöfðaeyja er þó Admilson Furtado sem spilar með Herði frá Ísafirði í Grill 66-deildinni.
Ísland og Grænhöfðaeyjar mætast á HM í Zagreb þann 16. janúar næstkomandi.