Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2025 15:44 Steinn hefur verið rektor MH í sex ár. Vísir/Egill Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að Steinn hafi verið konrektor MH í eitt ár áður en hann tók við stöðu rektors og þar áður hafi hann verið skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla í fimm ár. Frá 2002 til 2012 hafi Steinn verið forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík en áður hafi hann kennt í bæði grunn- og framhaldsskóla og sinnt auk þess stundakennslu við Háskóla Íslands. Steinn sé með meistaragráðu í sagnfræði frá University of Louisiana, Monroe og bakkalárgráðu frá sama skóla í stjórnmálafræði og sögu. Hann hafi lokið uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands og hafi auk þess lagt stund á doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði við sama skóla. Forverinn fór yfir til ráðuneytisins Starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafi verið auglýst til umsóknar í nóvember eftir að tilkynnt var að Helgi Grímsson myndi hætta sem sviðsstjóri um áramót til að stýra umbótaverkefni í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Alls hafi 22 umsóknir um stöðuna borist en fjórir umsækjendur hafi dregið umsókn sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður hafi ráðgefandi hæfnisnefnd verið skipuð. Búi yfir yfirgripsmikilli reynslu Í lokaskýrslu hæfnisnefndar til borgarráðs segi að það sé sameiginlegt mat hæfnisnefndar að Steinn sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það byggir á yfirgripsmikilli reynslu hans af stjórnun og rekstri menntastofnana, brennandi áhuga og þekkingu á skóla- og frístundamálum og jákvæðri og skýrri framtíðarsýn á hin brýnu viðfangsefni sviðssins.” Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Vistaskipti Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að Steinn hafi verið konrektor MH í eitt ár áður en hann tók við stöðu rektors og þar áður hafi hann verið skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla í fimm ár. Frá 2002 til 2012 hafi Steinn verið forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík en áður hafi hann kennt í bæði grunn- og framhaldsskóla og sinnt auk þess stundakennslu við Háskóla Íslands. Steinn sé með meistaragráðu í sagnfræði frá University of Louisiana, Monroe og bakkalárgráðu frá sama skóla í stjórnmálafræði og sögu. Hann hafi lokið uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands og hafi auk þess lagt stund á doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði við sama skóla. Forverinn fór yfir til ráðuneytisins Starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafi verið auglýst til umsóknar í nóvember eftir að tilkynnt var að Helgi Grímsson myndi hætta sem sviðsstjóri um áramót til að stýra umbótaverkefni í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Alls hafi 22 umsóknir um stöðuna borist en fjórir umsækjendur hafi dregið umsókn sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður hafi ráðgefandi hæfnisnefnd verið skipuð. Búi yfir yfirgripsmikilli reynslu Í lokaskýrslu hæfnisnefndar til borgarráðs segi að það sé sameiginlegt mat hæfnisnefndar að Steinn sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það byggir á yfirgripsmikilli reynslu hans af stjórnun og rekstri menntastofnana, brennandi áhuga og þekkingu á skóla- og frístundamálum og jákvæðri og skýrri framtíðarsýn á hin brýnu viðfangsefni sviðssins.”
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Vistaskipti Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira