Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2025 20:02 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. Vísir/Egill Aðsóknarmet var slegið í Bíó Paradís í fyrra en sextíu þúsund manns lögðu leið sína í bíóið á Hverfisgötu. Framkvæmdastjóri er í skýjunum og segir að með fjölda gesta séu rekstraraðilar að ná langþráðu markmiði. Fleira hafi spilað inn í en ótrúlegar vinsældir hryllingsmyndar Demi Moore, The Substance. „Þetta er búið að vera alveg einstaklega líflegt ár í Bíó Paradís. Við lögðum upp með að fá þennan fjölda gesta þegar við stofnuðum Bíó Paradís, þetta hefur verið langtímamarkmið frá sirka 2011 og okkur fannst að ef við myndum ná að selja sextíu þúsund miða þá værum við komin eitthvert. Þangað erum við nú loksins komin eftir fjórtán ára starf,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri kvikmyndahússins. Árangurinn er ekki síst áhugaverður í ljósi þess að á sama tíma upplifa sambærileg kvikmyndahús í Evrópu dvínandi aðsókn að sögn Hrannar. Hún sótti ráðstefnu menningarbíóhúsa í Vilnius í Litháen í desember, Europa Cinemas. Þar var að heyra á framkvæmdastjórum menningarbíóhúsa að það sé nú á brattann að sækja að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur COVID-19. Hópurinn gríðarlega fjölbreyttur Það er freistandi að fullyrða að aðsóknarmetið í fyrra megi rekja til frétta af yfirliði og ælugangi gesta sem heimsóttu Bíó Paradís í október til þess að bera hryllingsmyndina The Substance með Demi Moore augum. Fréttir þess efnis vöktu gríðarlega efni þegar Vísir ræddi þetta við Hrönn sem sagði starfsfólk hafa tekið upp sérstaka verkferla vegna þessa. Hrönn segir vinsældir The Substance vissulega skýra mikla aðsókn að einhverju leyti. „Hún var auðvitað rosalega vinsæl en svo vorum við líka með Elskling eftir Lilju Ingólfsdóttur sem sló algjörlega í geng. Ég verð samt að segja að dagskrá Bíó Paradísar er svo þétt og það er svo margt í gangi, þannig að miðasölutekjur eru bornar uppi af rosalega ólíkum og fjölbreyttum hópum.“ Þannig segir Hrönn að tekist hafi að stækka hóp viðskiptavina með því að bjóða upp á allskonar viðburði líkt og partísýningar og Svarta sunnudaga. Kvikmyndahúsið hafi þar að auki talsvert fleiri myndir í sýningum á hverjum degi en önnur kvikmyndahús, að meðaltali tíu til fimmtán myndir í boði daglega. Þau beiti líka skapandi leiðum í markaðssetningu þegar myndir eins og The Substance slá í gegn. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að internetið er löngu komið og að þú getur horft á hvaða myndir sem er heima hjá þér. Það sem við gerum til að skera okkur úr er að bjóða upp á alla þessa viðburði og að búa til stemningu, hvort sem það er með sérstökum drykkjum á barnum, búningum eða sérstökum gestum. Það er stemning, eitthvað um að vera og það er það sem fólk sækist eftir þegar það drífur sig upp af sófanum til að fara í bíó, það er fyrir samverustundina og upplifunina sem þú getur ekki halað niður af internetinu.“ Hrönn nefnir sem dæmi að sú upplifun sem boðið hafi verið upp í haust þegar hægt var að sjá The Substance í fullum sal hafi verið ólík nokkru því sem hægt sé að nálgast heima hjá sér. „Sérstaklega þegar það ælir einhver á bakið á þér og það er allt í einu sjúkrabíll fyrir utan,“ segir Hrönn hlæjandi. Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tengdar fréttir Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Kvikmyndir geta haft ótrúleg áhrif á mann, jafnvel svo mikil að maður missir alla stjórn á líkamanum og fellur í yfirlið. Hérlendis hafa nokkrar slíkar myndir verið sýndar og teygir saga þeirra sig aftur í árdaga íslenskra kvikmyndasýninga. 18. nóvember 2024 07:32 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Þetta er búið að vera alveg einstaklega líflegt ár í Bíó Paradís. Við lögðum upp með að fá þennan fjölda gesta þegar við stofnuðum Bíó Paradís, þetta hefur verið langtímamarkmið frá sirka 2011 og okkur fannst að ef við myndum ná að selja sextíu þúsund miða þá værum við komin eitthvert. Þangað erum við nú loksins komin eftir fjórtán ára starf,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri kvikmyndahússins. Árangurinn er ekki síst áhugaverður í ljósi þess að á sama tíma upplifa sambærileg kvikmyndahús í Evrópu dvínandi aðsókn að sögn Hrannar. Hún sótti ráðstefnu menningarbíóhúsa í Vilnius í Litháen í desember, Europa Cinemas. Þar var að heyra á framkvæmdastjórum menningarbíóhúsa að það sé nú á brattann að sækja að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur COVID-19. Hópurinn gríðarlega fjölbreyttur Það er freistandi að fullyrða að aðsóknarmetið í fyrra megi rekja til frétta af yfirliði og ælugangi gesta sem heimsóttu Bíó Paradís í október til þess að bera hryllingsmyndina The Substance með Demi Moore augum. Fréttir þess efnis vöktu gríðarlega efni þegar Vísir ræddi þetta við Hrönn sem sagði starfsfólk hafa tekið upp sérstaka verkferla vegna þessa. Hrönn segir vinsældir The Substance vissulega skýra mikla aðsókn að einhverju leyti. „Hún var auðvitað rosalega vinsæl en svo vorum við líka með Elskling eftir Lilju Ingólfsdóttur sem sló algjörlega í geng. Ég verð samt að segja að dagskrá Bíó Paradísar er svo þétt og það er svo margt í gangi, þannig að miðasölutekjur eru bornar uppi af rosalega ólíkum og fjölbreyttum hópum.“ Þannig segir Hrönn að tekist hafi að stækka hóp viðskiptavina með því að bjóða upp á allskonar viðburði líkt og partísýningar og Svarta sunnudaga. Kvikmyndahúsið hafi þar að auki talsvert fleiri myndir í sýningum á hverjum degi en önnur kvikmyndahús, að meðaltali tíu til fimmtán myndir í boði daglega. Þau beiti líka skapandi leiðum í markaðssetningu þegar myndir eins og The Substance slá í gegn. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að internetið er löngu komið og að þú getur horft á hvaða myndir sem er heima hjá þér. Það sem við gerum til að skera okkur úr er að bjóða upp á alla þessa viðburði og að búa til stemningu, hvort sem það er með sérstökum drykkjum á barnum, búningum eða sérstökum gestum. Það er stemning, eitthvað um að vera og það er það sem fólk sækist eftir þegar það drífur sig upp af sófanum til að fara í bíó, það er fyrir samverustundina og upplifunina sem þú getur ekki halað niður af internetinu.“ Hrönn nefnir sem dæmi að sú upplifun sem boðið hafi verið upp í haust þegar hægt var að sjá The Substance í fullum sal hafi verið ólík nokkru því sem hægt sé að nálgast heima hjá sér. „Sérstaklega þegar það ælir einhver á bakið á þér og það er allt í einu sjúkrabíll fyrir utan,“ segir Hrönn hlæjandi.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tengdar fréttir Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Kvikmyndir geta haft ótrúleg áhrif á mann, jafnvel svo mikil að maður missir alla stjórn á líkamanum og fellur í yfirlið. Hérlendis hafa nokkrar slíkar myndir verið sýndar og teygir saga þeirra sig aftur í árdaga íslenskra kvikmyndasýninga. 18. nóvember 2024 07:32 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Kvikmyndir geta haft ótrúleg áhrif á mann, jafnvel svo mikil að maður missir alla stjórn á líkamanum og fellur í yfirlið. Hérlendis hafa nokkrar slíkar myndir verið sýndar og teygir saga þeirra sig aftur í árdaga íslenskra kvikmyndasýninga. 18. nóvember 2024 07:32