„Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 12:05 Arnar Gunnlaugsson eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í dag. vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma. „Ég held að allir viti að KSÍ er að tala við ákveðna aðila og ég er einn af þeim,“ segir Arnar sem ásamt Frey Alexanderssyni hefur lengi þótt líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari. Samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð kom Per-Mathias Högmo einnig til greina en hann er nú tekinn við Molde, og Freyr er einnig í viðræðum við norska félagið Brann. Víkingar gáfu í desember leyfi fyrir því að KSÍ ræddi við Arnar. „Þetta hefur haft aðeins lengri aðdraganda því ég er búinn að vera erlendis í fríi. Þannig að þessi fundur snerist bara um mína sýn og að heyra hvað þau hefðu að segja líka,“ segir Arnar. „Þetta var mjög góður fundur. Heiðarleg samskipti og menn fóru yfir ákveðin mál, og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Í stuttu máli þá talaði ég um að ég hefði áhuga á þessu, og fannst líka mikilvægt að um leið og menn byrja að tala um framtíðina þá geri menn upp fortíðina líka, af heilindum. Horfist í augu við hvar landsliðið stendur í dag og hvað má mögulega bæta og gera betur,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar í viðtali eftir fund með KSÍ Arnar vildi ekki fara nákvæmlega út í sína sýn á landsliðið, að sinni, en ljóst er að hann sér mikil tækifæri hjá liðinu sem hefur verið án þjálfara eftir að Åge Hareide hætti í lok nóvember. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma. Það er rosalegt „potential“ í landsliðinu núna og sá aðili sem verður valinn þarf að hafa marga góða og sterka eiginleika. Ekki bara fótboltalega séð heldur líka fyrir utan völlinn. Ég skynja það að íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru að biðja um sterkt nafn til að leiða veginn áfram, þannig að ég held að stjórn KSÍ geri sér alveg grein fyrir sinni ábyrgð á að rétti aðilinn verði fyrir valinu. Það má ekki gera mistök núna, því það er svo mikið í húfi,“ segir Arnar. Mjög áhugasamur og vill virkja „gamla hunda“ Þrátt fyrir að vera í afar spennandi verkefni með Víkinga, sem komnir eru í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu og spila í því í febrúar, langar Arnar að taka við landsliðinu: „Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð, og mér finnst þeta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum,“ segir Arnar. Stjórn KSÍ hélt áfram að funda eftir að Arnar yfirgaf fundarherbergið á Nordica. Aðspurður um framhaldið svaraði þjálfarinn: „Ætli stjórn KSÍ þurfi ekki að vega og meta hvernig þessi viðtöl gengu fyrir sig og svo velja þau bara sinn aðila. Hver sem verður fyrir valinu þá vonast ég til að það verði aðili sem skilur hversu stórt og mikið þetta verkefni verður.“ Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
„Ég held að allir viti að KSÍ er að tala við ákveðna aðila og ég er einn af þeim,“ segir Arnar sem ásamt Frey Alexanderssyni hefur lengi þótt líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari. Samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð kom Per-Mathias Högmo einnig til greina en hann er nú tekinn við Molde, og Freyr er einnig í viðræðum við norska félagið Brann. Víkingar gáfu í desember leyfi fyrir því að KSÍ ræddi við Arnar. „Þetta hefur haft aðeins lengri aðdraganda því ég er búinn að vera erlendis í fríi. Þannig að þessi fundur snerist bara um mína sýn og að heyra hvað þau hefðu að segja líka,“ segir Arnar. „Þetta var mjög góður fundur. Heiðarleg samskipti og menn fóru yfir ákveðin mál, og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Í stuttu máli þá talaði ég um að ég hefði áhuga á þessu, og fannst líka mikilvægt að um leið og menn byrja að tala um framtíðina þá geri menn upp fortíðina líka, af heilindum. Horfist í augu við hvar landsliðið stendur í dag og hvað má mögulega bæta og gera betur,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar í viðtali eftir fund með KSÍ Arnar vildi ekki fara nákvæmlega út í sína sýn á landsliðið, að sinni, en ljóst er að hann sér mikil tækifæri hjá liðinu sem hefur verið án þjálfara eftir að Åge Hareide hætti í lok nóvember. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma. Það er rosalegt „potential“ í landsliðinu núna og sá aðili sem verður valinn þarf að hafa marga góða og sterka eiginleika. Ekki bara fótboltalega séð heldur líka fyrir utan völlinn. Ég skynja það að íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru að biðja um sterkt nafn til að leiða veginn áfram, þannig að ég held að stjórn KSÍ geri sér alveg grein fyrir sinni ábyrgð á að rétti aðilinn verði fyrir valinu. Það má ekki gera mistök núna, því það er svo mikið í húfi,“ segir Arnar. Mjög áhugasamur og vill virkja „gamla hunda“ Þrátt fyrir að vera í afar spennandi verkefni með Víkinga, sem komnir eru í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu og spila í því í febrúar, langar Arnar að taka við landsliðinu: „Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð, og mér finnst þeta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum,“ segir Arnar. Stjórn KSÍ hélt áfram að funda eftir að Arnar yfirgaf fundarherbergið á Nordica. Aðspurður um framhaldið svaraði þjálfarinn: „Ætli stjórn KSÍ þurfi ekki að vega og meta hvernig þessi viðtöl gengu fyrir sig og svo velja þau bara sinn aðila. Hver sem verður fyrir valinu þá vonast ég til að það verði aðili sem skilur hversu stórt og mikið þetta verkefni verður.“
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu