Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2025 12:31 Jarrett Allen og Donovan Mitchell fagna eftir sigur Cleveland Cavaliers á Oklahoma City Thunder. getty/Jason Miller Cleveland Cavaliers stöðvaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder þegar tvö efstu lið NBA-deildarinnar í körfubolta mættust í nótt. Cavs vann leikinn, 129-122. Fyrir viðureignina í nótt hafði OKC unnið fimmtán leiki í röð sem er met hjá félaginu. Sigurgöngunni lauk hins vegar þegar liðið sótti Cavs heim. 11 STRAIGHT ✅32-4 RECORD ✅A SPECIAL start to the season for the @cavs! pic.twitter.com/0qv6Gag37c— NBA (@NBA) January 9, 2025 Stóru strákarnir hjá Cleveland, Jarrett Allen og Evan Mobley, voru í miklum ham í nótt. Allen skoraði 25 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar á meðan Mobley var með 21 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar. Cavs hefur núna unnið ellefu leiki í röð og er á toppi Austurdeildarinnar með 32 sigra og aðeins fjögur töp. OKC er á toppnum vestan megin með þrjátíu sigra og sex töp. Leikurinn í nótt var gríðarlega spennandi en til marks um það skiptust liðin þrjátíu sinnum á forystunni og átta sinnum var staðan jöfn. En heimamenn reyndust sterkari undir lokin. „Þetta sýnir þroska okkar. Eftir leikinn sagði ég við alla að við hefðum ekki unnið þennan leik fyrir ári. Allir sem komu inn á gerðu eitthvað jákvætt til að hafa áhrif á leikinn, hvort sem það var að skora, frákasta eða verjast. Þetta var liðssigur og það er það sem við þurfum,“ sagði Donovan Mitchell, leikmaður Cleveland, eftir leikinn. „Þetta var stór sigur. Við erum allir spenntir. Þetta var bara einn leikur og titilinn vannst ekki í kvöld en við getum verið stoltir af þessu.“ Shai Gilgeous-Alexander, aðalstjarna Oklahoma, skoraði 31 stig í nótt og Jalen Williams var með 25 stig og níu fráköst. Isiah Hartenstein skilaði átján stigum, ellefu fráköstum og átta stoðsendingum. NBA Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Fyrir viðureignina í nótt hafði OKC unnið fimmtán leiki í röð sem er met hjá félaginu. Sigurgöngunni lauk hins vegar þegar liðið sótti Cavs heim. 11 STRAIGHT ✅32-4 RECORD ✅A SPECIAL start to the season for the @cavs! pic.twitter.com/0qv6Gag37c— NBA (@NBA) January 9, 2025 Stóru strákarnir hjá Cleveland, Jarrett Allen og Evan Mobley, voru í miklum ham í nótt. Allen skoraði 25 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar á meðan Mobley var með 21 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar. Cavs hefur núna unnið ellefu leiki í röð og er á toppi Austurdeildarinnar með 32 sigra og aðeins fjögur töp. OKC er á toppnum vestan megin með þrjátíu sigra og sex töp. Leikurinn í nótt var gríðarlega spennandi en til marks um það skiptust liðin þrjátíu sinnum á forystunni og átta sinnum var staðan jöfn. En heimamenn reyndust sterkari undir lokin. „Þetta sýnir þroska okkar. Eftir leikinn sagði ég við alla að við hefðum ekki unnið þennan leik fyrir ári. Allir sem komu inn á gerðu eitthvað jákvætt til að hafa áhrif á leikinn, hvort sem það var að skora, frákasta eða verjast. Þetta var liðssigur og það er það sem við þurfum,“ sagði Donovan Mitchell, leikmaður Cleveland, eftir leikinn. „Þetta var stór sigur. Við erum allir spenntir. Þetta var bara einn leikur og titilinn vannst ekki í kvöld en við getum verið stoltir af þessu.“ Shai Gilgeous-Alexander, aðalstjarna Oklahoma, skoraði 31 stig í nótt og Jalen Williams var með 25 stig og níu fráköst. Isiah Hartenstein skilaði átján stigum, ellefu fráköstum og átta stoðsendingum.
NBA Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira