Erlent

Eldar brenna stjórn­laust um alla Los Angeles

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Eldurinn í Pacific Palisades hverfinu er nú orðinn sá eldur sem mestu tjóni hefur ollið í sögu borgarinnar.
Eldurinn í Pacific Palisades hverfinu er nú orðinn sá eldur sem mestu tjóni hefur ollið í sögu borgarinnar. AP Photo/Mark J. Terrill

Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa.

Eldarnir eru allir skilgreindir sem stjórnlausir, utan þann sem brennur í hverfinu Woodley, en þar hefur slökkviliði tekist að hemja eldhafið að einhverju marki. Nýjasti eldurinn kom upp í Hollywood hæðum í gærkvöldi og þar hefur fjölda fólks verið gert að yfirgefa heimili sín.

Fimm eru nú látnir í hamförunum svo vitað sé og um hundrað og fimmtíu þúsund manns hefur verið sagt að flýja frá því fyrsti eldurinn kviknaði í vikunni.

Fyrst kviknaði í Pacific Palisades hverfinu og brennur sá eldur enn stjórnlaust og er hann nú sá eldur í sögu borgarinnar sem mestum skemmdum hefur ollið. Rúmlega eitt þúsund byggingar eru ónýtar aðeins í því hverfi og á meðal þeirra sem hafa misst heimil sín eru stjörnur á borð við Billy Crystal og Paris Hilton sem bæði bjuggu í hverfinu.


Tengdar fréttir

Stjórnlausum eldum fjölgar í LA

Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið.

Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Los Angeles, næst stærstu borg Bandaríkjanna vegna skógar- og kjarrelda sem á skömmum tíma í gær fóru verulega úr böndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×