Jensen átti eitt ár eftir af samningi sínum en hann vildi hætta ári fyrr.
„Við erum virkilega vonsvikin með það að Jesper Jensen vilji ekki vera landsliðsþjálfari lengur. Við höfðum hlakkað til áframhaldandi samstarfs en við virðum líka ákvörðun hans að þurfa á tilbreytingu að halda eftir fimm ár í starfinu,“ sagði Morten Henriksen, íþróttastjóri danska sambandsins.
Danska landsliðið hefur verið að gera mjög góða hluti undir stjórn Jensen síðustu ár. Liðið hefur unnið tvenn silfurverðlaun og þrenn silfurverðlaun á stórmótum sinum frá því fyrsta undir hans stjórn árið 2020.
Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta Evrópumóti en tapaði þá fyrir norska landsliðinu.
Þórir Hergeirsson var þá að stýra norska landsliðinu í síðasta sinn en nú er líka ljóst að þetta var síðasti leikur danska liðsins á stórmóti undir stjórn Jensen.
„Ég vissi það fyrir Evrópumótið að ég vildi hætta með liðið,“ sagði Jesper Jensen í viðtali við danska ríkisútvarpið.
Hann segist sakna þess að vera þjálfari félagsliðs. Hann hringdi í íþróttastjóri danska handboltasambandsins stuttu eftir EM og sagði frá ákvörðun sinni.
„Þetta var erfið ákvörðun því ég hef haft svo gaman af því að vera landsliðsþjálfari,“ sagði Jansen.
Hann mun leita sér að félagsliði til að þjálfa og segist þegar hafa heyrt af áhuga.
Danska handboltasambandið hefur jafnframt hafið leit að nýjum landsliðsþjálfara en liðið hefur þegar tryggt sér sæti á HM í desember þökk sé því að liðið komst í undanúrslit á EM. Jensen mun aðstoða landsliðskonurnar efrir fremsta megni þar til að nýr þjálfari finnst.