Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Bjarki Sigurðsson skrifar 7. janúar 2025 18:50 Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu. vísir/vilhelm Ekkja manns sem fékk ígræddan plastbarka árið 2011 og lést þrjátíu mánuðum síðar hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð, meðal annars af hálfu starfsmanna Landspítalans, sem síðar dró hann til dauða. Fréttastofa hefur stefnuna undir höndum. Þar er heilbrigðisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, stefnt vegna tjóns sem ekkja Andemariams Teklesenbet Beyene og synir þeirra urðu fyrir. Þeir eru sextán, þrettán og ellefu ára gamlir. Aldrei verið gert áður Í stefnunni er það rakið hvernig íslenskir læknar sendu hinn krabbameinssjúka Andemariam til Svíþjóðar í aðgerð hjá Paolo Macchiarini. Aðgerð sem átti síðar eftir að draga hann til dauða. Þetta var í fyrsta sinn sem plastbarki var græddur í manneskju. Seinna kom í ljós að Macchiarini hafði ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni og hann dæmdur til fangelsisvistar vegna aðgerðarinnar og tveggja annarra. Tómas sendi Andemariam til Macchiarinis Meðferðarlæknir Andemariam var Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Hann tók einnig þátt í aðgerðinni örlagaríku í Svíþjóð. Í stefnunni segir að Tómas beri mesta ábyrgð á því sem kallað er óforsvaranleg læknismeðferð en frá því að aðgerðin var framkvæmd og til dauðadags hafi Andemariam upplifað óbærilegar þjáningar sem og hans nánustu. Tómas hafi ekki ráðfært sig við aðra lækna um hvaða meðferð hentaði Andemariam og hann breytt skjölum fyrir Macchiarini til þess að fá samþykki sænskra yfirvalda fyrir aðgerðinni. Ríkið áður hafnað bótakröfu Ekkja Andemariams krefst viðurkenningar á bótaskyldu ríkisins í málinu en ekki er nefnd tiltekin fjárhæð skaða- og miskabóta. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð af hálfu lækna Landspítalans og þegar brotið sé á grundvallar mannréttindum eigi að greiða hærri bætur en leiða má af skaðabótalögum. Forstjóri Landspítalans hefur áður beðið ekkju Andemariams afsökunar og lögmaður spítalans beint kröfu um skaðabætur til ríkislögmanns. Íslenska ríkið hafnaði þeirri kröfu hins vegar og því ákvað hún í samráði við lögmenn sína að stefna ríkinu. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2: Klippa: Stefna ríkinu vegna ómannúðlegrar meðferðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Fréttastofa hefur stefnuna undir höndum. Þar er heilbrigðisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, stefnt vegna tjóns sem ekkja Andemariams Teklesenbet Beyene og synir þeirra urðu fyrir. Þeir eru sextán, þrettán og ellefu ára gamlir. Aldrei verið gert áður Í stefnunni er það rakið hvernig íslenskir læknar sendu hinn krabbameinssjúka Andemariam til Svíþjóðar í aðgerð hjá Paolo Macchiarini. Aðgerð sem átti síðar eftir að draga hann til dauða. Þetta var í fyrsta sinn sem plastbarki var græddur í manneskju. Seinna kom í ljós að Macchiarini hafði ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni og hann dæmdur til fangelsisvistar vegna aðgerðarinnar og tveggja annarra. Tómas sendi Andemariam til Macchiarinis Meðferðarlæknir Andemariam var Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Hann tók einnig þátt í aðgerðinni örlagaríku í Svíþjóð. Í stefnunni segir að Tómas beri mesta ábyrgð á því sem kallað er óforsvaranleg læknismeðferð en frá því að aðgerðin var framkvæmd og til dauðadags hafi Andemariam upplifað óbærilegar þjáningar sem og hans nánustu. Tómas hafi ekki ráðfært sig við aðra lækna um hvaða meðferð hentaði Andemariam og hann breytt skjölum fyrir Macchiarini til þess að fá samþykki sænskra yfirvalda fyrir aðgerðinni. Ríkið áður hafnað bótakröfu Ekkja Andemariams krefst viðurkenningar á bótaskyldu ríkisins í málinu en ekki er nefnd tiltekin fjárhæð skaða- og miskabóta. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð af hálfu lækna Landspítalans og þegar brotið sé á grundvallar mannréttindum eigi að greiða hærri bætur en leiða má af skaðabótalögum. Forstjóri Landspítalans hefur áður beðið ekkju Andemariams afsökunar og lögmaður spítalans beint kröfu um skaðabætur til ríkislögmanns. Íslenska ríkið hafnaði þeirri kröfu hins vegar og því ákvað hún í samráði við lögmenn sína að stefna ríkinu. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2: Klippa: Stefna ríkinu vegna ómannúðlegrar meðferðar
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira