Getur þú fullvissað umheiminn að þegar þú munt reyna að ná stjórn á svæðum eins og Grænlandi eða Panama að þú munir ekki nota herafla eða efnahagsþvinganir?
„Nei,“ svaraði Trump.
„Ég get ekki fullvissað ykkur varðandi Panama og Grænland. Nei, ég get ekki fullvissað ykkur í hvorugu málinu. Ég get sagt að við þurfum þessi svæði fyrir fjárhagslegt öryggi. Panama-skurðurinn var byggður fyrir herinn okkar. Ég ætla ekki skuldbinda mig að þessu. Mögulega mun maður þurfa að gera eitthvað.“
Þá segir New York Times að Trump hafi beinlínis hótað Danmörku með tollahækkunum láti konungsveldi Grænland ekki af hendi.
Líkt og greint var frá í dag er sonur Trumps, Donald Trump yngri, staddur á Grænlandi um þessar mundir. Heimsóknin er ekki opinber en er þó talin tengjast áhuga föður hans á mögulegum yfirráðum yfir Grænlandi. Heimsóknin hefur vakið litla kátínu hjá dönskum fjölmiðlum.
Á blaðamannafundinum viðraði Trump einnig hugmyndir um að breyta nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. „Rosalega fallegt nafn. Það væri svo viðeigandi.“