Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 16:34 Íbúar við umdeilda ferlíkið mættu á fund borgarstjórnar í dag til að mótmæla vinnubrögðum borgarinnar. vísir/bjarni Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun gera ítarlega stjórnsýsluúttekt á skipulagsferlinu er varðar Álfabakka 2a, Suður- Mjódd, þar sem hið umdeilda vöruhús Haga hefur valdið mikilli óánægju meðal íbúa. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Íbúar við vöruskemmuna mættu til að mótmæla á fundi borgarstjórnar. Þeir sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir í tilkynningu borgarinnar að mikilvægt sé að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. „Það er líka brýnt að horfa til framtíðar og koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur,“ er haft eftir honum. „Þess vegna viljum við skoða málið ofan í kjölinn, greina hvar má gera betur í stjórnsýslunni og endurskoða feril skipulagsmála hjá borginni til að tryggja frekari gæði." Á dagskrá borgarstjórnar í dag voru tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stjórnsýsluúttekt á Álfabakkamálinu og tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli Álfabakka 2a. Tillögurnar voru ræddar saman og að lokum samþykkt tillaga Sjálfstæðisflokks með viðbótum meirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Lagt er til að innri endurskoðun borgarinnar taki tillit til: „1. Ákvarðanatökuferlisins í málinu. 2. Tímalínu málsins, frá upphafi til loka. 3. Regluverksins og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum. 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu skemmunnar. 5. Athugasemda íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum.“ Mikilvægt er sé að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Í samþykkt borgarinnar er sömuleiðis lagt til að Sömuleiðis er lagt til að hafin verði vinna við að endurskoða feril skipulagsmála innan borgarinnar til að unnin verði skuggavörp og samgöngumat við skipulagsgerð en tilefni sé til að gera frekari kröfur hvað varðar gæði og útfærslu mannvirkja sem og lóðarhönnunar. „Efla þarf áherslu á samspil mannvirkja við umhverfi sitt við breytingar á skipulagi ekki síður en við nýja skipulagsgerð. Fengin verði utanaðkomandi aðstoð sérfræðinga utan borgarinnar í arkitektúr og borgarhönnun. Meðal verkefna verði að tryggja í ferlinu að fyrir hendi sé öryggisventill svo hægt sé að grípa inn í ef verkefni stefna fyrirsjáanlega í neikvæða átt eftir samþykkt skipulags.“ Sömuleiðis verði skoðuð aðferðafræði sem gangi út á að hönnun stærri verkefna sé komin lengra í ferlinu við deiliskipulagsgerð svo ekki sé verið að samþykkja skipulagsheimildir sem ófyrirsjáanlegt er hvernig spilast úr. „Skoðuð verði fordæmi og fyrirmyndir erlendis frá í þessu samhengi. Jafnframt er lagt til að auka strax gagnsæi skipulagsgagna með því að fara fram á það við deiliskipulagsvinnu umfram minniháttar breytingar að umfang og drög að ásýnd mannvirkis og samhengi þess við umhverfi sitt verði sett inn í þrívíddarmódel svo auðveldara sé að meta og skilja betur áhrif þess á nærumhverfið.“ Borgarstjórn Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Málefni fjölbýlishúsa Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Íbúar við vöruskemmuna mættu til að mótmæla á fundi borgarstjórnar. Þeir sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir í tilkynningu borgarinnar að mikilvægt sé að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. „Það er líka brýnt að horfa til framtíðar og koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur,“ er haft eftir honum. „Þess vegna viljum við skoða málið ofan í kjölinn, greina hvar má gera betur í stjórnsýslunni og endurskoða feril skipulagsmála hjá borginni til að tryggja frekari gæði." Á dagskrá borgarstjórnar í dag voru tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stjórnsýsluúttekt á Álfabakkamálinu og tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli Álfabakka 2a. Tillögurnar voru ræddar saman og að lokum samþykkt tillaga Sjálfstæðisflokks með viðbótum meirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Lagt er til að innri endurskoðun borgarinnar taki tillit til: „1. Ákvarðanatökuferlisins í málinu. 2. Tímalínu málsins, frá upphafi til loka. 3. Regluverksins og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum. 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu skemmunnar. 5. Athugasemda íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum.“ Mikilvægt er sé að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Í samþykkt borgarinnar er sömuleiðis lagt til að Sömuleiðis er lagt til að hafin verði vinna við að endurskoða feril skipulagsmála innan borgarinnar til að unnin verði skuggavörp og samgöngumat við skipulagsgerð en tilefni sé til að gera frekari kröfur hvað varðar gæði og útfærslu mannvirkja sem og lóðarhönnunar. „Efla þarf áherslu á samspil mannvirkja við umhverfi sitt við breytingar á skipulagi ekki síður en við nýja skipulagsgerð. Fengin verði utanaðkomandi aðstoð sérfræðinga utan borgarinnar í arkitektúr og borgarhönnun. Meðal verkefna verði að tryggja í ferlinu að fyrir hendi sé öryggisventill svo hægt sé að grípa inn í ef verkefni stefna fyrirsjáanlega í neikvæða átt eftir samþykkt skipulags.“ Sömuleiðis verði skoðuð aðferðafræði sem gangi út á að hönnun stærri verkefna sé komin lengra í ferlinu við deiliskipulagsgerð svo ekki sé verið að samþykkja skipulagsheimildir sem ófyrirsjáanlegt er hvernig spilast úr. „Skoðuð verði fordæmi og fyrirmyndir erlendis frá í þessu samhengi. Jafnframt er lagt til að auka strax gagnsæi skipulagsgagna með því að fara fram á það við deiliskipulagsvinnu umfram minniháttar breytingar að umfang og drög að ásýnd mannvirkis og samhengi þess við umhverfi sitt verði sett inn í þrívíddarmódel svo auðveldara sé að meta og skilja betur áhrif þess á nærumhverfið.“
Borgarstjórn Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Málefni fjölbýlishúsa Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira