Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar 8. janúar 2025 06:00 Yfirleitt er vandaður bragur á efni Morgunblaðsins, enda blaðamenn og starfsmenn flestir hæfir og góðir fagmenn. Undantekning eru þó á öllu, og hefur ritstjórn Mogga, „öðrum ritstjóranum“, gengið erfiðlega að gefa góða og rétta mynd af ESB og Evru í sínum fréttum og skrifum. Á þessu varð þó nokkur bragarbót nýlega, þegar blaðamaður Mogga, Skúli Halldórsson, skrifaði fréttaskýringu um ESB í blaðið. Var gott og gleðilegt, að loks væri þar fjallað um málið af fagmennsku og kunnáttu. Rétt farið með, og frá staðreyndum skýrt. Hefur „hinn ritstjórinn“ væntanlega stuðlað að eða gefið grænt ljós á þessa umfjöllun. Leyfir undirritaður sér að fjalla um og birta hluta þessarar fréttskýringar hér, en hún á erindi víðar en á Mogga: „Lítil ríki fá stór sæti við borðið • Ný framkvæmdastjórn ESB • Fulltrúi Eistlands stýrir utanríkismálum • Fulltrúi Litáens fer með varnarmál og stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins • Von der Leyen fær fimm ár til viðbótar“ Þannig var fyrirsögn/undirfyrirsögn fréttarskýringarinnar, en þar kemur það einmitt fram, sem máli skiptir fyrir okkur Íslendinga, ef við viljum verða fullgilt aðiladarríki, með áhrif, ekki bara hálfgilt og áhrifalaust, að litlu þjóðirnar fá einatt stór sæti við valdaborðið hjá ESB. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, einu litlu þjóðanna, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti hennar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Blaðamaður Mogga fjallar svo um um skipanir í helztu stöður ESB og helztu afstöðu og áherzlumál ríkjasambandnsins til næstu fimm ár með þessum hætti: „Skipanir í helstu stöður framkvæmdastjórnarinnar þykja vera til marks um forgangsröðunina næstu fimm árin. Kaja Kallas, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands (eitt smáríkjanna), verður nýr framkvæmdastjóri utanríkismála. Þá mun Andrius Kubilius, fyrrverandi forsætisráðherra Litáens (annað smáríkjanna), stýra varnarmálum og þar með átaki sambandsins um að endurvopnast hratt og vel. Bæði líta þau á rússnesk stjórnvöld sem óvin og hafa gagnrýnt þau mjög. Sjálf sagði von der Leyen í ávarpi sínu að það væri „eitthvað að“ þegar í Moskvu væri allt að níu prósentum af þjóðarframleiðslu varið til varnarmála, á meðan hlutfallið væri 1,9% í Evrópusambandinu. „Útgjöld okkar til varnarmála verða að aukast. Við þurfum innri markað fyrir varnir. Við þurfum að styðja við varnariðnað,“ sagði hún. Áður hefur hún bent á að sambandið þurfi að fjárfesta 500 milljarða evra á næsta áratug til að halda í við Rússland og Kína. Segja má að það sé enn brýnna nú, eftir að Trump hlaut endurkjör til forseta vestanhafs, þar sem óttast er að hann kunni að draga úr framlagi Bandaríkjanna til varnarmála í Evrópu og úr stuðningi við Úkraínu“. Um viðskiptastefnuna Viðskiptastefna sambandsins, sem heyra mun undir Maros Sefcovic frá Slóvakíu (enn eitt smáríkjanna ), gæti einnig orðið mikilvægari en áður í ljósi loforða Trumps um innleiðingu tolla á innfluttar vörur. Von der Leyen minntist ekki á Trump í ræðunni en sagði að Evrópa þyrfti að vinna upp forskot Bandaríkjanna í nýsköpun til að efnahagur sambandsins geti blómstrað. Stephane Sejourne frá Frakklandi á að stýra iðnaðarstefnu Evrópusambandsins, en framleiðsla innan ríkja þess stendur höllum fæti gagnvart samkeppni frá Kína auk þess sem mikill raforkukostnaður og dræmar fjárfestingar hafa haft áhrif til hins verra. Gera þarf fyrirtækjum auðveldara að vaxa í Evrópu Sejourne, sem áður var utanríkisráðherra Frakklands, mun þurfa að starfa með Teresu Ribera frá Spáni, sem stýrir málaflokki samkeppnishæfni og orkuskipta. „Við þurfum bráðnauðsynlega meiri fjárfestingar í einkageiranum,“ sagði Von der Leyen enn fremur og bætti við að gera þyrfti fyrirtækjum auðveldara að vaxa í Evrópu. Stjórnmálaskýrendur á meginlandinu segja að von der Leyen kunni að gegna enn stærra hlutverki við að móta framtíð álfunnar á sínu öðru kjörtímabili, í ljósi þess að staða ríkjandi stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi hefur veikst að undanförnu“ Þetta er hluti áhugaverðrar umfjöllunnar Skúla Halldórssonar um ESB í Mogga 28. nóvember sl. Hér er stöðu, áformum og áherzlum ríkjasambandsins næstu fimm árin vel lýst. Er eldhugur í framkvæmdastjórn ESB, eins og skynja má, og kemur enn skýrt fram, hversu stóru hlutverki litlu ríkin í sambandinu gegna, andstætt því, sem óheiðarlegir eða óupplýstir andstæðingar ESB halda fram. Hér má bæta því við, að Roberta Metsola frá smáríkinu Möltu, er forseti Evrópuþingsins í Strassborg. Smáríkin innan ESB hafa því ráðið fyrir og ráða í vaxandi mæli fyrir mörgum af lykilembættum og valdastöðum ríkjasambandsins. Gæti klár fulltrúi frá Íslandi komizt í þann hóp, ef við værum bara með; á leikvellinum, ekki á hliðarlínunni, eða, öllu heldur, á bekknum, í raun hangandi þar eins og illagerður hlutur án möguleika á að komast í leikinn. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirleitt er vandaður bragur á efni Morgunblaðsins, enda blaðamenn og starfsmenn flestir hæfir og góðir fagmenn. Undantekning eru þó á öllu, og hefur ritstjórn Mogga, „öðrum ritstjóranum“, gengið erfiðlega að gefa góða og rétta mynd af ESB og Evru í sínum fréttum og skrifum. Á þessu varð þó nokkur bragarbót nýlega, þegar blaðamaður Mogga, Skúli Halldórsson, skrifaði fréttaskýringu um ESB í blaðið. Var gott og gleðilegt, að loks væri þar fjallað um málið af fagmennsku og kunnáttu. Rétt farið með, og frá staðreyndum skýrt. Hefur „hinn ritstjórinn“ væntanlega stuðlað að eða gefið grænt ljós á þessa umfjöllun. Leyfir undirritaður sér að fjalla um og birta hluta þessarar fréttskýringar hér, en hún á erindi víðar en á Mogga: „Lítil ríki fá stór sæti við borðið • Ný framkvæmdastjórn ESB • Fulltrúi Eistlands stýrir utanríkismálum • Fulltrúi Litáens fer með varnarmál og stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins • Von der Leyen fær fimm ár til viðbótar“ Þannig var fyrirsögn/undirfyrirsögn fréttarskýringarinnar, en þar kemur það einmitt fram, sem máli skiptir fyrir okkur Íslendinga, ef við viljum verða fullgilt aðiladarríki, með áhrif, ekki bara hálfgilt og áhrifalaust, að litlu þjóðirnar fá einatt stór sæti við valdaborðið hjá ESB. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, einu litlu þjóðanna, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti hennar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Blaðamaður Mogga fjallar svo um um skipanir í helztu stöður ESB og helztu afstöðu og áherzlumál ríkjasambandnsins til næstu fimm ár með þessum hætti: „Skipanir í helstu stöður framkvæmdastjórnarinnar þykja vera til marks um forgangsröðunina næstu fimm árin. Kaja Kallas, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands (eitt smáríkjanna), verður nýr framkvæmdastjóri utanríkismála. Þá mun Andrius Kubilius, fyrrverandi forsætisráðherra Litáens (annað smáríkjanna), stýra varnarmálum og þar með átaki sambandsins um að endurvopnast hratt og vel. Bæði líta þau á rússnesk stjórnvöld sem óvin og hafa gagnrýnt þau mjög. Sjálf sagði von der Leyen í ávarpi sínu að það væri „eitthvað að“ þegar í Moskvu væri allt að níu prósentum af þjóðarframleiðslu varið til varnarmála, á meðan hlutfallið væri 1,9% í Evrópusambandinu. „Útgjöld okkar til varnarmála verða að aukast. Við þurfum innri markað fyrir varnir. Við þurfum að styðja við varnariðnað,“ sagði hún. Áður hefur hún bent á að sambandið þurfi að fjárfesta 500 milljarða evra á næsta áratug til að halda í við Rússland og Kína. Segja má að það sé enn brýnna nú, eftir að Trump hlaut endurkjör til forseta vestanhafs, þar sem óttast er að hann kunni að draga úr framlagi Bandaríkjanna til varnarmála í Evrópu og úr stuðningi við Úkraínu“. Um viðskiptastefnuna Viðskiptastefna sambandsins, sem heyra mun undir Maros Sefcovic frá Slóvakíu (enn eitt smáríkjanna ), gæti einnig orðið mikilvægari en áður í ljósi loforða Trumps um innleiðingu tolla á innfluttar vörur. Von der Leyen minntist ekki á Trump í ræðunni en sagði að Evrópa þyrfti að vinna upp forskot Bandaríkjanna í nýsköpun til að efnahagur sambandsins geti blómstrað. Stephane Sejourne frá Frakklandi á að stýra iðnaðarstefnu Evrópusambandsins, en framleiðsla innan ríkja þess stendur höllum fæti gagnvart samkeppni frá Kína auk þess sem mikill raforkukostnaður og dræmar fjárfestingar hafa haft áhrif til hins verra. Gera þarf fyrirtækjum auðveldara að vaxa í Evrópu Sejourne, sem áður var utanríkisráðherra Frakklands, mun þurfa að starfa með Teresu Ribera frá Spáni, sem stýrir málaflokki samkeppnishæfni og orkuskipta. „Við þurfum bráðnauðsynlega meiri fjárfestingar í einkageiranum,“ sagði Von der Leyen enn fremur og bætti við að gera þyrfti fyrirtækjum auðveldara að vaxa í Evrópu. Stjórnmálaskýrendur á meginlandinu segja að von der Leyen kunni að gegna enn stærra hlutverki við að móta framtíð álfunnar á sínu öðru kjörtímabili, í ljósi þess að staða ríkjandi stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi hefur veikst að undanförnu“ Þetta er hluti áhugaverðrar umfjöllunnar Skúla Halldórssonar um ESB í Mogga 28. nóvember sl. Hér er stöðu, áformum og áherzlum ríkjasambandsins næstu fimm árin vel lýst. Er eldhugur í framkvæmdastjórn ESB, eins og skynja má, og kemur enn skýrt fram, hversu stóru hlutverki litlu ríkin í sambandinu gegna, andstætt því, sem óheiðarlegir eða óupplýstir andstæðingar ESB halda fram. Hér má bæta því við, að Roberta Metsola frá smáríkinu Möltu, er forseti Evrópuþingsins í Strassborg. Smáríkin innan ESB hafa því ráðið fyrir og ráða í vaxandi mæli fyrir mörgum af lykilembættum og valdastöðum ríkjasambandsins. Gæti klár fulltrúi frá Íslandi komizt í þann hóp, ef við værum bara með; á leikvellinum, ekki á hliðarlínunni, eða, öllu heldur, á bekknum, í raun hangandi þar eins og illagerður hlutur án möguleika á að komast í leikinn. Höfundur er samfélagsrýnir.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun