Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2025 21:30 Alma Möller, heilbrigðisráðherra, hefur þegar rætt við Loga Einarsson ráðherra um útfærslur til að ívilna þeim læknum sem hyggja á störf á landsbyggðinni. Þau munu útfæra hugmyndina svo um munar í vikunni að sögn Ölmu. Vísir/Bjarni Til skoðunar er að veita læknum sem starfa á landsbyggðinni ívilnanir á borð við að fella niður hluta af námslánum þeirra og jafnvel ráðast í skattaívilnanir. Heilbrigðisráðherra segir læknaskort í Rangárvallasýslu óásættanlegan og að forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta úr. Íbúar upplifa öryggisleysi. Sveitarstjórnarfulltrúi gagnrýndi það á dögunum að læknaskortur hefði orðið til þess að það dróst að úrskurða afa hans látinn - og það í nokkra daga. Tveir fyrrverandi læknar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sögðu um helgina hættuástand ríkja í Rangárvallasýslu vegna manneklu. Grunnlæknisþjónusta tryggð næstu tvo mánuði Forstjóri heilbrigðisstofnunar Suðurlands fundaði í dag með forsvarsmönnum Ásahrepps og Rangárþings eystra og ytra um stöðuna en íbúar hafa sagst upplifa öryggisleysi. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra sagði fundinn löngu tímabæran.„Niðurstaða fundarins var kannski sú að grunnlæknisþjónusta er tryggð í það minnsta næstu tvo mánuði hérna í Rangárvallasýslu og það er bara mjög gott að fá það á hreint. Tíminn verður nýttur í að auglýsa eftir læknum og reyna að fá lækna í fastar stöður og það kom líka fram að ráðuneytið er með til skoðunar einhvers konar ívilnanir til handa heilbrigðisstarfsfólki til að reyna að fá það út á land,“ segir Eggert. Klippa: Grunnheilbrigðisþjónustu tryggð næstu mánuði Alma Möller, heilbrigðisráðherra segir forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr stöðunni. „Ég hafði þegar samband við forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands milli jóla og nýárs þegar ég frétti af þessu og hef fengið skýringar á þessari stöðu en auðvitað er það óásættanlegt að héraðið hafi ekki verið mannað lækni og það er verið að leggja allt kapp á að manna til skemmri tíma.“ Alma segir að í skoðun sé að fella til dæmis niður hluta af námslánum þeirra lækna sem hyggjast starfa úti á landi til að reyna að tryggja mönnun í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. „Og það er í raun heimild í lögum um Menntasjóð námsmanna að veita ívilnun varðandi námslán og þegar milli jóla og nýárs þá ræddi ég það við ráðherra þess málaflokks, sem er Logi Einarsson, og okkar fólk mun skoða það núna í vikunni, hvernig hægt er að útfæra þetta svo virkilega muni um. Svo auðvitað er í öðrum löndum notaðar ívilnanir varðandi skatta og það er auðvitað sjálfsagt að skoða það.“ Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Tengdar fréttir „Þetta er bara forkastanlegt“ Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. 4. janúar 2025 20:31 Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja á svæðinu. Suðurlandið gæti endað sem „eyðimörk“ heilbrigðisþjónustu ef ekki verði gripið inn í. Barnabarn manns sem lést í Rangárþingi á aðfangadag segir afa sinn ekki enn hafa verið úrskurðaðan látinn vegna læknaskorts. 3. janúar 2025 19:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Sveitarstjórnarfulltrúi gagnrýndi það á dögunum að læknaskortur hefði orðið til þess að það dróst að úrskurða afa hans látinn - og það í nokkra daga. Tveir fyrrverandi læknar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sögðu um helgina hættuástand ríkja í Rangárvallasýslu vegna manneklu. Grunnlæknisþjónusta tryggð næstu tvo mánuði Forstjóri heilbrigðisstofnunar Suðurlands fundaði í dag með forsvarsmönnum Ásahrepps og Rangárþings eystra og ytra um stöðuna en íbúar hafa sagst upplifa öryggisleysi. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra sagði fundinn löngu tímabæran.„Niðurstaða fundarins var kannski sú að grunnlæknisþjónusta er tryggð í það minnsta næstu tvo mánuði hérna í Rangárvallasýslu og það er bara mjög gott að fá það á hreint. Tíminn verður nýttur í að auglýsa eftir læknum og reyna að fá lækna í fastar stöður og það kom líka fram að ráðuneytið er með til skoðunar einhvers konar ívilnanir til handa heilbrigðisstarfsfólki til að reyna að fá það út á land,“ segir Eggert. Klippa: Grunnheilbrigðisþjónustu tryggð næstu mánuði Alma Möller, heilbrigðisráðherra segir forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr stöðunni. „Ég hafði þegar samband við forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands milli jóla og nýárs þegar ég frétti af þessu og hef fengið skýringar á þessari stöðu en auðvitað er það óásættanlegt að héraðið hafi ekki verið mannað lækni og það er verið að leggja allt kapp á að manna til skemmri tíma.“ Alma segir að í skoðun sé að fella til dæmis niður hluta af námslánum þeirra lækna sem hyggjast starfa úti á landi til að reyna að tryggja mönnun í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. „Og það er í raun heimild í lögum um Menntasjóð námsmanna að veita ívilnun varðandi námslán og þegar milli jóla og nýárs þá ræddi ég það við ráðherra þess málaflokks, sem er Logi Einarsson, og okkar fólk mun skoða það núna í vikunni, hvernig hægt er að útfæra þetta svo virkilega muni um. Svo auðvitað er í öðrum löndum notaðar ívilnanir varðandi skatta og það er auðvitað sjálfsagt að skoða það.“
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Tengdar fréttir „Þetta er bara forkastanlegt“ Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. 4. janúar 2025 20:31 Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja á svæðinu. Suðurlandið gæti endað sem „eyðimörk“ heilbrigðisþjónustu ef ekki verði gripið inn í. Barnabarn manns sem lést í Rangárþingi á aðfangadag segir afa sinn ekki enn hafa verið úrskurðaðan látinn vegna læknaskorts. 3. janúar 2025 19:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Þetta er bara forkastanlegt“ Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. 4. janúar 2025 20:31
Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21
Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja á svæðinu. Suðurlandið gæti endað sem „eyðimörk“ heilbrigðisþjónustu ef ekki verði gripið inn í. Barnabarn manns sem lést í Rangárþingi á aðfangadag segir afa sinn ekki enn hafa verið úrskurðaðan látinn vegna læknaskorts. 3. janúar 2025 19:30