Sem kunnugt er varð hinn sautján ára Luke Littler heimsmeistari í pílukasti á föstudaginn. Brookes er aðeins tveimur dögum eldri en Littler en hún varð heimsmeistari á snjóbretti í gær.
Brookes vann sinn annan sigur á HM í röð er hún varð hlutskörpust í Klagenfurt í Austurríki í gær. Hún hafði einnig unnið sigur í Peking í desember.
Brookes var í 3. sæti eftir fyrsta stökkið en vann sig svo upp í 1. sætið og hélt því keppnina á enda. Hún fékk samtals 184.125 í einkunn, tveimur meira en Mari Fukada frá Japan.
Í mars 2023 varð Brookes yngsti heimsmeistari sögunnar í brettafimi, þá aðeins sextán ára.