Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 11:11 Minkarækt er hafin að nýju í Danmörku, fjórum árum eftir að fleiri milljónum minka var lógað í landinu. EPA/Mads Claus Rasmussen Fjögur ár eru síðan öllum minkum var lógað í Danmörku af heilbrigðisástæðum. Ákvörðunin var afar umdeild og framkvæmd hennar ekki síður. Nú er minkarækt hafin að nýju í Danmörku og viðbúið að iðnaðurinn haldi áfram að vaxa á næstu árum. Á bilinu fimmtán til sautján milljónum minka á fjórtán hundruð minkabúum í Danmörku var lógað fyrir nokkrum árum þegar kórónuveiruafbrigði covid-19 greindist í nokkrum dýrum og óttast var að veiran gæti ógnað heilsu fólks. Nú, fjórum árum síðar eru um 43 þúsund minkar af fimmtán minkastofnum á sex búum í landinu en viðbúið er að þeim fari fjölgandi á næsta árinu að því er fram kemur í umfjöllun DR. „Við fáum símtöl í hverri viku, fleiri en eitt, og síðan eru 25 á lista hjá okkur sem vilja opna minkabú,“ segir Louise Simonsen, formaður dönsku minkaræktarsamtakanna Danske Mink, í samtali við DR. Hún bætir við að allir á listanum hafi tryggt fjármögnun til að hefja rekstur. Hún segir óhjákvæmilegt að minkarækt muni fara vaxandi á næstu árum í takt við heimsmarkaðsverð á feldi og tiltölulega lítið framboð af skinnum. Stærsta áskorunin við að stofna bú sé að finna pláss undir starfsemina en flestir fyrrverandi minkabændur sóttu um lokunarbætur frá ríkinu, úrræði sem boðið var uppá eftir ákvörðun stjórnvalda um að öllum mink skyldi lóga. Bæturnar eiga að dekka níu ára rekstrartap en hefji þeir rekstur að nýju eða selji búin missa þeir bæturnar. Louise kveðst þó bjartsýn um framhaldið. Landbúnaður Danmörk Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Á bilinu fimmtán til sautján milljónum minka á fjórtán hundruð minkabúum í Danmörku var lógað fyrir nokkrum árum þegar kórónuveiruafbrigði covid-19 greindist í nokkrum dýrum og óttast var að veiran gæti ógnað heilsu fólks. Nú, fjórum árum síðar eru um 43 þúsund minkar af fimmtán minkastofnum á sex búum í landinu en viðbúið er að þeim fari fjölgandi á næsta árinu að því er fram kemur í umfjöllun DR. „Við fáum símtöl í hverri viku, fleiri en eitt, og síðan eru 25 á lista hjá okkur sem vilja opna minkabú,“ segir Louise Simonsen, formaður dönsku minkaræktarsamtakanna Danske Mink, í samtali við DR. Hún bætir við að allir á listanum hafi tryggt fjármögnun til að hefja rekstur. Hún segir óhjákvæmilegt að minkarækt muni fara vaxandi á næstu árum í takt við heimsmarkaðsverð á feldi og tiltölulega lítið framboð af skinnum. Stærsta áskorunin við að stofna bú sé að finna pláss undir starfsemina en flestir fyrrverandi minkabændur sóttu um lokunarbætur frá ríkinu, úrræði sem boðið var uppá eftir ákvörðun stjórnvalda um að öllum mink skyldi lóga. Bæturnar eiga að dekka níu ára rekstrartap en hefji þeir rekstur að nýju eða selji búin missa þeir bæturnar. Louise kveðst þó bjartsýn um framhaldið.
Landbúnaður Danmörk Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira