Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 22:01 Gull er alltaf eftirsótt og er talið halda virði sín betur en aðrir hlutir. Víða um austurhluta eru gullnámur í eigu hernaðarhópa. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty Þrír kínverskir ríkisborgar voru handteknir með tólf gullstangir og 800 þúsund Bandaríkjadali (um 113 milljónir íslenskra króna) í seðlum í Austur-Kongó. BBC greinir frá málinu, Jacques Purusi, ríkisstjóri Suður-Kivu-héraðs í austurhluta landsins, greindi frá því að mennirnir hefðu falið gullstangirnar og peningaseðlana undir sætum bílanna sem þeir ferðuðust um á. Hann greindi einnig frá því að aðgerðum lögreglu hefði verið haldið leyndum eftir að annar hópur Kínverja, sem var sakaður um að reka ólöglega gullnámu á svæðinu, var leystur úr haldi í síðasta mánuði. Ekki kemur fram nákvæmlega hve mikið af gulli mennirnir voru með, þ.e. stærð gullstanganna. Hefðbundin eins kílóa gullstöng er metin á 85 þúsund Bandaríkjadali sem myndi þýða að tólf slíkar væru virði rúmlega einnar milljónar Bandaríkjadala (um 141 milljón króna). Auðæfum Kongó rænt svo áratugum skiptir Austurhluti Kongó er afar ríkur af gulli, demöntum og ýmiss konar steinefnum sem eru notuð í batterý fyrir bæði síma og rafbíla. Þessum miklu auðævum landsins hefur verið rænt af erlendum hópum frá því á 19. öld og er ein helsta ástæðan fyrir óstöðugleika á svæðinu. Sjálfstæðar hersveitir ráða yfir mörgum námum í austurhluta Kongó og hafa leiðtogar þeirra auðgast með því að selja málma og gull til milliliða. Purusi sagði við fjölmiðla að sumir þessara eðalmálmasala séu í samskiptum við áhrifafólk í höfuðborginni Kinshasa og það sé ástæðan fyrir því að þessi nýjasta lögregluaðgerð var framkvæmd leynilega. Handtakan byggð á ábendingu og fannst fengurinn eftir mikla leit í bílum mannanna skammt frá landamærunum að Rúanda. Menn sigta jarðveginn í leit að gulli í norðausturhluta Kongó.Getty Sautján Kínverjum sleppt úr haldi Ríkisstjórinn sagði blaðamönnum í síðasta mánuði að hann hefði verið hneykslaður að heyra að sautján Kínverjar, sem höfðu verið handteknir vegna gruns um að þeir rækju ólöglega gullnámu, hefðu verið frelsaðir og þeim leyft að snúa aftur til Kína. Þetta græfi undan tilraunum yfirvalda til að hreinsa til í þessum iðnaði landsins. Reuters hafði eftir Purusi að mennirnir hefðu skuldað tíu milljónir Bandaríkjadala (um það bil 1,4 milljarðar) í skatta og sektir til ríkisstjórnar Kongó. Kínverjar hafa ekki svarað ásökunum. Gull er gull, hver sem á því heldur.Getty Austur-Kongó Kína Námuvinnsla Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
BBC greinir frá málinu, Jacques Purusi, ríkisstjóri Suður-Kivu-héraðs í austurhluta landsins, greindi frá því að mennirnir hefðu falið gullstangirnar og peningaseðlana undir sætum bílanna sem þeir ferðuðust um á. Hann greindi einnig frá því að aðgerðum lögreglu hefði verið haldið leyndum eftir að annar hópur Kínverja, sem var sakaður um að reka ólöglega gullnámu á svæðinu, var leystur úr haldi í síðasta mánuði. Ekki kemur fram nákvæmlega hve mikið af gulli mennirnir voru með, þ.e. stærð gullstanganna. Hefðbundin eins kílóa gullstöng er metin á 85 þúsund Bandaríkjadali sem myndi þýða að tólf slíkar væru virði rúmlega einnar milljónar Bandaríkjadala (um 141 milljón króna). Auðæfum Kongó rænt svo áratugum skiptir Austurhluti Kongó er afar ríkur af gulli, demöntum og ýmiss konar steinefnum sem eru notuð í batterý fyrir bæði síma og rafbíla. Þessum miklu auðævum landsins hefur verið rænt af erlendum hópum frá því á 19. öld og er ein helsta ástæðan fyrir óstöðugleika á svæðinu. Sjálfstæðar hersveitir ráða yfir mörgum námum í austurhluta Kongó og hafa leiðtogar þeirra auðgast með því að selja málma og gull til milliliða. Purusi sagði við fjölmiðla að sumir þessara eðalmálmasala séu í samskiptum við áhrifafólk í höfuðborginni Kinshasa og það sé ástæðan fyrir því að þessi nýjasta lögregluaðgerð var framkvæmd leynilega. Handtakan byggð á ábendingu og fannst fengurinn eftir mikla leit í bílum mannanna skammt frá landamærunum að Rúanda. Menn sigta jarðveginn í leit að gulli í norðausturhluta Kongó.Getty Sautján Kínverjum sleppt úr haldi Ríkisstjórinn sagði blaðamönnum í síðasta mánuði að hann hefði verið hneykslaður að heyra að sautján Kínverjar, sem höfðu verið handteknir vegna gruns um að þeir rækju ólöglega gullnámu, hefðu verið frelsaðir og þeim leyft að snúa aftur til Kína. Þetta græfi undan tilraunum yfirvalda til að hreinsa til í þessum iðnaði landsins. Reuters hafði eftir Purusi að mennirnir hefðu skuldað tíu milljónir Bandaríkjadala (um það bil 1,4 milljarðar) í skatta og sektir til ríkisstjórnar Kongó. Kínverjar hafa ekki svarað ásökunum. Gull er gull, hver sem á því heldur.Getty
Austur-Kongó Kína Námuvinnsla Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira