Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Kári Mímisson skrifar 5. janúar 2025 19:17 Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson. vísir/Anton Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn toppliði Stjörnunnar í 12. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Með sigrinum lyftir Valur sér úr fallsæti en Stjarnan er þó enn á toppnum þrátt fyrir þetta tap í dag. „Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu strákanna hér í dag. Við erum að taka skref í rétta átt. Við höfum verið ósáttir við okkar frammistöðu framan af móti og vitum vel að við getum gert töluvert betur. Á sama tíma verðum við líka að leggja hart að okkur á æfingum. Þessi leikur var klárlega skref í rétta átt og menn að uppskera eftir því en á sama tíma þurfum við að passa okkur og muna að við erum á þeim stað í töflunni sem að við eigum skilið að vera á. Nú þurfum við að halda fókus og spila enn betur í næsta leik.“ Framan af leik má segja að gestirnir úr Garðabæ hafi verið sterkari aðili leiksins en það var ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem Valsmenn náðu frábærum kafla og tókst að koma sér ágætlega frá Stjörnunni sem höfðu leitt mest með 10 stigum. Spurður að því hvað hafi gerst á þessu tíma segir Finnur að varnarleikur liðsins hafi skilað þessu en liðið náði 16-0 kafla á þessum tímapunkti. „Ég veit ekki hvað við náðum mörgum stoppum í röð á þessum kafla. Það var svona það sem skilaði þessu, að ná að stoppa þá. Stjarnan gerir vel í að refsa, þeir eru í efsta sæti af einhverri ástæðu og eru með mjög gott lið. Sjálfstraustið er mikið hjá þeim og þeim tókst að refsa okkur þegar við gerðum mistök, sérstaklega framan af leik. Þegar okkur tókst að loka á þá, vera sterki varnarlega og neyða þá í erfiðari skot þá verður sóknarleikurinn alltaf aðeins auðveldari.“ Það hefur gengið brösuglega hjá Val það sem af er tímabili en liðið hefur verið að berjast í neðri helming deildarinnar, eitthvað sem fæstir reiknuðu með að myndi gerast hjá núverandi Íslandsmeisturum. Nú þegar það fer að styttast í að glugginn loki er því vert að spyrja Finn hvort hann sé að leita eftir einhverjum leikmönnum? „Við erum aðallega að horfa til þess að við eigum Kristófer og Ástþór inni. Það fer að styttast í þá, þeir eru báðir byrjaðir að æfa og hóta að koma til baka. Það eru aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta. Við vitum öll hvað Kristófer getur en við höfum sömuleiðis saknað Ástþórs mikið líka, hann kemur með ákveðna hluti inn í hópinn sem við þurfum. Ég hlakka mikið til að sjá þá á gólfinu sem fyrst.“ Körfubolti Bónus-deild karla Valur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu strákanna hér í dag. Við erum að taka skref í rétta átt. Við höfum verið ósáttir við okkar frammistöðu framan af móti og vitum vel að við getum gert töluvert betur. Á sama tíma verðum við líka að leggja hart að okkur á æfingum. Þessi leikur var klárlega skref í rétta átt og menn að uppskera eftir því en á sama tíma þurfum við að passa okkur og muna að við erum á þeim stað í töflunni sem að við eigum skilið að vera á. Nú þurfum við að halda fókus og spila enn betur í næsta leik.“ Framan af leik má segja að gestirnir úr Garðabæ hafi verið sterkari aðili leiksins en það var ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem Valsmenn náðu frábærum kafla og tókst að koma sér ágætlega frá Stjörnunni sem höfðu leitt mest með 10 stigum. Spurður að því hvað hafi gerst á þessu tíma segir Finnur að varnarleikur liðsins hafi skilað þessu en liðið náði 16-0 kafla á þessum tímapunkti. „Ég veit ekki hvað við náðum mörgum stoppum í röð á þessum kafla. Það var svona það sem skilaði þessu, að ná að stoppa þá. Stjarnan gerir vel í að refsa, þeir eru í efsta sæti af einhverri ástæðu og eru með mjög gott lið. Sjálfstraustið er mikið hjá þeim og þeim tókst að refsa okkur þegar við gerðum mistök, sérstaklega framan af leik. Þegar okkur tókst að loka á þá, vera sterki varnarlega og neyða þá í erfiðari skot þá verður sóknarleikurinn alltaf aðeins auðveldari.“ Það hefur gengið brösuglega hjá Val það sem af er tímabili en liðið hefur verið að berjast í neðri helming deildarinnar, eitthvað sem fæstir reiknuðu með að myndi gerast hjá núverandi Íslandsmeisturum. Nú þegar það fer að styttast í að glugginn loki er því vert að spyrja Finn hvort hann sé að leita eftir einhverjum leikmönnum? „Við erum aðallega að horfa til þess að við eigum Kristófer og Ástþór inni. Það fer að styttast í þá, þeir eru báðir byrjaðir að æfa og hóta að koma til baka. Það eru aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta. Við vitum öll hvað Kristófer getur en við höfum sömuleiðis saknað Ástþórs mikið líka, hann kemur með ákveðna hluti inn í hópinn sem við þurfum. Ég hlakka mikið til að sjá þá á gólfinu sem fyrst.“
Körfubolti Bónus-deild karla Valur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira