Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Kári Mímisson skrifar 5. janúar 2025 19:17 Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson. vísir/Anton Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn toppliði Stjörnunnar í 12. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Með sigrinum lyftir Valur sér úr fallsæti en Stjarnan er þó enn á toppnum þrátt fyrir þetta tap í dag. „Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu strákanna hér í dag. Við erum að taka skref í rétta átt. Við höfum verið ósáttir við okkar frammistöðu framan af móti og vitum vel að við getum gert töluvert betur. Á sama tíma verðum við líka að leggja hart að okkur á æfingum. Þessi leikur var klárlega skref í rétta átt og menn að uppskera eftir því en á sama tíma þurfum við að passa okkur og muna að við erum á þeim stað í töflunni sem að við eigum skilið að vera á. Nú þurfum við að halda fókus og spila enn betur í næsta leik.“ Framan af leik má segja að gestirnir úr Garðabæ hafi verið sterkari aðili leiksins en það var ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem Valsmenn náðu frábærum kafla og tókst að koma sér ágætlega frá Stjörnunni sem höfðu leitt mest með 10 stigum. Spurður að því hvað hafi gerst á þessu tíma segir Finnur að varnarleikur liðsins hafi skilað þessu en liðið náði 16-0 kafla á þessum tímapunkti. „Ég veit ekki hvað við náðum mörgum stoppum í röð á þessum kafla. Það var svona það sem skilaði þessu, að ná að stoppa þá. Stjarnan gerir vel í að refsa, þeir eru í efsta sæti af einhverri ástæðu og eru með mjög gott lið. Sjálfstraustið er mikið hjá þeim og þeim tókst að refsa okkur þegar við gerðum mistök, sérstaklega framan af leik. Þegar okkur tókst að loka á þá, vera sterki varnarlega og neyða þá í erfiðari skot þá verður sóknarleikurinn alltaf aðeins auðveldari.“ Það hefur gengið brösuglega hjá Val það sem af er tímabili en liðið hefur verið að berjast í neðri helming deildarinnar, eitthvað sem fæstir reiknuðu með að myndi gerast hjá núverandi Íslandsmeisturum. Nú þegar það fer að styttast í að glugginn loki er því vert að spyrja Finn hvort hann sé að leita eftir einhverjum leikmönnum? „Við erum aðallega að horfa til þess að við eigum Kristófer og Ástþór inni. Það fer að styttast í þá, þeir eru báðir byrjaðir að æfa og hóta að koma til baka. Það eru aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta. Við vitum öll hvað Kristófer getur en við höfum sömuleiðis saknað Ástþórs mikið líka, hann kemur með ákveðna hluti inn í hópinn sem við þurfum. Ég hlakka mikið til að sjá þá á gólfinu sem fyrst.“ Körfubolti Bónus-deild karla Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu strákanna hér í dag. Við erum að taka skref í rétta átt. Við höfum verið ósáttir við okkar frammistöðu framan af móti og vitum vel að við getum gert töluvert betur. Á sama tíma verðum við líka að leggja hart að okkur á æfingum. Þessi leikur var klárlega skref í rétta átt og menn að uppskera eftir því en á sama tíma þurfum við að passa okkur og muna að við erum á þeim stað í töflunni sem að við eigum skilið að vera á. Nú þurfum við að halda fókus og spila enn betur í næsta leik.“ Framan af leik má segja að gestirnir úr Garðabæ hafi verið sterkari aðili leiksins en það var ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem Valsmenn náðu frábærum kafla og tókst að koma sér ágætlega frá Stjörnunni sem höfðu leitt mest með 10 stigum. Spurður að því hvað hafi gerst á þessu tíma segir Finnur að varnarleikur liðsins hafi skilað þessu en liðið náði 16-0 kafla á þessum tímapunkti. „Ég veit ekki hvað við náðum mörgum stoppum í röð á þessum kafla. Það var svona það sem skilaði þessu, að ná að stoppa þá. Stjarnan gerir vel í að refsa, þeir eru í efsta sæti af einhverri ástæðu og eru með mjög gott lið. Sjálfstraustið er mikið hjá þeim og þeim tókst að refsa okkur þegar við gerðum mistök, sérstaklega framan af leik. Þegar okkur tókst að loka á þá, vera sterki varnarlega og neyða þá í erfiðari skot þá verður sóknarleikurinn alltaf aðeins auðveldari.“ Það hefur gengið brösuglega hjá Val það sem af er tímabili en liðið hefur verið að berjast í neðri helming deildarinnar, eitthvað sem fæstir reiknuðu með að myndi gerast hjá núverandi Íslandsmeisturum. Nú þegar það fer að styttast í að glugginn loki er því vert að spyrja Finn hvort hann sé að leita eftir einhverjum leikmönnum? „Við erum aðallega að horfa til þess að við eigum Kristófer og Ástþór inni. Það fer að styttast í þá, þeir eru báðir byrjaðir að æfa og hóta að koma til baka. Það eru aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta. Við vitum öll hvað Kristófer getur en við höfum sömuleiðis saknað Ástþórs mikið líka, hann kemur með ákveðna hluti inn í hópinn sem við þurfum. Ég hlakka mikið til að sjá þá á gólfinu sem fyrst.“
Körfubolti Bónus-deild karla Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum