Mikið álag vegna inflúensu Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 20:00 Matthildur Víðisdóttir er fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Hilmir Inflúensusmit valda miklu álagi í heilbrigðiskerfinu þessa dagana. Fagstjóri hjá heilsugæslunni hvetur fólk til að halda sig heima til að smita ekki aðra og valda frekara álagi. Helmingi fleiri greindust með inflúensusmit í síðustu viku en vikuna þar á undan. Inflúensa var algengasta ástæða einangrunar vegna öndunarfæraveira á Landspítalanum og 22 voru inniliggjandi vegna hennar. Sóttvarnalæknir hefur varað við áframhaldandi fjölgun inflúensusmita á næstu vikum. RS-veiran er enn til vandræða og greindust sjötíu manns með hana í sömu viku, flestir yngri en eins árs. Mikið álag hefur verið á heilsugæsluna vegna þessa segir Matthildur Víðisdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í raun og veru fundum við fyrir því strax í desember. Þetta hefur svo farið hægt vaxandi og undanfarna viku eða tvær verið sérstaklega mikið álag. Mjög mikið um veikindi í samfélaginu og þar af leiðindi mjög mikið álag á okkur, heilsugæslur og bráðamóttökur,“ segir Matthildur. Róðurinn þyngist alla jafna hjá heilbrigðisstarfsfólki á þessum árstíma. Þá þarf fólk að fara varlega smitist það af flensu. „Það er svolítil óþolinmæði þegar fólk er að veikjast, eðlilega. Fólk vill ekki eyða tíma í einhverja pest en þetta tekur bara tíma. Fólk þarf að vera þolinmótt. Þetta getur tekið fimm, sjö, alveg upp í tíu daga eða tvær vikur að jafna sig af svona slæmri pest,“ segir Matthildur. Þannig bara taka því rólega og leyfa þessu að ganga yfir? „Algjörlega. Taka því rólega, vera heima, halda sér til hlés, fara vel með sig, taka verkjalyf og hitalækkandi. Þessi klassísku ráð,“ segir Matthildur. Veikir mæti ekki beint til læknis. „Ég hvet fólk eindregið til að hafa fyrst samband í síma 1700 og við getum alltaf leiðbeint fólki um næstu skref og hvert er best að leita,“ segir Matthildur. Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Helmingi fleiri greindust með inflúensusmit í síðustu viku en vikuna þar á undan. Inflúensa var algengasta ástæða einangrunar vegna öndunarfæraveira á Landspítalanum og 22 voru inniliggjandi vegna hennar. Sóttvarnalæknir hefur varað við áframhaldandi fjölgun inflúensusmita á næstu vikum. RS-veiran er enn til vandræða og greindust sjötíu manns með hana í sömu viku, flestir yngri en eins árs. Mikið álag hefur verið á heilsugæsluna vegna þessa segir Matthildur Víðisdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í raun og veru fundum við fyrir því strax í desember. Þetta hefur svo farið hægt vaxandi og undanfarna viku eða tvær verið sérstaklega mikið álag. Mjög mikið um veikindi í samfélaginu og þar af leiðindi mjög mikið álag á okkur, heilsugæslur og bráðamóttökur,“ segir Matthildur. Róðurinn þyngist alla jafna hjá heilbrigðisstarfsfólki á þessum árstíma. Þá þarf fólk að fara varlega smitist það af flensu. „Það er svolítil óþolinmæði þegar fólk er að veikjast, eðlilega. Fólk vill ekki eyða tíma í einhverja pest en þetta tekur bara tíma. Fólk þarf að vera þolinmótt. Þetta getur tekið fimm, sjö, alveg upp í tíu daga eða tvær vikur að jafna sig af svona slæmri pest,“ segir Matthildur. Þannig bara taka því rólega og leyfa þessu að ganga yfir? „Algjörlega. Taka því rólega, vera heima, halda sér til hlés, fara vel með sig, taka verkjalyf og hitalækkandi. Þessi klassísku ráð,“ segir Matthildur. Veikir mæti ekki beint til læknis. „Ég hvet fólk eindregið til að hafa fyrst samband í síma 1700 og við getum alltaf leiðbeint fólki um næstu skref og hvert er best að leita,“ segir Matthildur.
Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira