„Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Stefán Marteinn skrifar 2. janúar 2025 22:01 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga í Bónus deild karla í körfubolta. vísir/Diego Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104. „Semple var bara við það að jafna leikinn hérna á síðustu sekúndunum. Boltinn var örugglega svona 70% kominn ofan í en ég náði að senda einhverja krafta á hringinn hérna, ég var að skjóta með syni mínum í morgun. Boltinn fór upp úr og við unnum leikinn, það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög góður í kvöld hjá báðum liðum sem settu á tíðum upp hálfgerða skotsýningu. „Á kafla hérna í leiknum, sérstaklega ef mig minnir rétt í öðrum leikhluta og fyrsti helmingurinn í þriðja þá var bara skotsýning. Það skipti engu máli hvort þeir væru með hendur í andliti eða ekki þá fór þetta bara ofan í. Það eru gæða leikmenn í báðum liðum og það er mjög erfitt að eiga við þessar skor maskínur í Þórsliðinu sem gerði okkur erfitt fyrir. Þeir spila kannski ekkert flóknan sóknarleik en þeir eru ógeðslega góðir.“ Það vantaði stóra pósta í lið Njarðvíkinga en bæði Dwayne Lautier-Ogunleye og Khalil Shabazz voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og gerði það sigur Njarðvíkinga sterkari fyrir vikið. „Það er bara risastórt. Ég man eftir fyrsta heimaleikinn þá var bara talað um að við værum með tvo leikmenn, Khalil og Dwayne. Restin væri ekki merkilegur pappír margir hverjir en þeir eru búnir að sýna núna margoft og eiginlega bara aftur og aftur í vetur að við erum með hörku lið.“ „Það vantaði þá sem að eru „option A“ og „option B“ fyrir tímabilið en við finnum einhverjar lausnir. Nýji maðurinn okkar [Evans Ganapamo] gerði rosa vel á köflum í dag, spilaði einfaldar. Ég var ekki rosalega ánægður með þetta hetjuskot í lokin og við vorum heppnir að ná í sóknarfrákast. Heilt yfir þá stigu menn upp og ég er ótrúlega stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð en þeir hafa verið að gera áður.“ Veigar Páll Alexandersson fékk þá einstakt lof frá þjálfaranum sínum eftir leik en hann hefur verið frábær eftir því sem liðið hefur á mótið. „Hann er með alvöru atvinnumanns tölur og alvöru stöðugleika í einhverja fimm, sex leiki í röð sem er geggjað fyrir mig sem þjálfara.“ „Þetta er bara Njarðvíkingur í húð og hár sem er búin að vinna sér inn fyrir öllu sem hann er að fá út úr því á gólfinu. Hann er búin að leggja inn vinnuna meira en flestir aðrir og mér finnst ekkert skemmtilegra en að geta verðlaunað honum með ábyrgð og mínútum. Leyfa honum að vera aðal kallinn í Njarðvíkurliðinu. Ég er ekkert smá ánægður með hann,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga stoltur af sínum manni. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
„Semple var bara við það að jafna leikinn hérna á síðustu sekúndunum. Boltinn var örugglega svona 70% kominn ofan í en ég náði að senda einhverja krafta á hringinn hérna, ég var að skjóta með syni mínum í morgun. Boltinn fór upp úr og við unnum leikinn, það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög góður í kvöld hjá báðum liðum sem settu á tíðum upp hálfgerða skotsýningu. „Á kafla hérna í leiknum, sérstaklega ef mig minnir rétt í öðrum leikhluta og fyrsti helmingurinn í þriðja þá var bara skotsýning. Það skipti engu máli hvort þeir væru með hendur í andliti eða ekki þá fór þetta bara ofan í. Það eru gæða leikmenn í báðum liðum og það er mjög erfitt að eiga við þessar skor maskínur í Þórsliðinu sem gerði okkur erfitt fyrir. Þeir spila kannski ekkert flóknan sóknarleik en þeir eru ógeðslega góðir.“ Það vantaði stóra pósta í lið Njarðvíkinga en bæði Dwayne Lautier-Ogunleye og Khalil Shabazz voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og gerði það sigur Njarðvíkinga sterkari fyrir vikið. „Það er bara risastórt. Ég man eftir fyrsta heimaleikinn þá var bara talað um að við værum með tvo leikmenn, Khalil og Dwayne. Restin væri ekki merkilegur pappír margir hverjir en þeir eru búnir að sýna núna margoft og eiginlega bara aftur og aftur í vetur að við erum með hörku lið.“ „Það vantaði þá sem að eru „option A“ og „option B“ fyrir tímabilið en við finnum einhverjar lausnir. Nýji maðurinn okkar [Evans Ganapamo] gerði rosa vel á köflum í dag, spilaði einfaldar. Ég var ekki rosalega ánægður með þetta hetjuskot í lokin og við vorum heppnir að ná í sóknarfrákast. Heilt yfir þá stigu menn upp og ég er ótrúlega stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð en þeir hafa verið að gera áður.“ Veigar Páll Alexandersson fékk þá einstakt lof frá þjálfaranum sínum eftir leik en hann hefur verið frábær eftir því sem liðið hefur á mótið. „Hann er með alvöru atvinnumanns tölur og alvöru stöðugleika í einhverja fimm, sex leiki í röð sem er geggjað fyrir mig sem þjálfara.“ „Þetta er bara Njarðvíkingur í húð og hár sem er búin að vinna sér inn fyrir öllu sem hann er að fá út úr því á gólfinu. Hann er búin að leggja inn vinnuna meira en flestir aðrir og mér finnst ekkert skemmtilegra en að geta verðlaunað honum með ábyrgð og mínútum. Leyfa honum að vera aðal kallinn í Njarðvíkurliðinu. Ég er ekkert smá ánægður með hann,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga stoltur af sínum manni.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira