Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar 2. janúar 2025 16:01 Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist? Við búum blessunarlega við að eiga frábæra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn sem standa vaktina þrátt fyrir að enginn læknir sé tiltækur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni ásamt tryggu plássi í leikskóla og skóla ef svo bæri undir. Það er því ekki hægt að segja að það standi á sveitarfélögunum að koma til móts við stofnunina í leit að læknum. Það bar svo til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara… svona hefst jólaguðspjallið og flestir tengja það við jólin sem hjá flestum er samverustund fjölskyldna hvort sem fæðingu frelsarans er fagnað, já eða bara samverustundum með nákomnum. Hjá mér og fjölskyldu minni var þar engin undantekning. Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið. Það náðist ekki samband við lækni í Rangárþingi og var lík hans því látið liggja í rúmi sínu yfir nóttina og skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu. Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni. Ég mun berjast fyrir hönd íbúa í þessu málefnum og hef ekki efa um að félagar mínir í sveitarstjórn Rangárþings eystra munu standa mér þétt við hlið í þeirri baráttu. Ég vil skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar að veita íbúum grunnþjónustu sem er forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sértaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist? Við búum blessunarlega við að eiga frábæra hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn sem standa vaktina þrátt fyrir að enginn læknir sé tiltækur. Sveitarfélagið Rangárþing eystra hefur ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni ásamt tryggu plássi í leikskóla og skóla ef svo bæri undir. Það er því ekki hægt að segja að það standi á sveitarfélögunum að koma til móts við stofnunina í leit að læknum. Það bar svo til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keisara… svona hefst jólaguðspjallið og flestir tengja það við jólin sem hjá flestum er samverustund fjölskyldna hvort sem fæðingu frelsarans er fagnað, já eða bara samverustundum með nákomnum. Hjá mér og fjölskyldu minni var þar engin undantekning. Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið. Það náðist ekki samband við lækni í Rangárþingi og var lík hans því látið liggja í rúmi sínu yfir nóttina og skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu. Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni. Ég mun berjast fyrir hönd íbúa í þessu málefnum og hef ekki efa um að félagar mínir í sveitarstjórn Rangárþings eystra munu standa mér þétt við hlið í þeirri baráttu. Ég vil skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar að veita íbúum grunnþjónustu sem er forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sértaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun