Víða er komið við í texta lagsins um hinar ýmsu ástæður fyrir því að maðurinn móðgast. Maðurinn slær sér á lær þegar hann heyrir orðin trans og hán, móðgast yfir íslensku með hreim og frussar yfir tölvuskjáinn: Sendið hyskið heim!
Já, Einar kemur víða við í laginu sem hann flutti með húsbandinu í sjónvarpssal fyrir formenn stjórnmálaflokkanna og gesti.
Mögulega er þessi móðgunargirni til marks um vaxtaverki íslensks samfélags eins og spurt er í laginu. Lagasmiðurinn Einar lýkur lagi sínu á að upplýsa um að hann sé frændi þessa manns og leggi aldrei í að ræða málin við hann, samtölin séu svo óþægileg.
Að neðan má sjá Kryddsíldina í heild en umræða í framhaldinu, þar sem Sigmundur Davíð grínast með að lagið hafi verið samið um sig, hefst eftir eina klukkustund og 43 mínútur.