Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.
Ökumaðurinn var einn í bílnum og var meðvitundarlaus þegar tókst að koma honum út. Framkvæmdar voru endurlífgunartilraunir áður en maðurinn var fluttur á sjúkrahús í mjög alvarlegu ástandi, að sögn lögreglu.
Nærri allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu, auk björgunarkafara, var kallað út eftir að tilkynning barst um málið á öðrum tímanum á gamlársdag. Búið er að ná bílnum upp úr Reykjavíkurhöfn.
Fréttin hefur verið uppfærð.