Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 07:33 Lögreglumenn athafna sig á vettvangi skotárásarinnar Í Cetinje í Svartfjallalandi á nýársdag. Cetinje er smábær um 36 kílómetra vestur af höfuðborginni Podgorica. AP/Risto Bozovic Karlmaður á fimmtugsaldri sem skaut tólf manns til bana í smábæ í Svartfjallalandi á nýársdag svipti sig lífi eftir að lögreglumenn króuðu hann af. Forsætisráðherra landsins segir til greina koma að banna skotvopn í landinu í kjölfar fjöldamorðsins. Lögregla segir að Aleksandar Martinovic hafi gert tilraun til þess að svipta sig lífi nærri heimili sínu í bænum Cetinje þegar hann sá sér ekki lengur undankomu auðið. Hann hafi látist á leiðinni á sjúkrahús. Martinovic lagði á flótta eftir að hann hóf skothríð og skaut fjóra til bana á veitingahúsi í Cetinje í gær. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi síðan farið á þrjá aðra staði og skotið þar átta manns til bana til viðbótar, þar á meðal tvö börn. Martinovic er sagður hafa drukkið ótæpilega áður en morðæðið rann á hann. Til handalögmála hafi komið á veitingahúsinu við aðra viðskiptavini. Hann hafi farið heim til sín, sótt þangað skotvopn og svo snúið aftur á veitingastaðinn þar sem hann hóf skothríð. Lögregla telur ekki að árásin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að fjöldaskotárásir séu tiltölulega fátíðar í Svartfjallalandi féllu ellefu manns í Cetinje, þar á meðal tvö börn og byssumaðurinn sjálfur, í skotárás árið 2022. Vopnalöggjöfin í landinu er sögð ströng en Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, segir koma til greina að herða skilyrði fyrir vopnaeign og burði. Hann útilokar ekki að skotvopn verði bönnuð alfarið. Fréttin var uppfærð eftir að tala látinna hækkaði úr tíu í tólf. Svartfjallaland Erlend sakamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Lögregla segir að Aleksandar Martinovic hafi gert tilraun til þess að svipta sig lífi nærri heimili sínu í bænum Cetinje þegar hann sá sér ekki lengur undankomu auðið. Hann hafi látist á leiðinni á sjúkrahús. Martinovic lagði á flótta eftir að hann hóf skothríð og skaut fjóra til bana á veitingahúsi í Cetinje í gær. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi síðan farið á þrjá aðra staði og skotið þar átta manns til bana til viðbótar, þar á meðal tvö börn. Martinovic er sagður hafa drukkið ótæpilega áður en morðæðið rann á hann. Til handalögmála hafi komið á veitingahúsinu við aðra viðskiptavini. Hann hafi farið heim til sín, sótt þangað skotvopn og svo snúið aftur á veitingastaðinn þar sem hann hóf skothríð. Lögregla telur ekki að árásin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að fjöldaskotárásir séu tiltölulega fátíðar í Svartfjallalandi féllu ellefu manns í Cetinje, þar á meðal tvö börn og byssumaðurinn sjálfur, í skotárás árið 2022. Vopnalöggjöfin í landinu er sögð ströng en Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, segir koma til greina að herða skilyrði fyrir vopnaeign og burði. Hann útilokar ekki að skotvopn verði bönnuð alfarið. Fréttin var uppfærð eftir að tala látinna hækkaði úr tíu í tólf.
Svartfjallaland Erlend sakamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira