Lífið

„Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Jocelyne Wildenstein í október á síðasta ári.
Jocelyne Wildenstein í október á síðasta ári. Getty

Jocelyn Wildenstein, fyrrum milljarðamæringur þekkt sem „kattarkonan“, er látinn 84 ára að aldri. Wildenstein hlaut viðurnefnið „kattarkonan (e. Catwoman)“ vegna einkennandi útlits sökum fjölda lýtaaðgerða á andliti sem hún fór í til að líkjast ketti. 

Breski miðillinn Mail greinir frá þessu. Wildenstein lést í glæsihýsi í gær á síðasta degi ársins í París vegna blóðtappa.

Lífsförunautur Wildeinstein, Lloyd Klein, greindi frá andláti Wildenstein en hún sást síðast heil heilsu 18. desember í París með Klein. Hún var með yfir milljón fylgjendur á Instagram og vísaði til sín sem listaverkasali. 

Wildenstein var áður gift auðkýfingnum Alec Wildenstein áður en þau skildu árið 1997 og hlaut hún um tvo milljarða bandaríkjadali eftir skilnaðinn. Hún sólundaði síðan auðæfum sínum í lýtaaðgerðir á örfáum árum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.