Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 13:02 Amen Thompson kominn í gólfið eftir átökin við Tyler Herro og Terry Rozier er byrjaður að skipta sér af. Vísir/Getty Amen Thompson leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna áfloga við Tyler Herro í leik Rockets og Miami Heat um helgina. Fyrrum leikmaður Houston Rockets sakar forráðamenn NBA-deildarinnar um óheiðarleika. Miami Heat vann 104-100 sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni um helgina en eftir leik voru þó flestir að tala um áflog þeirra Amen Thompson og Tyler Herro. Þeir Thompson og Herro byrjuðu að kítast þegar boltinn var ekki í leik og endaði það með því að Thompson henti Herro í jörðina áður en flestallir leikmenn liðanna hópuðust að til að stöðva áflogin. Amen Thompson and Tyler Herro fight 👀 pic.twitter.com/VGp1KBXzJH— NBACentral (@TheDunkCentral) December 30, 2024 NBA-deildin hefur nú dæmt Thompson í tveggja leikja bann en Herro fékk 25.000 dollara sekt. Fyrrum leikmaður Houston Rockets, Vernon Maxvell, hefur nú tjáð sig um atvikið og sparar ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn. Sakar hann forráðamenn NBA-deildarinnar um að vera á móti Houston Rockets og tekst auk þess að draga rapparann Machine Gun Kelly inn í umræðuna. 2 game suspension for Amen. 25k fine and no suspension for the instigator MGK. The league has never liked Houston and they must have a thing for skinny white kids that can’t rap.— Vernon Maxwell (@VernonMaxwell11) December 31, 2024 „Tveggja leikja bann á Amen, 25 þúsund dollara sekt og ekkert bann á hvatamanninn MGK. NBA-deildin hefur aldrei fílað Houston og þeir hljóta að vera hrifnir af horuðum hvítum strákum sem geta ekki rappað,“ skrifaði Maxvell en þetta var ekki í eina skiptið sem hann líkti Tyler Herro við Machine Gun Kelly. Þegar atvikið átti sér stað í leiknum skrifaði hann að „einhver þyrfti að segja Machine Gun Kelly að láta Amen Thompson í friði.“ Amen Thompson er síður en svo fyrsti leikmaður Houston Rockets sem lætur hnefana tala á vellinum. Rockets leikmaðurinn fyrrverandi Hakeem Olajuwon gerði það í nokkur skipti á sínum frábæra ferli og stjórnandi hlaðvarpsins The Bradeaux & Will Show, sem fjallar um lið Rockets, sagði Thompson vera að gera það sem hann þyrfti til að verða gosögn hjá félaginu. Amen doing what it takes to become a Rockets legend. pic.twitter.com/G3954ROMtJ https://t.co/EsnLWi37cB— Bradeaux (@BradeauxNBA) December 30, 2024 NBA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Miami Heat vann 104-100 sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni um helgina en eftir leik voru þó flestir að tala um áflog þeirra Amen Thompson og Tyler Herro. Þeir Thompson og Herro byrjuðu að kítast þegar boltinn var ekki í leik og endaði það með því að Thompson henti Herro í jörðina áður en flestallir leikmenn liðanna hópuðust að til að stöðva áflogin. Amen Thompson and Tyler Herro fight 👀 pic.twitter.com/VGp1KBXzJH— NBACentral (@TheDunkCentral) December 30, 2024 NBA-deildin hefur nú dæmt Thompson í tveggja leikja bann en Herro fékk 25.000 dollara sekt. Fyrrum leikmaður Houston Rockets, Vernon Maxvell, hefur nú tjáð sig um atvikið og sparar ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn. Sakar hann forráðamenn NBA-deildarinnar um að vera á móti Houston Rockets og tekst auk þess að draga rapparann Machine Gun Kelly inn í umræðuna. 2 game suspension for Amen. 25k fine and no suspension for the instigator MGK. The league has never liked Houston and they must have a thing for skinny white kids that can’t rap.— Vernon Maxwell (@VernonMaxwell11) December 31, 2024 „Tveggja leikja bann á Amen, 25 þúsund dollara sekt og ekkert bann á hvatamanninn MGK. NBA-deildin hefur aldrei fílað Houston og þeir hljóta að vera hrifnir af horuðum hvítum strákum sem geta ekki rappað,“ skrifaði Maxvell en þetta var ekki í eina skiptið sem hann líkti Tyler Herro við Machine Gun Kelly. Þegar atvikið átti sér stað í leiknum skrifaði hann að „einhver þyrfti að segja Machine Gun Kelly að láta Amen Thompson í friði.“ Amen Thompson er síður en svo fyrsti leikmaður Houston Rockets sem lætur hnefana tala á vellinum. Rockets leikmaðurinn fyrrverandi Hakeem Olajuwon gerði það í nokkur skipti á sínum frábæra ferli og stjórnandi hlaðvarpsins The Bradeaux & Will Show, sem fjallar um lið Rockets, sagði Thompson vera að gera það sem hann þyrfti til að verða gosögn hjá félaginu. Amen doing what it takes to become a Rockets legend. pic.twitter.com/G3954ROMtJ https://t.co/EsnLWi37cB— Bradeaux (@BradeauxNBA) December 30, 2024
NBA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira