Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 07:25 Lögregla hefur eftir vitnum að maðurinn hafi hrint fólki og hrækt á það. Vísir/Egill Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni sem sagður var ógna fólki nærri Hallgrímskirkju. Vitni sögðu hann hafa hrint fólki og hrækt á það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að lögregla hafi fundið manninn og flutt hann á lögreglustöð þar sem honum hafi verið sleppt að framburði loknum. Í tilkynningunni segir að fjórir hafi gist fangageymslur undir morgun og að nóg hafi verið að gera hjá lögreglu á gamlársdag. „Mjög margar tilkynningar um aðstoðarbeiðnir vegna fólks í annarlegu ástandi, óæskilegar hópamyndanir ungmenna með flugelda, ökumenn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umferðinni, ágreininga og heimilisofbeldi á heimilum, tónlistarhávaða o.fl.,“ segir í tilkynningunni. Strandaglópar við Gróttuvita Fram kemur að fimm ferðamönnum hafi verið bjargað frá Gróttuvita en þau hafi ekki komist aftur í land þegar það flæddi að. Björgunarsveit var kölluð út sem flutti fólkið í land. Þá segir að nokkrir dyraverðir hafi verið handteknir á skemmtistað í Reykjavík vegna líkamsárásar í tveimur aðskildum málum. Þeir fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu en látnir lausir að loknum framburði. Herbergið í rúst Á svæði lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var tilkynnt um að flugeldar hafi sprungið í íbúð. Ólögráða ungmenni hafi þar verið að prófa kveikjara og óvart kveikt í flugelda innandyra. „Herbergið í rúst eftir sprenginguna og notkun slökkvitækis samkvæmt lýsingu en engin slys á fólki.“ Þá segir að tilkynnt hafi verið um hóp stráka sem hafi beint flugeldum að rúðum í íbúðarhverfi. „Rúðan brotnaði við skoteldinn og hlupu þá strákarnir í burtu. Kannað verður hvort öryggismyndavélar hafi náð upptökum af atvikinu sem gæti borið kennsl á drengina.“ Sömuleiðis var lögregla kölluð út vegna manna sem voru að kasta sprengjum í bíla og gangandi vegfarendur og ungmenni sem voru að kasta flugeldum í opið bál. Loks segir að tilkynnt hafi verið um drengi vera að skjóta rakettum inn í grunnskóla í þeim tilgangi að valda skemmdum. Lögreglumál Reykjavík Hallgrímskirkja Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að lögregla hafi fundið manninn og flutt hann á lögreglustöð þar sem honum hafi verið sleppt að framburði loknum. Í tilkynningunni segir að fjórir hafi gist fangageymslur undir morgun og að nóg hafi verið að gera hjá lögreglu á gamlársdag. „Mjög margar tilkynningar um aðstoðarbeiðnir vegna fólks í annarlegu ástandi, óæskilegar hópamyndanir ungmenna með flugelda, ökumenn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umferðinni, ágreininga og heimilisofbeldi á heimilum, tónlistarhávaða o.fl.,“ segir í tilkynningunni. Strandaglópar við Gróttuvita Fram kemur að fimm ferðamönnum hafi verið bjargað frá Gróttuvita en þau hafi ekki komist aftur í land þegar það flæddi að. Björgunarsveit var kölluð út sem flutti fólkið í land. Þá segir að nokkrir dyraverðir hafi verið handteknir á skemmtistað í Reykjavík vegna líkamsárásar í tveimur aðskildum málum. Þeir fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu en látnir lausir að loknum framburði. Herbergið í rúst Á svæði lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var tilkynnt um að flugeldar hafi sprungið í íbúð. Ólögráða ungmenni hafi þar verið að prófa kveikjara og óvart kveikt í flugelda innandyra. „Herbergið í rúst eftir sprenginguna og notkun slökkvitækis samkvæmt lýsingu en engin slys á fólki.“ Þá segir að tilkynnt hafi verið um hóp stráka sem hafi beint flugeldum að rúðum í íbúðarhverfi. „Rúðan brotnaði við skoteldinn og hlupu þá strákarnir í burtu. Kannað verður hvort öryggismyndavélar hafi náð upptökum af atvikinu sem gæti borið kennsl á drengina.“ Sömuleiðis var lögregla kölluð út vegna manna sem voru að kasta sprengjum í bíla og gangandi vegfarendur og ungmenni sem voru að kasta flugeldum í opið bál. Loks segir að tilkynnt hafi verið um drengi vera að skjóta rakettum inn í grunnskóla í þeim tilgangi að valda skemmdum.
Lögreglumál Reykjavík Hallgrímskirkja Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira