Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 13:01 Magnus Carlsen keypti þessar gallabuxur rétt áður en hann tefldi á heimsmeistaramótinu. Misha Friedman/Getty Images Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. Í viðtali við hlaðvarpið Take Take Take í gær sagðist hann ætla að snúa aftur, eftir góð samtöl við forseta alþjóða skáksambandsins, en hann myndi heimta að vera í gallabuxum. Sem hann og gerði í dag, sannur orðum sínum og í gallabuxum, rétt rúmlega mínútu eftir að hraðskák hans gegn Michael Bezold hófst. Þegar hann lék fyrsta leik, sem svartur, var hann búinn að eyða einni mínútu og tólf sekúndum af þriggja mínútna leik. Hann stóð samt uppi sem sigurvegari með 27 sekúndur eftir á klukkunni. Magnus Carlsen arrives one minute late for the first round of Blitz, fixes the pieces, and… wins the game! 😎♟️ #RapidBlitzWere the time odds games yesterday the perfect warmup for the World #1? 🔥 pic.twitter.com/TnAu1hsIEO— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 30, 2024 „Það er gott að vera mættur aftur,“ sagði Carlsen sem situr í efsta sæti heimslistans og hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í hraðskák. „Þetta eru nýjar [gallabuxur]. Ég fór og keypti þær rétt áður en ég kom hingað, það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var seinn. Sem ég tek auðvitað fulla ábyrgð á,“ sagði Carlsen að lokum. Hann er í þriðja sæti af þeim keppendum sem halda áfram leik í átta manna úrslitum síðar í dag. "It feels good to be back" - 🇳🇴 Magnus CarlsenWatch the full interview 🔗https://t.co/nDZAeokiO5#RapidBlitz pic.twitter.com/zsN02cIkQl— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 31, 2024 Skák Tengdar fréttir Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. Í viðtali við hlaðvarpið Take Take Take í gær sagðist hann ætla að snúa aftur, eftir góð samtöl við forseta alþjóða skáksambandsins, en hann myndi heimta að vera í gallabuxum. Sem hann og gerði í dag, sannur orðum sínum og í gallabuxum, rétt rúmlega mínútu eftir að hraðskák hans gegn Michael Bezold hófst. Þegar hann lék fyrsta leik, sem svartur, var hann búinn að eyða einni mínútu og tólf sekúndum af þriggja mínútna leik. Hann stóð samt uppi sem sigurvegari með 27 sekúndur eftir á klukkunni. Magnus Carlsen arrives one minute late for the first round of Blitz, fixes the pieces, and… wins the game! 😎♟️ #RapidBlitzWere the time odds games yesterday the perfect warmup for the World #1? 🔥 pic.twitter.com/TnAu1hsIEO— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 30, 2024 „Það er gott að vera mættur aftur,“ sagði Carlsen sem situr í efsta sæti heimslistans og hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í hraðskák. „Þetta eru nýjar [gallabuxur]. Ég fór og keypti þær rétt áður en ég kom hingað, það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var seinn. Sem ég tek auðvitað fulla ábyrgð á,“ sagði Carlsen að lokum. Hann er í þriðja sæti af þeim keppendum sem halda áfram leik í átta manna úrslitum síðar í dag. "It feels good to be back" - 🇳🇴 Magnus CarlsenWatch the full interview 🔗https://t.co/nDZAeokiO5#RapidBlitz pic.twitter.com/zsN02cIkQl— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 31, 2024
Skák Tengdar fréttir Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03
Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33