Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 13:01 Magnus Carlsen keypti þessar gallabuxur rétt áður en hann tefldi á heimsmeistaramótinu. Misha Friedman/Getty Images Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. Í viðtali við hlaðvarpið Take Take Take í gær sagðist hann ætla að snúa aftur, eftir góð samtöl við forseta alþjóða skáksambandsins, en hann myndi heimta að vera í gallabuxum. Sem hann og gerði í dag, sannur orðum sínum og í gallabuxum, rétt rúmlega mínútu eftir að hraðskák hans gegn Michael Bezold hófst. Þegar hann lék fyrsta leik, sem svartur, var hann búinn að eyða einni mínútu og tólf sekúndum af þriggja mínútna leik. Hann stóð samt uppi sem sigurvegari með 27 sekúndur eftir á klukkunni. Magnus Carlsen arrives one minute late for the first round of Blitz, fixes the pieces, and… wins the game! 😎♟️ #RapidBlitzWere the time odds games yesterday the perfect warmup for the World #1? 🔥 pic.twitter.com/TnAu1hsIEO— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 30, 2024 „Það er gott að vera mættur aftur,“ sagði Carlsen sem situr í efsta sæti heimslistans og hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í hraðskák. „Þetta eru nýjar [gallabuxur]. Ég fór og keypti þær rétt áður en ég kom hingað, það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var seinn. Sem ég tek auðvitað fulla ábyrgð á,“ sagði Carlsen að lokum. Hann er í þriðja sæti af þeim keppendum sem halda áfram leik í átta manna úrslitum síðar í dag. "It feels good to be back" - 🇳🇴 Magnus CarlsenWatch the full interview 🔗https://t.co/nDZAeokiO5#RapidBlitz pic.twitter.com/zsN02cIkQl— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 31, 2024 Skák Tengdar fréttir Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. Í viðtali við hlaðvarpið Take Take Take í gær sagðist hann ætla að snúa aftur, eftir góð samtöl við forseta alþjóða skáksambandsins, en hann myndi heimta að vera í gallabuxum. Sem hann og gerði í dag, sannur orðum sínum og í gallabuxum, rétt rúmlega mínútu eftir að hraðskák hans gegn Michael Bezold hófst. Þegar hann lék fyrsta leik, sem svartur, var hann búinn að eyða einni mínútu og tólf sekúndum af þriggja mínútna leik. Hann stóð samt uppi sem sigurvegari með 27 sekúndur eftir á klukkunni. Magnus Carlsen arrives one minute late for the first round of Blitz, fixes the pieces, and… wins the game! 😎♟️ #RapidBlitzWere the time odds games yesterday the perfect warmup for the World #1? 🔥 pic.twitter.com/TnAu1hsIEO— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 30, 2024 „Það er gott að vera mættur aftur,“ sagði Carlsen sem situr í efsta sæti heimslistans og hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í hraðskák. „Þetta eru nýjar [gallabuxur]. Ég fór og keypti þær rétt áður en ég kom hingað, það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var seinn. Sem ég tek auðvitað fulla ábyrgð á,“ sagði Carlsen að lokum. Hann er í þriðja sæti af þeim keppendum sem halda áfram leik í átta manna úrslitum síðar í dag. "It feels good to be back" - 🇳🇴 Magnus CarlsenWatch the full interview 🔗https://t.co/nDZAeokiO5#RapidBlitz pic.twitter.com/zsN02cIkQl— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 31, 2024
Skák Tengdar fréttir Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03
Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33