Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 12:05 Boeing 737-800 vél hollenska flugfélagsins KML var á leið frá Osló til Amsterdam áður en gripið var til nauðlendingar. Myndin er úr safni. Getty/Nicolas Economou Farþegar með flugi KLM frá Osló til Amsterdam heyrðu mikinn hvell við flugtak frá Gardemoen-flugvelli í fyrradag en vélin nauðlenti skömmu síðar á flugvellinum í Sandefjord. Hluti úr vélinni fannst á flugbrautinni á Gardemoen eftir atvikið sem nú er til rannsóknar. Vélin er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina. Bilun í vökvabúnaði vélarinnar leiddi til þess að henni var nauðlent á laugardagskvöldið að því er norski miðillin VG greinir frá. 182 voru um borð í vélinni en engann sakaði en flugmenn höfðu tilkynnt um reyk frá vinstri hreyfli og misstu stjórn á vélinni eftir nauðlendingu með þeim afleiðingum að vélin hafnaði á grasi utan flugbrautarinnar. Viðbragðsaðilar mættu fljótt á vettvang en betur fór en á horfðist að því er fram kemur í umfjöllun blaðsins en um klukkan tíu í gærkvöldi höfðu allir farþegar verið ferjaðir úr vélinni, heilir á húfi, aftur í flugstöðina. „Eftir lendingu náðum við ekki að stjórna vélinni, hún sveigði til hægri og við gátum ekki stöðvað hana,“ má heyra annan flugstjóra vélarinnar segja á upptöku úr samskiptakerfi. Segir of snemmt að draga ályktanir um tengsl við önnur slys Í dag greinir VG frá því að Avinor, ríkisfyrirtækið sem annast rekstur flugvalla í Noregi, hafi staðfest að partur úr vélinni hafi fundist á flugbrautinni í Osló. Ekki hefur komið fram að svo stöddu um hvers konar hlut úr vélinni er að ræða, KLM hefur málið til rannsóknar en talsmaður fyrirtækisins vildi ekki tjá sig um það í samtali við VG. Þá segir fyrtækið að að svo stöddu sé ekki tímabært að setja atvikið í samhengi við önnur nýleg flugatvik sem varða vélar af sömu gerð, Boeing 737-800. Rannsóknarvinna sé enn í fullum gangi og því ótímabært að draga nokkrar ályktanir um slíkt. Vélin sem um ræðir er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina þar sem 179 létust. Þarlend stjórnvöld hafa fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis, allar Boeing 737-800s vélar verði skoðaðar sértaklega. Noregur Fréttir af flugi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Bilun í vökvabúnaði vélarinnar leiddi til þess að henni var nauðlent á laugardagskvöldið að því er norski miðillin VG greinir frá. 182 voru um borð í vélinni en engann sakaði en flugmenn höfðu tilkynnt um reyk frá vinstri hreyfli og misstu stjórn á vélinni eftir nauðlendingu með þeim afleiðingum að vélin hafnaði á grasi utan flugbrautarinnar. Viðbragðsaðilar mættu fljótt á vettvang en betur fór en á horfðist að því er fram kemur í umfjöllun blaðsins en um klukkan tíu í gærkvöldi höfðu allir farþegar verið ferjaðir úr vélinni, heilir á húfi, aftur í flugstöðina. „Eftir lendingu náðum við ekki að stjórna vélinni, hún sveigði til hægri og við gátum ekki stöðvað hana,“ má heyra annan flugstjóra vélarinnar segja á upptöku úr samskiptakerfi. Segir of snemmt að draga ályktanir um tengsl við önnur slys Í dag greinir VG frá því að Avinor, ríkisfyrirtækið sem annast rekstur flugvalla í Noregi, hafi staðfest að partur úr vélinni hafi fundist á flugbrautinni í Osló. Ekki hefur komið fram að svo stöddu um hvers konar hlut úr vélinni er að ræða, KLM hefur málið til rannsóknar en talsmaður fyrirtækisins vildi ekki tjá sig um það í samtali við VG. Þá segir fyrtækið að að svo stöddu sé ekki tímabært að setja atvikið í samhengi við önnur nýleg flugatvik sem varða vélar af sömu gerð, Boeing 737-800. Rannsóknarvinna sé enn í fullum gangi og því ótímabært að draga nokkrar ályktanir um slíkt. Vélin sem um ræðir er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina þar sem 179 létust. Þarlend stjórnvöld hafa fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis, allar Boeing 737-800s vélar verði skoðaðar sértaklega.
Noregur Fréttir af flugi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira