Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 10:11 Gottlieb segir minni snjó núna en áður. Hann hefur unnið við snjómokstur frá því að hann fékk bílpróf. Fyrst fyrir norðan og svo sunnan. Vísir/Vilhelm Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið. Hann segir fólk oft flýta sér svo mikið en það græði lítið á því. Hann segir flesta keyra mjög vel og vera þolinmóða en það séu allt of margir sem séu það ekki. Gottlieb ræddi umferðarmenninguna á Hellisheiðinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gottlieb hefur mokað á Hellisheiði í tvö ár. Áður fyrr mokaði hann fyrir norðan. Þar er hann vanur meiri snjór en hann segir magnið miklu minna fyrir norðan og sunnan en var áður. „Hún er rosaleg á köflum,“ segir Gottlieb um umferðarmenninguna á Hellisheiðinni. Það séu margir góðir í umferðinni en inn á milli sé fólk sem sé „alveg úti á túni“. Hann segir frá því að um daginn hafi vinur hans verið að moka og verið með hliðarvænginn úti. Einhver hafi ætlað fram úr en hann hafi í staðinn hreinsað hliðina af bílnum. Þá keyri fólk venjulega út af þegar það er að taka fram úr. Lenda í skaflinum „Þeir flýta sér svo mikið að þeir fara langt út af, út í skaflinn,“ segir hann. Hann segir með ólíkindum hvernig sumir haga sér í umferðinni. Það séu stundum tvö eða þrjú snjómoksturstæki að moka í einu svo allar akreinar séu í lagi. Ökumenn reyni stundum að troða sér fram úr á milli þeirra en komist yfirleitt ekkert lengra en á milli þeirra. Hann segir þetta gilda um bæði ferðamenn og Íslendinga en yfirleitt sé hægt að þekkja ferðamennina á því að þeir setja neyðarljósin á í byljum. Gottlieb segir fólk í mesta lagi spara sér fimm til tíu mínútur með því að taka fram úr og keyra of hratt. Veður Færð á vegum Snjómokstur Bítið Tengdar fréttir Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. 30. desember 2024 07:50 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Sjá meira
Hann segir fólk oft flýta sér svo mikið en það græði lítið á því. Hann segir flesta keyra mjög vel og vera þolinmóða en það séu allt of margir sem séu það ekki. Gottlieb ræddi umferðarmenninguna á Hellisheiðinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gottlieb hefur mokað á Hellisheiði í tvö ár. Áður fyrr mokaði hann fyrir norðan. Þar er hann vanur meiri snjór en hann segir magnið miklu minna fyrir norðan og sunnan en var áður. „Hún er rosaleg á köflum,“ segir Gottlieb um umferðarmenninguna á Hellisheiðinni. Það séu margir góðir í umferðinni en inn á milli sé fólk sem sé „alveg úti á túni“. Hann segir frá því að um daginn hafi vinur hans verið að moka og verið með hliðarvænginn úti. Einhver hafi ætlað fram úr en hann hafi í staðinn hreinsað hliðina af bílnum. Þá keyri fólk venjulega út af þegar það er að taka fram úr. Lenda í skaflinum „Þeir flýta sér svo mikið að þeir fara langt út af, út í skaflinn,“ segir hann. Hann segir með ólíkindum hvernig sumir haga sér í umferðinni. Það séu stundum tvö eða þrjú snjómoksturstæki að moka í einu svo allar akreinar séu í lagi. Ökumenn reyni stundum að troða sér fram úr á milli þeirra en komist yfirleitt ekkert lengra en á milli þeirra. Hann segir þetta gilda um bæði ferðamenn og Íslendinga en yfirleitt sé hægt að þekkja ferðamennina á því að þeir setja neyðarljósin á í byljum. Gottlieb segir fólk í mesta lagi spara sér fimm til tíu mínútur með því að taka fram úr og keyra of hratt.
Veður Færð á vegum Snjómokstur Bítið Tengdar fréttir Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. 30. desember 2024 07:50 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Sjá meira
Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. 30. desember 2024 07:50
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00