Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 08:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Vísir/eyþór Draumur margra verður að veruleika í næsta mánuði þegar þrjár öflugustu CrossFit konur Íslandssögunnar taka höndum saman og keppa í sama liði á stóru CrossFit móti. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir hafa ákveðið að tefla fram liði á TYR Wodapalooza mótinu í næsta mánuði. Þessar þrjár komu dóttur nafninu á CrossFit kortið á sínum tíma og þær ætla nú að taka síðasta dansinn saman. Anníe, Katrín og Sara þekkja það vel að keppa á Wodapalooza mótinu en bara í einstaklingskeppninni. Nú keppa þær saman í liði í fyrsta sinn. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar orðið tvisvar heimsmeistarar í CrossFit og Sara komst einnig tvisvar á verðlaunapall heimsleikanna. Lengi voru þær allar í úrvalshópi bestu CrossFit kvenna heims. TYR Wodapalooza mótið fer fram á Miami Beach frá 23. til 26. janúar 2025. Anníe Mist mun þarna snúa til baka eftir að hún varð móðir í annað skiptið og Katrín Tanja er að koma til baka eftir bakmeiðsli sem héldu henni frá keppni á stærstum hluta síðasta tímabils. Sara er einnig að koma til baka eftir langa glímu sína við hnémeiðsli. Katrín Tanja hafði áður tilkynnt að hún væri hætt að keppa í CrossFit en Katrín ákvað greinilega að taka eina keppni í viðbót til að loka hringnum með íslenskum vinkonum sínum. Anníe Mist grínaðist með það í athugasemdum við formlega tilkynningu Wodapalooza að hún þyrfti nú að taka sig í gegn en hún eignaðist sitt annað barn, Atlas Týr Ægidius Frederiksson, í lok apríl síðastliðnum. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir hafa ákveðið að tefla fram liði á TYR Wodapalooza mótinu í næsta mánuði. Þessar þrjár komu dóttur nafninu á CrossFit kortið á sínum tíma og þær ætla nú að taka síðasta dansinn saman. Anníe, Katrín og Sara þekkja það vel að keppa á Wodapalooza mótinu en bara í einstaklingskeppninni. Nú keppa þær saman í liði í fyrsta sinn. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar orðið tvisvar heimsmeistarar í CrossFit og Sara komst einnig tvisvar á verðlaunapall heimsleikanna. Lengi voru þær allar í úrvalshópi bestu CrossFit kvenna heims. TYR Wodapalooza mótið fer fram á Miami Beach frá 23. til 26. janúar 2025. Anníe Mist mun þarna snúa til baka eftir að hún varð móðir í annað skiptið og Katrín Tanja er að koma til baka eftir bakmeiðsli sem héldu henni frá keppni á stærstum hluta síðasta tímabils. Sara er einnig að koma til baka eftir langa glímu sína við hnémeiðsli. Katrín Tanja hafði áður tilkynnt að hún væri hætt að keppa í CrossFit en Katrín ákvað greinilega að taka eina keppni í viðbót til að loka hringnum með íslenskum vinkonum sínum. Anníe Mist grínaðist með það í athugasemdum við formlega tilkynningu Wodapalooza að hún þyrfti nú að taka sig í gegn en hún eignaðist sitt annað barn, Atlas Týr Ægidius Frederiksson, í lok apríl síðastliðnum. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira