Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2024 21:32 Svona var um að litast við hús eitt í Augusta í Georgíuríki eftir að Helene reið yfir. Ljóst er að kraftur óveðursins var mikill. Svo mikill að stærðarinnar tré rifnuðu upp með rótum. Joe Raedle/Getty Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. Bændur um öll Suðurríki Bandaríkjanna urðu fyrir miklu áfalli í kjölfar þess að fellibylurinn Helene reið yfir. Talið er að tjónið nemi um 5,5 milljörðum bandaríkjadala í Georgíuríki einu, sem nemur um 770 milljörðum íslenskra króna. Tjón upp á 60 milljónir Chris Hopkins er einn þeirra bænda sem varð fyrir miklu tjóni, um helmingur bómullar-uppskeru hans bjargðaðist en tjón hans er metið á um 430 þúsund dali, eða um 60 milljónir króna. „Ég tapaði um helmingi uppskerunnar. Hún ýmist fauk í burtu eða plantan var svo löskuð og veðurbarin að við gátum ekki nýtt hana. Helmingur uppskerunanr er farinn. Helene tróð okkur ekki bara um tær, hún hryggbraut okkur,“ segir Hopkins. Hopkins hefur enn ekki náð að klára hreinsunaraðgerðir á býlinu sínu, þar sem hann ræktar bómull, maís og pekanhnetur. Þar má enn sjá ónýtan búnað og tré, sem rifnuðu upp með rótum, liggja sem hráviði á víð og dreif. „Áður en Helene reið yfir stóð hérna lóðrétt geymsla með losunarsnigli. Ég stend hérna þar sem dyrnar voru til að fara inn í korntankinn til að hreinsa hann og vinna við snigilinn. Nú er þetta allt horfið, það má enn sjá brak úr því en korntankurinn sjálfur er lengst í burtu.“ Þurfa aðstoð sem fyrst Hann óttast að framleiðslan verði ekki komin á eðlilegt skrið fyrir næstu uppskerutíð. „Við munum bíta á jaxlinn og gera okkar besta til að reyna að standa við skuldbindingar okkar fyrir '24 og halda áfram '25 í þeirri von að það ár verði betra, með betra afurðaverð og kannski fá eðlilega uppskeru. Við verðum að fá aðstoð og það tímanlega.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Bændur um öll Suðurríki Bandaríkjanna urðu fyrir miklu áfalli í kjölfar þess að fellibylurinn Helene reið yfir. Talið er að tjónið nemi um 5,5 milljörðum bandaríkjadala í Georgíuríki einu, sem nemur um 770 milljörðum íslenskra króna. Tjón upp á 60 milljónir Chris Hopkins er einn þeirra bænda sem varð fyrir miklu tjóni, um helmingur bómullar-uppskeru hans bjargðaðist en tjón hans er metið á um 430 þúsund dali, eða um 60 milljónir króna. „Ég tapaði um helmingi uppskerunnar. Hún ýmist fauk í burtu eða plantan var svo löskuð og veðurbarin að við gátum ekki nýtt hana. Helmingur uppskerunanr er farinn. Helene tróð okkur ekki bara um tær, hún hryggbraut okkur,“ segir Hopkins. Hopkins hefur enn ekki náð að klára hreinsunaraðgerðir á býlinu sínu, þar sem hann ræktar bómull, maís og pekanhnetur. Þar má enn sjá ónýtan búnað og tré, sem rifnuðu upp með rótum, liggja sem hráviði á víð og dreif. „Áður en Helene reið yfir stóð hérna lóðrétt geymsla með losunarsnigli. Ég stend hérna þar sem dyrnar voru til að fara inn í korntankinn til að hreinsa hann og vinna við snigilinn. Nú er þetta allt horfið, það má enn sjá brak úr því en korntankurinn sjálfur er lengst í burtu.“ Þurfa aðstoð sem fyrst Hann óttast að framleiðslan verði ekki komin á eðlilegt skrið fyrir næstu uppskerutíð. „Við munum bíta á jaxlinn og gera okkar besta til að reyna að standa við skuldbindingar okkar fyrir '24 og halda áfram '25 í þeirri von að það ár verði betra, með betra afurðaverð og kannski fá eðlilega uppskeru. Við verðum að fá aðstoð og það tímanlega.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira