Enginn læknir á vaktinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2024 13:04 Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, sem er formaður byggðarráðs Rangárþings ytra. Hún er ekki sátt við stöðu mála í Rangárvallasýslu hvað varðar mönnun lækna á svæðinu. Magnús Hlyhnur Hreiðarsson Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Þegar hann þarf sína hvíld þá er enginn læknir á vakt. Á – listinn sem er í meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirskriftin er, „Heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu – Óásættanleg staða sem krefst úrbóta”. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er formaður byggðarráðs sveitarfélagsins. „Það eru náttúrulega þrjár læknastöður, sem eru tileinkaðar Rangárvallasýslu, sem hefur ekki tekist að manna. Ég veit að HSU hefur auglýst en ekki náð að manna og það er bara grafalvarlegt að það sé ekki læknir á vakt í sýslunni,” segir Margrét Harpa og bætir við. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að standa vörð um hagsmuni okkar íbúa og svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi ferðamanna hérna og fólk, sem dvelur í sumarhúsum, þannig að það er mikið af fólki í sýslunni og við þurfum bara að tryggja það að grunnþjónustan sé í lagi hérna.” Margrét Harpa segir að strax á nýju ári ætli fulltrúar sveitarstjórnanna í sýslunni að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja að mönnum lækna verði í lagi. En nú er komin nýr heilbrigðisráðherra, á Margrét Harpa einhver skilaboð til Ölmu Möller? „Náttúrulega bara að setja meira fjármagn í þetta. Það eru fögur loforð og maður bara vonar að þau standa við þetta ný ríkisstjórn, standi við þessu loforð, sem voru að tryggja og efla þessa grunnþjónustu,” segir Margrét Harpa. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðum og að stofnunin hafi meðal annars fengið sterkan stuðning frá sveitarfélögunum á svæðinu, sem bjóða leikskóla og aðstoð við húsnæði fyrir lækna. Þá segir hún að stofnunin hafa öfluga sjúkraflutninga á svæðinu og að heilsugæslan sé mjög vel mönnuð í Rangárvallasýslu að öðru leyti. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðumMagnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá bókun Á - listans vegna læknamála í Rangárvallasýslu. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Þegar hann þarf sína hvíld þá er enginn læknir á vakt. Á – listinn sem er í meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirskriftin er, „Heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu – Óásættanleg staða sem krefst úrbóta”. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er formaður byggðarráðs sveitarfélagsins. „Það eru náttúrulega þrjár læknastöður, sem eru tileinkaðar Rangárvallasýslu, sem hefur ekki tekist að manna. Ég veit að HSU hefur auglýst en ekki náð að manna og það er bara grafalvarlegt að það sé ekki læknir á vakt í sýslunni,” segir Margrét Harpa og bætir við. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að standa vörð um hagsmuni okkar íbúa og svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi ferðamanna hérna og fólk, sem dvelur í sumarhúsum, þannig að það er mikið af fólki í sýslunni og við þurfum bara að tryggja það að grunnþjónustan sé í lagi hérna.” Margrét Harpa segir að strax á nýju ári ætli fulltrúar sveitarstjórnanna í sýslunni að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja að mönnum lækna verði í lagi. En nú er komin nýr heilbrigðisráðherra, á Margrét Harpa einhver skilaboð til Ölmu Möller? „Náttúrulega bara að setja meira fjármagn í þetta. Það eru fögur loforð og maður bara vonar að þau standa við þetta ný ríkisstjórn, standi við þessu loforð, sem voru að tryggja og efla þessa grunnþjónustu,” segir Margrét Harpa. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðum og að stofnunin hafi meðal annars fengið sterkan stuðning frá sveitarfélögunum á svæðinu, sem bjóða leikskóla og aðstoð við húsnæði fyrir lækna. Þá segir hún að stofnunin hafa öfluga sjúkraflutninga á svæðinu og að heilsugæslan sé mjög vel mönnuð í Rangárvallasýslu að öðru leyti. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðumMagnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá bókun Á - listans vegna læknamála í Rangárvallasýslu.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira