Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 09:31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Ómar Ingi Magnússon eru handknattleiksfólk ársins. Vísir/Getty Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa verið valin handknattleiksfólk ársins af stjórn HSÍ. Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, greindi frá vali sínu í gær og sagði frá því að Elín Jóna, 28 ára gamall markvörður íslenska landsliðsins og Aarhus Håndbold, og Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins og Magdeburg, hefðu orðið fyrir valinu. Elín Jóna spilaði stórt hlutverk með íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu sem fram fór í lok þessa árs þar sem hún varði 26 skot og var með rúmlega 34 prósent hlutfallsvörslu. Ómar Ingi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár, en á árinu 2024 varð hann þýskur meistari og þýskur bikarmeistari með Magdeburg. Umsögn HSÍ um þau Elínu Jónu og Ómar Inga má sjá hér fyrir neðan: Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2024 er Elín Jóna Þorsteinsdóttir, 28 ára, markvörður hjá úrvalsdeildarliðinu Aarhus Håndbold í Danmörku og A landsliðinu kvenna. Elín Jóna er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í EM 2024 í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Elín Jóna varði þar 76 skot á EM eða 34,21% markvörslu í þremur leikjum Íslands. Elín Jóna hefur leikið undanfarin ár í Danmörku og skipti um mitt síðasta ár um lið þegar hún færði sig yfir í Aarhus Håndbold sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Elín Jóna er frá Seltjarnarnesi og lék með Gróttu upp yngri flokka félagsins og hóf að leika með meistaraflokki Gróttu tímabilið 2014 – 2015 og varð um vorið Íslandsmeistari. Árið 2015 skipti Elín Jóna yfir í Hauka og lék með liði félagsins til 2018 þegar hún fór í atvinnumennsku. Elín Jóna hefur leikið í Danmörku með Vendsyssel Håndbold, Ringkøbing Håndbold, EH Aalborg og Aarhus Håndbold. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur leikið 68 landsleiki og skorað 4 mörk. Handknattleiksmaður ársins Handknattleikskarl ársins 2024 er Ómar Ingi Magnússon, 27 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi varð Þýskalandsmeistari og bikarmeistari í handknattleik í vor auk þess hann varð þriðji markahæstur í Bundesligunni, efstu deild Þýskalands, á síðustu leiktíð. Magdeburg komst einnig í Final4, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, með Ómar Inga innanborðs. Með landsliðinu náði Ómar 10. sæti á EM 2024 í Þýskalandi. Á mótinu skoraði Ómar Ingi 19 mörk. Einnig lék hann stórt hlutverk með landsliðinu þegar það tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM 2025 með tveimur öruggum sigrum gegn Eistlandi í maí. Ómar lék með yngri flokkum Selfoss og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur 2016. Þar lék hann með bæði Aarhus Håndbold og Aalborg Håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með SC Magdeburg sumarið 2020 hvar hann hefur átt mikilli velgengni að fagna. Ómar hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 317 mörk. Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 auk þess að vera í hópi tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2024. HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, greindi frá vali sínu í gær og sagði frá því að Elín Jóna, 28 ára gamall markvörður íslenska landsliðsins og Aarhus Håndbold, og Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins og Magdeburg, hefðu orðið fyrir valinu. Elín Jóna spilaði stórt hlutverk með íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu sem fram fór í lok þessa árs þar sem hún varði 26 skot og var með rúmlega 34 prósent hlutfallsvörslu. Ómar Ingi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár, en á árinu 2024 varð hann þýskur meistari og þýskur bikarmeistari með Magdeburg. Umsögn HSÍ um þau Elínu Jónu og Ómar Inga má sjá hér fyrir neðan: Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2024 er Elín Jóna Þorsteinsdóttir, 28 ára, markvörður hjá úrvalsdeildarliðinu Aarhus Håndbold í Danmörku og A landsliðinu kvenna. Elín Jóna er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í EM 2024 í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Elín Jóna varði þar 76 skot á EM eða 34,21% markvörslu í þremur leikjum Íslands. Elín Jóna hefur leikið undanfarin ár í Danmörku og skipti um mitt síðasta ár um lið þegar hún færði sig yfir í Aarhus Håndbold sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Elín Jóna er frá Seltjarnarnesi og lék með Gróttu upp yngri flokka félagsins og hóf að leika með meistaraflokki Gróttu tímabilið 2014 – 2015 og varð um vorið Íslandsmeistari. Árið 2015 skipti Elín Jóna yfir í Hauka og lék með liði félagsins til 2018 þegar hún fór í atvinnumennsku. Elín Jóna hefur leikið í Danmörku með Vendsyssel Håndbold, Ringkøbing Håndbold, EH Aalborg og Aarhus Håndbold. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur leikið 68 landsleiki og skorað 4 mörk. Handknattleiksmaður ársins Handknattleikskarl ársins 2024 er Ómar Ingi Magnússon, 27 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi varð Þýskalandsmeistari og bikarmeistari í handknattleik í vor auk þess hann varð þriðji markahæstur í Bundesligunni, efstu deild Þýskalands, á síðustu leiktíð. Magdeburg komst einnig í Final4, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, með Ómar Inga innanborðs. Með landsliðinu náði Ómar 10. sæti á EM 2024 í Þýskalandi. Á mótinu skoraði Ómar Ingi 19 mörk. Einnig lék hann stórt hlutverk með landsliðinu þegar það tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM 2025 með tveimur öruggum sigrum gegn Eistlandi í maí. Ómar lék með yngri flokkum Selfoss og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur 2016. Þar lék hann með bæði Aarhus Håndbold og Aalborg Håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með SC Magdeburg sumarið 2020 hvar hann hefur átt mikilli velgengni að fagna. Ómar hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 317 mörk. Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 auk þess að vera í hópi tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2024.
HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Sjá meira