Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. desember 2024 23:33 Magnus að tafli á skákmóti í október. EPA Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. Norski fréttamiðillinn Verdens gang hefur þetta eftir Henrik Carlsen, föður og umboðsmanni Magnusar. Magnus Carlsen hafði þetta um málið að segja: „Ég kom hingað, síðan fékk ég sekt og viðvörun þess efnis að ég mætti ekki tefla í níundu umferð nema ég myndi skipta um föt eftir umferð þrjú. Ég svaraði þeim og sagðist ætla skipta um buxur á morgun. Þá sögðu þeir að ég þyrfti að skipta núna strax.“ „Þá var þetta orðið prinsipmál fyrir mig.“ 200 dollara sekt Magnus Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 dollara frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur þann 31. Magnus Carlsen er langstigahæsti skákmaður heims í dag, með 2831 FIDE Elo stig þegar þetta er ritað. Hann er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. Hann er hins vegar ekki ríkjandi heimsmeistari í klassískri skák. Magnus varð heimsmeistari árið 2013 og vann titilinn samtals fimm sinnum á árunum 2013 - 2021, en hætti keppni í heimsmeistaraeinvíginu árið 2022. Þá sagðist hann ekki nenna þeirri keppni lengur, hann hefði engan hvata til þess að verja titilinn. Sumir halda að Carlsen myndi glaður keppa aftur í heimsmeistarmótinu verði fyrirkomulaginu breytt, og horfið verði frá einvígisfyrirkomulaginu. Þá yrði mótið meira í ætt við heimsmeistaramótin í at- og hraðskák. Nánari umfjöllun um gallabuxnamálið málið má finna á vef VG. Skák Tengdar fréttir Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Norski fréttamiðillinn Verdens gang hefur þetta eftir Henrik Carlsen, föður og umboðsmanni Magnusar. Magnus Carlsen hafði þetta um málið að segja: „Ég kom hingað, síðan fékk ég sekt og viðvörun þess efnis að ég mætti ekki tefla í níundu umferð nema ég myndi skipta um föt eftir umferð þrjú. Ég svaraði þeim og sagðist ætla skipta um buxur á morgun. Þá sögðu þeir að ég þyrfti að skipta núna strax.“ „Þá var þetta orðið prinsipmál fyrir mig.“ 200 dollara sekt Magnus Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 dollara frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur þann 31. Magnus Carlsen er langstigahæsti skákmaður heims í dag, með 2831 FIDE Elo stig þegar þetta er ritað. Hann er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. Hann er hins vegar ekki ríkjandi heimsmeistari í klassískri skák. Magnus varð heimsmeistari árið 2013 og vann titilinn samtals fimm sinnum á árunum 2013 - 2021, en hætti keppni í heimsmeistaraeinvíginu árið 2022. Þá sagðist hann ekki nenna þeirri keppni lengur, hann hefði engan hvata til þess að verja titilinn. Sumir halda að Carlsen myndi glaður keppa aftur í heimsmeistarmótinu verði fyrirkomulaginu breytt, og horfið verði frá einvígisfyrirkomulaginu. Þá yrði mótið meira í ætt við heimsmeistaramótin í at- og hraðskák. Nánari umfjöllun um gallabuxnamálið málið má finna á vef VG.
Skák Tengdar fréttir Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49