Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 23:19 Skip landhelgisgæslu Finnlands fylgdi olíuskipinu Eagle S inn í landhelgi Finnlands. X/finnska lögreglan Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. Greint var frá biluninni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Finngrid tjáði fjölmiðlum snemma að mögulega væri um skemmdarverk væri að ræða. Í dag var síðan greint frá því að fjórir fjarskiptastrengir til viðbótar lægju niðri í Eystrasalti. Í umfjöllun finnska ríkismiðilsins Yle kemur fram að spjótin beinist að skipinu Eagle S, sem landhelgisgæsla Finna fylgdi út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Skipið er hefur nú verið fest við akkeri innan landhelgi Finna, auk þess sem flugbann er í gildi í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Finna var akkeri skipsins ekki á sínum stað, sem eykur grunsemdir yfirvalda. Þá hafa talsmenn innan úr rannsóknarteymi tilkynnt að fyrstu rannsóknir gefi til kynna að akkeri skipsins hafi valdið tjóninu á sæstrengnum. Olíuskipið var á leið frá Sanktí Pétursborg til Egyptalands, en samkvæmt breska miðlinum Lloyd's List er Eagle S hluti af olíuskipaflota Rússa sem kallaður er „skuggaflotinn“. Skýrist það af því að litlar sem engar upplýsingar er að finna um raunverulegt eignarhald þessara gömlu olíuskipa, sem virðast hafa þann eina tilgang að flytja olíu frá löndum sem sæta viðskiptaþvingunum. Þannig eru flest skipin eldri en fimmtán ára og stunda siglingar sem Bandaríkin skilgreina sem blekkjandi (e. deceptive maritime practices), eru án fullnægjandi trygginga og í slæmu ásigkomulagi, þannig að hætta á umhverfisspjöllum er talin mikil. Eagle S skipið er um tuttugu ára gamalt og samkvæmt Lloyd's List er það í eigu fyrirtækis að nafni Caravella, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lögregla rannsakar atvikið sem skemmdarverk. Petteri Orpo forsætisráðherra Finna segir að Finnland muni svara skemmdarverkinu af hörku. Gera verði meira til þess að brjóta skuggaflotann á bak aftur. „Þessi skuggaskip eru að pumpa peningum inn í rússnesku hernaðarvélina þannig að Rússland geti haldið stríði sínu gegn Úkraínu áfram. Skipin hafa bæst við á lista yfir skip sem skulu sæta viðskiptaþvingunum, það hefur strax haft áhrif.“ Orpo vildi þó ekki tengja Rússa beint við árásina. Hann sagði að engin samskipti hafi átt sér stað við rússnesk yfirvöld í dag. Atvikið bætist við tvö keimlík skemmdarverk sem virðast hafa verið gerðar á sæstrengi í Eystrasalti. Einn strengurinn lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart. Finnland Eistland Sæstrengir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Greint var frá biluninni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Finngrid tjáði fjölmiðlum snemma að mögulega væri um skemmdarverk væri að ræða. Í dag var síðan greint frá því að fjórir fjarskiptastrengir til viðbótar lægju niðri í Eystrasalti. Í umfjöllun finnska ríkismiðilsins Yle kemur fram að spjótin beinist að skipinu Eagle S, sem landhelgisgæsla Finna fylgdi út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Skipið er hefur nú verið fest við akkeri innan landhelgi Finna, auk þess sem flugbann er í gildi í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Finna var akkeri skipsins ekki á sínum stað, sem eykur grunsemdir yfirvalda. Þá hafa talsmenn innan úr rannsóknarteymi tilkynnt að fyrstu rannsóknir gefi til kynna að akkeri skipsins hafi valdið tjóninu á sæstrengnum. Olíuskipið var á leið frá Sanktí Pétursborg til Egyptalands, en samkvæmt breska miðlinum Lloyd's List er Eagle S hluti af olíuskipaflota Rússa sem kallaður er „skuggaflotinn“. Skýrist það af því að litlar sem engar upplýsingar er að finna um raunverulegt eignarhald þessara gömlu olíuskipa, sem virðast hafa þann eina tilgang að flytja olíu frá löndum sem sæta viðskiptaþvingunum. Þannig eru flest skipin eldri en fimmtán ára og stunda siglingar sem Bandaríkin skilgreina sem blekkjandi (e. deceptive maritime practices), eru án fullnægjandi trygginga og í slæmu ásigkomulagi, þannig að hætta á umhverfisspjöllum er talin mikil. Eagle S skipið er um tuttugu ára gamalt og samkvæmt Lloyd's List er það í eigu fyrirtækis að nafni Caravella, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lögregla rannsakar atvikið sem skemmdarverk. Petteri Orpo forsætisráðherra Finna segir að Finnland muni svara skemmdarverkinu af hörku. Gera verði meira til þess að brjóta skuggaflotann á bak aftur. „Þessi skuggaskip eru að pumpa peningum inn í rússnesku hernaðarvélina þannig að Rússland geti haldið stríði sínu gegn Úkraínu áfram. Skipin hafa bæst við á lista yfir skip sem skulu sæta viðskiptaþvingunum, það hefur strax haft áhrif.“ Orpo vildi þó ekki tengja Rússa beint við árásina. Hann sagði að engin samskipti hafi átt sér stað við rússnesk yfirvöld í dag. Atvikið bætist við tvö keimlík skemmdarverk sem virðast hafa verið gerðar á sæstrengi í Eystrasalti. Einn strengurinn lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart.
Finnland Eistland Sæstrengir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira