Innlent

Týndu vagni með jólamáltíðum sjúk­linga á bráðamóttökunni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Matarbakkar á sem áttu að berast sjúklingum á Landspítalanum týndust á leiðinni í Fossvoginn í gær.
Matarbakkar á sem áttu að berast sjúklingum á Landspítalanum týndust á leiðinni í Fossvoginn í gær. Vísir/Vilhelm

Vagn með aðfangadagsmáltíðum fyrir sjúklinga á Landspítalanum komst ekki á áfangastað sinn í Fossvogi með þeim afleiðingum að rúmlega 20 sjúklingar fengu ekki máltíðir sínar. Brugðist var hratt við og fengu þeir sjúklingar jólamáltíðir starfsfólks.

Stjórnendur höfðu óskað eftir því að útbúnir yrðu matarbakkar fyrir starfsfólk vegna mögulegrar undirmönnununar og anna yfir hátíðirnar.

Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir að starfsfólkið sem sat uppi jólamáltíðarlaust hafi svo fengið að borða í matsalnum í Fossvogi þar sem var veglegt jólahlaðborð í boði.

Um sex þúsund jólamáltíðir voru útbúnar á aðfangadag á Landspítalanum, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.

Andri segir jafnframt að ekki hafi verið mikið um að fólk hafi leitað á bráðamóttökuna vegna hjartavandamála tengdra jólamatnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×