Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. desember 2024 07:01 Maríanna ásamt foreldrum sínum, þeim Páli Valgeirssyni og Sigríði Jónsdóttur. Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir árið sem er að líða hafa kennt henni að lífið sé stutt og að foreldrar hennar séu ekki eins ódauðleg og hún hélt. Bæði mamma hennar og pabbi börðust fyrir lífi sínu á Landspítalanum í lok árs en eru nú á batavegi. „Jólaboðskapurinn sem fer aldrei úr tísku,“ segir Maríanna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir að árið hafi verið erfitt og einkennst af rússíbanareið, tilfinningalegum áskorunum og sigrum sem líkist kraftaverki. Hún segist hafa lært að elska lífið upp á nýtt. Fólkið sem skipti öllu Í færslunni lýsir Maríanna því hvernig foreldrar hennar hafi verið hætt komin síðustu tvo mánuði. Þau hafi bæði gengið í gengum dimman dal, faðir hennar dottið niður stiga og barist við mikla líkamlega skerðingu í kjölfarið á meðan móðir Maríönnu hefur glímt við flóknar líffærabilanir sem skert hafi lífsgæði hennar til muna. „Þau hafa saman sýnt ótrúlegan styrk, þrautseigju og eru nú bæði á batavegi og sýna okkur það á hverjum degi hvað ástin er sterk. Það er lang stærsta og besta jólagjöfin sem ég mun fá þetta árið að sjá þau rísa upp á ný, komast heim og fái lífið sitt til baka.“ Hún segir ekki hægt að lýsa með orðum hvað hún hafi verið hrædd um að missa báða foreldra sína. Þetta hafi verið hennar stærsti lærdómur að ganga í gegnum þessar raunir með þeim. „Þessi áskorun hefur kennt mér að lífið er stutt og foreldrar mínir eru ekki ódauðleg eins og mér hefur alltaf þótt þau vera! Ég fékk tækifæri til að læra að elska allt lífið upp á nýtt. Fjölskyldan skiptir mig öllu máli í lífinu og það er sama hvar ég verð í heiminum þá slær hjartað þitt heitast þar sem rótin mín er, hjá fólkinu mínu.“ Þakklát starfsfólki heilbrigðisstofnanna Maríanna segist hafa mýkst um heilan helling vegna þessarar lífsreynslu. Kærleikurinn og einlægnin hafi verið hennar leynivopn. Hún tekur fram þakklæti til Borgarspítalans, Landspítalans og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Læknateymið, hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir og sjúkraþjálfararnir. Þvílíkur eðalmannskapur sem á þúsundfalt hrós fyrir.“ Maríanna segist sérlega þakklát kærastanum sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni sem hafi staðið við bak hennar eins og klettur. Hún hlakkar til komandi árs. „Árið 2025 markar upphaf á einhverju mjög fallegu hja okkur fjölskyldunni. Ég hlakka til að deila með ykkur fréttum fljótlega af nýju upphafi en við ætlum að búa til töfra á nýju ári niður við sjó á Seltjarnanesi.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Fannar leitaði lengi eftir transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Sjá meira
„Jólaboðskapurinn sem fer aldrei úr tísku,“ segir Maríanna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir að árið hafi verið erfitt og einkennst af rússíbanareið, tilfinningalegum áskorunum og sigrum sem líkist kraftaverki. Hún segist hafa lært að elska lífið upp á nýtt. Fólkið sem skipti öllu Í færslunni lýsir Maríanna því hvernig foreldrar hennar hafi verið hætt komin síðustu tvo mánuði. Þau hafi bæði gengið í gengum dimman dal, faðir hennar dottið niður stiga og barist við mikla líkamlega skerðingu í kjölfarið á meðan móðir Maríönnu hefur glímt við flóknar líffærabilanir sem skert hafi lífsgæði hennar til muna. „Þau hafa saman sýnt ótrúlegan styrk, þrautseigju og eru nú bæði á batavegi og sýna okkur það á hverjum degi hvað ástin er sterk. Það er lang stærsta og besta jólagjöfin sem ég mun fá þetta árið að sjá þau rísa upp á ný, komast heim og fái lífið sitt til baka.“ Hún segir ekki hægt að lýsa með orðum hvað hún hafi verið hrædd um að missa báða foreldra sína. Þetta hafi verið hennar stærsti lærdómur að ganga í gegnum þessar raunir með þeim. „Þessi áskorun hefur kennt mér að lífið er stutt og foreldrar mínir eru ekki ódauðleg eins og mér hefur alltaf þótt þau vera! Ég fékk tækifæri til að læra að elska allt lífið upp á nýtt. Fjölskyldan skiptir mig öllu máli í lífinu og það er sama hvar ég verð í heiminum þá slær hjartað þitt heitast þar sem rótin mín er, hjá fólkinu mínu.“ Þakklát starfsfólki heilbrigðisstofnanna Maríanna segist hafa mýkst um heilan helling vegna þessarar lífsreynslu. Kærleikurinn og einlægnin hafi verið hennar leynivopn. Hún tekur fram þakklæti til Borgarspítalans, Landspítalans og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Læknateymið, hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir og sjúkraþjálfararnir. Þvílíkur eðalmannskapur sem á þúsundfalt hrós fyrir.“ Maríanna segist sérlega þakklát kærastanum sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni sem hafi staðið við bak hennar eins og klettur. Hún hlakkar til komandi árs. „Árið 2025 markar upphaf á einhverju mjög fallegu hja okkur fjölskyldunni. Ég hlakka til að deila með ykkur fréttum fljótlega af nýju upphafi en við ætlum að búa til töfra á nýju ári niður við sjó á Seltjarnanesi.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Fannar leitaði lengi eftir transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Sjá meira
„Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið