Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 23. desember 2024 13:11 Kristrún segir ríkisstjórnina einhuga um ýmis mál. Þau stefni á að leggja fram þingmálaskrá og frumvörp eftir áramót. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. Í stjórnarsáttmálanum er að finna ýmsar tillögur varðandi velferðarkerfið, meðal annars að bætur hækki í samræmi við launavísitölu. Ýmsir í nýrri stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt að engar kostnaður vegna þessa hafi ekki verið áætlaður. Kristrún segir formennina hafa skoðað hvað tillögurnar kosti og hafi hugmynd um hvað geti verið raunhæft í þeim efnum. Það sé að hennar mati ekki eðlilegt að birta slík smáatriði í svona stefnuyfirlýsingu. „Þetta er samkomulagsatriði okkar á milli og það mun blasa við strax í fyrstu fjármálaáætlun hvernig landið liggur og líka þegar þingmálaskráin kemur fram,“ segir Kristrún. Það væri samt alveg skýrt að ríkisstjórnin ætli ekki í nein sérstök útgjöld á næsta ári. Unnið verði eftir núverandi fjárlögum þótt þau eigi við einstaka atriði. Það væri einhugur um að ná niður verðbólgu og vöxtum og um forgangsröðun mála. Ríkisstjórnin hefði tíma til að skoða málin og setja sér markmið. Verði að finna rétt viðmið Varðandi hækkun lífeyris samkvæmt launavísitölu segir Kristrún að finna verði út við hvaða launavísitölu verði miðað. Það liggi fyrir að ákveðnar greinar laga um almannatrygginga kveði á um að framkvæmdin eigi að vera með þessum hætti. Að fylgi launavísitölu eða verðbólgu, hvort heldur sem hærra er. „Þessi ríkisstjórn hefur einfaldlega skuldbundið sig að fara að lögum,“ segir Kristrún. Það eigi svo eftir að finna út úr því hvaða sé best að miða við svo það verði réttlátt og raski ekki ró á almennum vinnumarkaði. Það muni um 100 þúsund krónum á þessum bótum og lægstu laununum og segir Kristrún að sú kjaragliðnun geti ekki haldið lengur áfram. Einhugur um að samþykkja bókun 35 Kristrún segir ríkisstjórnina ætla að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið . Ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina og það væri einhugur um að samþykkja hana. Það mikilvægt að virða EES samninginn. Þessu muni eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Kristrún segir ríkisstjórnina einhuga um ýmis mál. Þau stefni á að leggja fram þingmálaskrá og frumvörp eftir áramót.Vísir/Vilhelm Kristrún segir liggja fyrir að lög um hvalveiðar væru úrelt. Þau verði tekin fyrir í atvinnuvegaráðuneytinu á kjörtímabilinu. Það hafi ekki verið útrætt hvernig það verði gert en það liggi fyrir að að endurskoða verði lögin. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta er byggt á núverandi lögum,“ segir Kristrún spurð hvort standi til að afturkalla ný útgefin leyfi fyrrverandi ráðherra til hvalveiða. Það skipti máli fyrir atvinnuvegi landsins að hafa fyrirsjáanleika og það verði ekki farið á svig við lögin. „Við viljum gera hlutina rétt en þetta er eitthvað sem verður skoðað í ríkisstjórninni.“ Vonar að þing geti komið saman í janúar Kristrún vonar að þing geti komið saman í janúar. Ríkisstjórn stefni að því að leggja fram frumvörp um leið og þing kemur saman. Gerðar verði lítils háttar breytingar á fjárlögunum, til að mynda varðandi fjármagn til meðferðarúrræða. Það væru ekki háar upphæðir í stóra samhenginu en skipti margar fjölskyldur í landinu miklu máli. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Evrópusambandið Hvalveiðar Fjárlagafrumvarp 2025 Tengdar fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu Nýr dómsmálaráðherra segir ljóst að sú staða sem uppi er hjá embætti ríkissaksóknara vegna Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara geti ekki staðið í langan tíma. Ráðherra segist átta sig á að það sé á ábyrgð hans að liðka þarna til. 23. desember 2024 13:06 Inga tók jólalag á fyrsta fundi Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng. 23. desember 2024 11:12 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Í stjórnarsáttmálanum er að finna ýmsar tillögur varðandi velferðarkerfið, meðal annars að bætur hækki í samræmi við launavísitölu. Ýmsir í nýrri stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt að engar kostnaður vegna þessa hafi ekki verið áætlaður. Kristrún segir formennina hafa skoðað hvað tillögurnar kosti og hafi hugmynd um hvað geti verið raunhæft í þeim efnum. Það sé að hennar mati ekki eðlilegt að birta slík smáatriði í svona stefnuyfirlýsingu. „Þetta er samkomulagsatriði okkar á milli og það mun blasa við strax í fyrstu fjármálaáætlun hvernig landið liggur og líka þegar þingmálaskráin kemur fram,“ segir Kristrún. Það væri samt alveg skýrt að ríkisstjórnin ætli ekki í nein sérstök útgjöld á næsta ári. Unnið verði eftir núverandi fjárlögum þótt þau eigi við einstaka atriði. Það væri einhugur um að ná niður verðbólgu og vöxtum og um forgangsröðun mála. Ríkisstjórnin hefði tíma til að skoða málin og setja sér markmið. Verði að finna rétt viðmið Varðandi hækkun lífeyris samkvæmt launavísitölu segir Kristrún að finna verði út við hvaða launavísitölu verði miðað. Það liggi fyrir að ákveðnar greinar laga um almannatrygginga kveði á um að framkvæmdin eigi að vera með þessum hætti. Að fylgi launavísitölu eða verðbólgu, hvort heldur sem hærra er. „Þessi ríkisstjórn hefur einfaldlega skuldbundið sig að fara að lögum,“ segir Kristrún. Það eigi svo eftir að finna út úr því hvaða sé best að miða við svo það verði réttlátt og raski ekki ró á almennum vinnumarkaði. Það muni um 100 þúsund krónum á þessum bótum og lægstu laununum og segir Kristrún að sú kjaragliðnun geti ekki haldið lengur áfram. Einhugur um að samþykkja bókun 35 Kristrún segir ríkisstjórnina ætla að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið . Ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina og það væri einhugur um að samþykkja hana. Það mikilvægt að virða EES samninginn. Þessu muni eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Kristrún segir ríkisstjórnina einhuga um ýmis mál. Þau stefni á að leggja fram þingmálaskrá og frumvörp eftir áramót.Vísir/Vilhelm Kristrún segir liggja fyrir að lög um hvalveiðar væru úrelt. Þau verði tekin fyrir í atvinnuvegaráðuneytinu á kjörtímabilinu. Það hafi ekki verið útrætt hvernig það verði gert en það liggi fyrir að að endurskoða verði lögin. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta er byggt á núverandi lögum,“ segir Kristrún spurð hvort standi til að afturkalla ný útgefin leyfi fyrrverandi ráðherra til hvalveiða. Það skipti máli fyrir atvinnuvegi landsins að hafa fyrirsjáanleika og það verði ekki farið á svig við lögin. „Við viljum gera hlutina rétt en þetta er eitthvað sem verður skoðað í ríkisstjórninni.“ Vonar að þing geti komið saman í janúar Kristrún vonar að þing geti komið saman í janúar. Ríkisstjórn stefni að því að leggja fram frumvörp um leið og þing kemur saman. Gerðar verði lítils háttar breytingar á fjárlögunum, til að mynda varðandi fjármagn til meðferðarúrræða. Það væru ekki háar upphæðir í stóra samhenginu en skipti margar fjölskyldur í landinu miklu máli.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Evrópusambandið Hvalveiðar Fjárlagafrumvarp 2025 Tengdar fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu Nýr dómsmálaráðherra segir ljóst að sú staða sem uppi er hjá embætti ríkissaksóknara vegna Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara geti ekki staðið í langan tíma. Ráðherra segist átta sig á að það sé á ábyrgð hans að liðka þarna til. 23. desember 2024 13:06 Inga tók jólalag á fyrsta fundi Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng. 23. desember 2024 11:12 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu Nýr dómsmálaráðherra segir ljóst að sú staða sem uppi er hjá embætti ríkissaksóknara vegna Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara geti ekki staðið í langan tíma. Ráðherra segist átta sig á að það sé á ábyrgð hans að liðka þarna til. 23. desember 2024 13:06
Inga tók jólalag á fyrsta fundi Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng. 23. desember 2024 11:12
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels