„Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Kristín Ólafsdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 23. desember 2024 11:58 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. Mikil lægð gekk yfir landið í nótt og í morgun, með suðaustan stormi, slyddu og rigningu. Þrengslavegi var til að mynda lokað um tíma og vegir verða víða áfram á óvissustigi í dag. Þá féll lítið snjóflóð í Raknadalshlíð í Patreksfirði í morgun. Moka þurfti í gegnum flóðið sem náði rétt inn á Barðastrandaveg. Öllu innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var jafnframt aflýst í morgun. Fyrsta flug á áætlun er til Akureyrar klukkan hálf fjögur síðdegis, samkvæmt vef Isavia. Allar ferðir eftir það eru á áætlun þegar þetta er ritað á tólfta tímanum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óveðrið í nótt og í morgun nú að mestu gengið yfir og veður verði skaplegra næstu klukkutímana. „En síðan síðdegis fer aftur að hvessa og í kvöld verða mjög hvassir vindstrengir á Norður- og Vesturlandi. Það verður líka sæmilega hvasst annars staðar,“ segir Birgir Örn. Ferðaveður verði því aftur varasamt í kvöld og Birgir er til að mynda ekki bjartsýnn á að kvöldflugi til Akureyrar verði haldið til streitu. Veður gengur svo að miklu leyti aftur niður í nótt og fyrripart dags á morgun, aðfangadag, en seinnipartinn er enn og aftur spáð sviptingum. „Þá fer að bæta í vind og annað kvöld og jóladag er útlit fyrir mjög hvassan éljagang, og ansi dimm él, á sunnan og vestanverðu landinu og þá verður aftur útlit fyrir leiðindaveður, þannig það er ýmislegt í gangi,“ segir Birgir Örn. „Norður og austurhluti landsins ætti að sleppa betur yfir jólin en þar verður hins vegar þó nokkuð hvasst í kvöld.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga þannig ekki von á góðu. „Bara skítaveður hérna á aðfangadagskvöld og jóladag,“ segir Birgir Örn. Vegagerðin upplýsir ferðalanga Nýjustu upplýsingar varðandi færð á vegum eru uppfærðar í rauntíma á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, spáir vetrarfærð á morgun. Blint verði í dimmu éljum og akstursskilyrði erfið á Suður- og Vesturlandi annað kvöld. Í kvöld verði hvöss suðvestanátt og hviður um 35 metra á sekúndu. Hvassviðrið verður helst á Ströndum, í Skagafirði og Eyjafirði. Ferðalangar eru hvattir til að skoða síðu Vegagerðarinnar gaumgæfilega áður en haldið er af stað - og á meðan ferðalagi stendur, eins og kostur er. Veður Færð á vegum Jól Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Mikil lægð gekk yfir landið í nótt og í morgun, með suðaustan stormi, slyddu og rigningu. Þrengslavegi var til að mynda lokað um tíma og vegir verða víða áfram á óvissustigi í dag. Þá féll lítið snjóflóð í Raknadalshlíð í Patreksfirði í morgun. Moka þurfti í gegnum flóðið sem náði rétt inn á Barðastrandaveg. Öllu innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var jafnframt aflýst í morgun. Fyrsta flug á áætlun er til Akureyrar klukkan hálf fjögur síðdegis, samkvæmt vef Isavia. Allar ferðir eftir það eru á áætlun þegar þetta er ritað á tólfta tímanum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óveðrið í nótt og í morgun nú að mestu gengið yfir og veður verði skaplegra næstu klukkutímana. „En síðan síðdegis fer aftur að hvessa og í kvöld verða mjög hvassir vindstrengir á Norður- og Vesturlandi. Það verður líka sæmilega hvasst annars staðar,“ segir Birgir Örn. Ferðaveður verði því aftur varasamt í kvöld og Birgir er til að mynda ekki bjartsýnn á að kvöldflugi til Akureyrar verði haldið til streitu. Veður gengur svo að miklu leyti aftur niður í nótt og fyrripart dags á morgun, aðfangadag, en seinnipartinn er enn og aftur spáð sviptingum. „Þá fer að bæta í vind og annað kvöld og jóladag er útlit fyrir mjög hvassan éljagang, og ansi dimm él, á sunnan og vestanverðu landinu og þá verður aftur útlit fyrir leiðindaveður, þannig það er ýmislegt í gangi,“ segir Birgir Örn. „Norður og austurhluti landsins ætti að sleppa betur yfir jólin en þar verður hins vegar þó nokkuð hvasst í kvöld.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga þannig ekki von á góðu. „Bara skítaveður hérna á aðfangadagskvöld og jóladag,“ segir Birgir Örn. Vegagerðin upplýsir ferðalanga Nýjustu upplýsingar varðandi færð á vegum eru uppfærðar í rauntíma á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, spáir vetrarfærð á morgun. Blint verði í dimmu éljum og akstursskilyrði erfið á Suður- og Vesturlandi annað kvöld. Í kvöld verði hvöss suðvestanátt og hviður um 35 metra á sekúndu. Hvassviðrið verður helst á Ströndum, í Skagafirði og Eyjafirði. Ferðalangar eru hvattir til að skoða síðu Vegagerðarinnar gaumgæfilega áður en haldið er af stað - og á meðan ferðalagi stendur, eins og kostur er.
Veður Færð á vegum Jól Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira