Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2024 22:21 Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri Amaroq-málmvinnslufélagsins, í viðtali við Stöð 2 í Qaqortoq. Stöð 2/Baldur Kristjánsson Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var stærsti bær Suður-Grænlands, Qaqortoq, heimsóttur en þar búa um þrjú þúsund manns. Á veturna, þegar ís hindrar siglingar til Narsarsuaq-flugvallar, er dýrt þyrluflug eina leið íbúa bæjarins til að komast á flugvöllinn og síðan þaðan til annarra byggða Grænlands eða út í heim. Séð yfir framkvæmdasvæðið. Til vinstri sést hvar flugbrautin kemur. Flughlaðið og flugstöðin fyrir miðri mynd.KMU En núna er kanadískur verktaki að leggja nýja flugbraut í útjaðri Qaqortoq. Samtímis reisir grænlenskur verktaki flugstöð og þjónustuhús en byggingarnar urðu fokheldar í haust. Flugbrautin verður 1.500 metra löng, litlu styttri en lengsta braut Reykjavíkurflugvallar, og mun því hæglega getað tekið við öllum vélum íslenska innanlandsflugsins, og jafnvel einnig smærri og meðalstórum farþegaþotum. Jim Riis, hótelstjóri í Qaqortoq.Stöð 2/Baldur Kristjánsson Hótelstjóri og eigandi aðalhótelsins í Qaqortoq, Jim Riis, segir völlinn skapa mikil tækifæri, ekki síst í millilandaflugi. „Þetta hefur gríðarlega þýðingu ef við þorum að grípa tækifærið. Við höfum lengi beðið eftir þessu en núna hefjumst við handa. Þetta þýðir að það opnast dyr til umheimsins og annarra hluta Grænlands. Það er það sem við viljum,“ segir Jim Riis. Nýja flugstöðvarbyggingin í Qaqortoq.KMU Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem Bandaríkjaher gerði á stríðsárunum, er í dag sá eini á Suður-Grænlandi en hefur þann galla að vera fjarri helstu bæjum. Erlendir starfsmenn gullleitarfélags Elds Ólafssonar sjá fram á verulegt hagræði með flugvelli við Qaqortoq. „Þessi nýi flugvöllur mun stytta tímann fyrir starfsfólkið okkar að koma inn. Hann mun stytta tímann til að koma fólki inn og út,“ segir Eldur, sem er stofnandi og forstjóri Amaroq-málmvinnslufélagsins. Stefnt er að því að Qaqortoq-flugvöllur verði opnaður fyrri hluta árs 2026.Greenland Airports „Það á að vera auðveldara að lenda þarna, miðað við þar sem flugvöllurinn er núna. Það verður hægt að koma stærri flugvélum inn. Þannig að þetta mun hafa alveg gígantísk áhrif. Ekki bara fyrir okkar starfsemi heldur alla starfsemi á Suður-Grænlandi, túrisma og annað,“ segir Eldur. Upphaflega átti flugvöllurinn að vera tilbúinn árið 2023. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að þoka verkefninu af stað. Núna gera áætlanir ráð fyrir að völlurinn verði tilbúinn eftir rúmt ár. Qaqortoq er stærsti bær Suður-Grænlands.KMU Hótelstjórinn lýsir stemmningunni gagnvart flugvallagerðinni. „Bjartsýni. Það er þessi bjartsýni sem við þurfum að byggja á,“ segir Jim Riis. „Okkur hefur verið haldið niðri í mörg ár. Það er búið að tala um þennan flugvöll í tuttugu ár. Nú kemur hann, nú kemur hann! En hann kom aldrei. En nú er hann þarna, við vitum að hann kemur. Þá erum við tilbúin að taka á móti umheiminum,“ segir hótelstjóri Hótels Qaqortoq. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Danmörk Amaroq Minerals Ferðalög Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf. 28. nóvember 2024 22:42 Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands. 16. október 2023 22:11 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var stærsti bær Suður-Grænlands, Qaqortoq, heimsóttur en þar búa um þrjú þúsund manns. Á veturna, þegar ís hindrar siglingar til Narsarsuaq-flugvallar, er dýrt þyrluflug eina leið íbúa bæjarins til að komast á flugvöllinn og síðan þaðan til annarra byggða Grænlands eða út í heim. Séð yfir framkvæmdasvæðið. Til vinstri sést hvar flugbrautin kemur. Flughlaðið og flugstöðin fyrir miðri mynd.KMU En núna er kanadískur verktaki að leggja nýja flugbraut í útjaðri Qaqortoq. Samtímis reisir grænlenskur verktaki flugstöð og þjónustuhús en byggingarnar urðu fokheldar í haust. Flugbrautin verður 1.500 metra löng, litlu styttri en lengsta braut Reykjavíkurflugvallar, og mun því hæglega getað tekið við öllum vélum íslenska innanlandsflugsins, og jafnvel einnig smærri og meðalstórum farþegaþotum. Jim Riis, hótelstjóri í Qaqortoq.Stöð 2/Baldur Kristjánsson Hótelstjóri og eigandi aðalhótelsins í Qaqortoq, Jim Riis, segir völlinn skapa mikil tækifæri, ekki síst í millilandaflugi. „Þetta hefur gríðarlega þýðingu ef við þorum að grípa tækifærið. Við höfum lengi beðið eftir þessu en núna hefjumst við handa. Þetta þýðir að það opnast dyr til umheimsins og annarra hluta Grænlands. Það er það sem við viljum,“ segir Jim Riis. Nýja flugstöðvarbyggingin í Qaqortoq.KMU Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem Bandaríkjaher gerði á stríðsárunum, er í dag sá eini á Suður-Grænlandi en hefur þann galla að vera fjarri helstu bæjum. Erlendir starfsmenn gullleitarfélags Elds Ólafssonar sjá fram á verulegt hagræði með flugvelli við Qaqortoq. „Þessi nýi flugvöllur mun stytta tímann fyrir starfsfólkið okkar að koma inn. Hann mun stytta tímann til að koma fólki inn og út,“ segir Eldur, sem er stofnandi og forstjóri Amaroq-málmvinnslufélagsins. Stefnt er að því að Qaqortoq-flugvöllur verði opnaður fyrri hluta árs 2026.Greenland Airports „Það á að vera auðveldara að lenda þarna, miðað við þar sem flugvöllurinn er núna. Það verður hægt að koma stærri flugvélum inn. Þannig að þetta mun hafa alveg gígantísk áhrif. Ekki bara fyrir okkar starfsemi heldur alla starfsemi á Suður-Grænlandi, túrisma og annað,“ segir Eldur. Upphaflega átti flugvöllurinn að vera tilbúinn árið 2023. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að þoka verkefninu af stað. Núna gera áætlanir ráð fyrir að völlurinn verði tilbúinn eftir rúmt ár. Qaqortoq er stærsti bær Suður-Grænlands.KMU Hótelstjórinn lýsir stemmningunni gagnvart flugvallagerðinni. „Bjartsýni. Það er þessi bjartsýni sem við þurfum að byggja á,“ segir Jim Riis. „Okkur hefur verið haldið niðri í mörg ár. Það er búið að tala um þennan flugvöll í tuttugu ár. Nú kemur hann, nú kemur hann! En hann kom aldrei. En nú er hann þarna, við vitum að hann kemur. Þá erum við tilbúin að taka á móti umheiminum,“ segir hótelstjóri Hótels Qaqortoq. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Danmörk Amaroq Minerals Ferðalög Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf. 28. nóvember 2024 22:42 Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands. 16. október 2023 22:11 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf. 28. nóvember 2024 22:42
Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands. 16. október 2023 22:11
Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48
Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40