Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar 21. desember 2024 23:32 Nú þegar ég hef lagt nótt við dag að fara yfir ritgerðir, próf og verkefni til að komast sómasamlega frá kennslunni eftir fimm vikna verkfall situr eitthvað í mér. Ég er svolítið sár út í upphrópanir um að þetta verkfall okkar kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi ekki haft nein áhrif. Fólk hefur talað um verkfall okkar sem fórnarkostnað ólíkt verkfalli í Menntaskólanum í Reykjavík eða öðrum skólum. Til hvers vorum við þá fimm vikur í ömurlegu verkfalli? Jú, til að hafa áhrif á viðsemjendur, til að koma hreyfingu á hlutina. Og það gekk eftir! Eftir að hafa virt samkomulag ríkisins og kennara að vettugi í átta ár komu réttu orðin loksins upp á yfirborðið; að jafna laun kennara við laun sérfræðinga á almennum markaði. Að virða gerða samninga. Það er meðal annars verkfallskennurum á ólíkum skólastigum að þakka að allir kennarar fá launauppgjör um áramótin eða leiðréttingu launa um 3,95% (sem er auðvitað ekki nóg) frá því að samningar voru lausir í apríl sl. og trygging er fyrir áframhaldandi skrefum í þessa átt. Samninganefndir leggja vonandi nótt við dag eins og ég og hinir kennararnir þessa dagana, annars hefst verkfall aftur í öðrum skólum í febrúar. En þetta er bara kosningabrella! sögðu sumir. Já, við vildum að þetta hefði áhrif á stjórnmálin. Áhrifin kannski slík að nú um helgina var kynnt ríkisstjórn annarra en fyrrverandi stjórnarliða. Við kennarar erum nefnilega öflug stétt, við erum fjölmenn og við höfum áhrif. Sumir myndu segja að við værum mikilvæg fyrir framtíð þessa lands – fyrir börnin okkar – en því miður er skortur á virðingu fyrir kennurum og menntun landlægur og í verkfallinu mátti ég hlusta á orð eins og hvort ég gæti ekki lesið mér til gagns þar sem ég sagðist alls ekki hafa milljón á mánuði eins og Mogginn sagði og það yrði að skoða vel „öll þessi frí“ sem við kennarar hefðum. Sama kvöld tók ég upp ritgerðarskrifin frá nemendum mínum og undirbúninginn, næstu helgi og næstu jól. Viljum við ekki annars góða menntun fyrir börnin? Það bíða mín um 90 ritgerðir til yfirferðar þessi jól og ég er enn svolítið sár. Góð samstarfskona mín sem er hætt störfum færði mér dásamlega gjöf í vikunni. Hún fann mig í vinnunni að kvöldi til og vildi með þessu þakka mér fyrir samvinnuna sem var farsæl og við samhentar í að kenna nemendum öguð ritgerðarskrif. Ég varð klökk. Við ræddum verkfallið rétt áður en hún kvaddi mig, konan enda margreyndur kennari. Vorum sammála um að líklega liti út fyrir að við á Selfossi hefðum ekki haft mikil áhrif, um það vitnuðu orð fólks á netinu og fjölmiðlum, bæði nemenda og foreldra. Það kom nefnilega aldrei fram að sunnlenskar raddir foreldra væru orðnar of háværar í stjórnarhúsum í Reykjavík og kannski virkuðu þær. En betur má ef duga skal og það skal vanda sem lengi á að standa, svo vitnað sé í orð sunnlenskra nemenda í ritgerðum nú í desember, sú fyrri um launamun kynjanna í knattspyrnu og seinni um þróun arkitektúrs á Íslandi. Ég hef fulla trú á fólkinu sem ég kenni og að það muni tala vel um menntun í framtíðinni. Það vill enginn enda eins og fína fólkið í sögunni Hans Vöggur eftir Gest Pálsson sem ég las með nemendum fyrir viku við góðar undirtektir. Gott ef ekki sást tár á hvarmi og sennilega var það markmið Gests á 19. öld. Öll voru þau sammála um að þau fyndu til með aðalpersónunni. Hans Vöggur þurfti svo sannarlega á samkennd að halda, hann var gamall, puðandi vatnskarl sem öllum var sama um nema útigangshestum og götustrákum en sjálfur var hann góður við alla, menn og skepnur. Vinnukonurnar köstuðu í hann matarbita eftir skipun húsmæðra, rétt eins og um flækingshund væri að ræða. Goggunarröðin mjög skýr. Þegar hann var „dauður“, eins og sagan segir, þótti öllum skyndilega mjög vænt um hann enda sárt að fá ekki vatnið í hús, fínu konur bæjarins létu olíulampa loga í kofanum hans þar sem hann lá og lögðu sálmabók á brjóstið. Rétt eins og menntun á tyllidögum á Íslandi. Ég bind þó vonir við nýjan mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem skrifaði eftirfarandi athugasemd við hugleiðingar mínar um kennaraverkfallið 13. nóvember síðastliðinn á Facebook: „Svo satt. Það á að standa við gerða samninga 💪.“ Við Hans Vöggur bíðum spennt. Höfundur er íslenskukennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar ég hef lagt nótt við dag að fara yfir ritgerðir, próf og verkefni til að komast sómasamlega frá kennslunni eftir fimm vikna verkfall situr eitthvað í mér. Ég er svolítið sár út í upphrópanir um að þetta verkfall okkar kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi ekki haft nein áhrif. Fólk hefur talað um verkfall okkar sem fórnarkostnað ólíkt verkfalli í Menntaskólanum í Reykjavík eða öðrum skólum. Til hvers vorum við þá fimm vikur í ömurlegu verkfalli? Jú, til að hafa áhrif á viðsemjendur, til að koma hreyfingu á hlutina. Og það gekk eftir! Eftir að hafa virt samkomulag ríkisins og kennara að vettugi í átta ár komu réttu orðin loksins upp á yfirborðið; að jafna laun kennara við laun sérfræðinga á almennum markaði. Að virða gerða samninga. Það er meðal annars verkfallskennurum á ólíkum skólastigum að þakka að allir kennarar fá launauppgjör um áramótin eða leiðréttingu launa um 3,95% (sem er auðvitað ekki nóg) frá því að samningar voru lausir í apríl sl. og trygging er fyrir áframhaldandi skrefum í þessa átt. Samninganefndir leggja vonandi nótt við dag eins og ég og hinir kennararnir þessa dagana, annars hefst verkfall aftur í öðrum skólum í febrúar. En þetta er bara kosningabrella! sögðu sumir. Já, við vildum að þetta hefði áhrif á stjórnmálin. Áhrifin kannski slík að nú um helgina var kynnt ríkisstjórn annarra en fyrrverandi stjórnarliða. Við kennarar erum nefnilega öflug stétt, við erum fjölmenn og við höfum áhrif. Sumir myndu segja að við værum mikilvæg fyrir framtíð þessa lands – fyrir börnin okkar – en því miður er skortur á virðingu fyrir kennurum og menntun landlægur og í verkfallinu mátti ég hlusta á orð eins og hvort ég gæti ekki lesið mér til gagns þar sem ég sagðist alls ekki hafa milljón á mánuði eins og Mogginn sagði og það yrði að skoða vel „öll þessi frí“ sem við kennarar hefðum. Sama kvöld tók ég upp ritgerðarskrifin frá nemendum mínum og undirbúninginn, næstu helgi og næstu jól. Viljum við ekki annars góða menntun fyrir börnin? Það bíða mín um 90 ritgerðir til yfirferðar þessi jól og ég er enn svolítið sár. Góð samstarfskona mín sem er hætt störfum færði mér dásamlega gjöf í vikunni. Hún fann mig í vinnunni að kvöldi til og vildi með þessu þakka mér fyrir samvinnuna sem var farsæl og við samhentar í að kenna nemendum öguð ritgerðarskrif. Ég varð klökk. Við ræddum verkfallið rétt áður en hún kvaddi mig, konan enda margreyndur kennari. Vorum sammála um að líklega liti út fyrir að við á Selfossi hefðum ekki haft mikil áhrif, um það vitnuðu orð fólks á netinu og fjölmiðlum, bæði nemenda og foreldra. Það kom nefnilega aldrei fram að sunnlenskar raddir foreldra væru orðnar of háværar í stjórnarhúsum í Reykjavík og kannski virkuðu þær. En betur má ef duga skal og það skal vanda sem lengi á að standa, svo vitnað sé í orð sunnlenskra nemenda í ritgerðum nú í desember, sú fyrri um launamun kynjanna í knattspyrnu og seinni um þróun arkitektúrs á Íslandi. Ég hef fulla trú á fólkinu sem ég kenni og að það muni tala vel um menntun í framtíðinni. Það vill enginn enda eins og fína fólkið í sögunni Hans Vöggur eftir Gest Pálsson sem ég las með nemendum fyrir viku við góðar undirtektir. Gott ef ekki sást tár á hvarmi og sennilega var það markmið Gests á 19. öld. Öll voru þau sammála um að þau fyndu til með aðalpersónunni. Hans Vöggur þurfti svo sannarlega á samkennd að halda, hann var gamall, puðandi vatnskarl sem öllum var sama um nema útigangshestum og götustrákum en sjálfur var hann góður við alla, menn og skepnur. Vinnukonurnar köstuðu í hann matarbita eftir skipun húsmæðra, rétt eins og um flækingshund væri að ræða. Goggunarröðin mjög skýr. Þegar hann var „dauður“, eins og sagan segir, þótti öllum skyndilega mjög vænt um hann enda sárt að fá ekki vatnið í hús, fínu konur bæjarins létu olíulampa loga í kofanum hans þar sem hann lá og lögðu sálmabók á brjóstið. Rétt eins og menntun á tyllidögum á Íslandi. Ég bind þó vonir við nýjan mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem skrifaði eftirfarandi athugasemd við hugleiðingar mínar um kennaraverkfallið 13. nóvember síðastliðinn á Facebook: „Svo satt. Það á að standa við gerða samninga 💪.“ Við Hans Vöggur bíðum spennt. Höfundur er íslenskukennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun