Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar 22. desember 2024 08:02 Þann 9. maí árið 2022 var Evrópuhreyfingin stofnuð og tók þá yfir eldri félög: Já Ísland og Evrópusamtökin. Evrópuhreyfingin hefur starfað af krafti síðan og unnið að því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Ný ríkisstjórn hefur svarað kalli Evrópuhreyfingarinnar og raunar mikils meirihluta kjósenda sem sögðu skýrt og greinilega að það væri mikilvægt að halda á þessu kjörtímabili þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Ekki verður öðru trúað en að allir alþingismennirnir 63 afgreiði þingmál um slíka atkvæðagreiðslu fljótt og vel. Stjórnarsáttmáli „Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum“. Í fyrsta skipti í sögunni fá Íslendingar beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þeim tímamótum fagnar Evrópuhreyfingin og um leið pólitísku hugrekki ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem hafa sameinast um að spyrja þjóðina og leysa þannig úr þeim pólitíska vanda, eða öllu heldur flokkspólitíska ómöguleika, sem sumum stjórnmálaforingjum hefur orðið tíðrætt um. Evrópuhreyfingin mun leggja sig fram við að stuðla að upplýstri og málefnalegri umfjöllun um af hverju atkvæðagreiðslan er mikilvæg. Sömuleiðis mikilvægi þess að meirihluti þjóðarinnar greiði atkvæði með því að aðildarsamningur verði leiddur til lykta. Með þessu móti leggur þjóðin blessun sína yfir að ferlið sem Alþingi hóf með þingsályktun árið 2009 verði klárað með því að leggja fullbúin samning fyrir í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar ræðst endanlega hvort Ísland verður eitt af aðildarríkum Evrópusambandsins. Evrópuhreyfingin hvetur alla til þess að ganga til liðs við sig svo hægt sé að fylgja þessu máli til farsælla lykta. Skráið ykkur hér: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Steindór Valdimarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Þann 9. maí árið 2022 var Evrópuhreyfingin stofnuð og tók þá yfir eldri félög: Já Ísland og Evrópusamtökin. Evrópuhreyfingin hefur starfað af krafti síðan og unnið að því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Ný ríkisstjórn hefur svarað kalli Evrópuhreyfingarinnar og raunar mikils meirihluta kjósenda sem sögðu skýrt og greinilega að það væri mikilvægt að halda á þessu kjörtímabili þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Ekki verður öðru trúað en að allir alþingismennirnir 63 afgreiði þingmál um slíka atkvæðagreiðslu fljótt og vel. Stjórnarsáttmáli „Með utanríkisstefnu sem byggir á mannréttindum, friði, virðingu fyrir alþjóðalögum og náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Mótuð verður öryggis- og varnarmálastefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027. Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum“. Í fyrsta skipti í sögunni fá Íslendingar beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þeim tímamótum fagnar Evrópuhreyfingin og um leið pólitísku hugrekki ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem hafa sameinast um að spyrja þjóðina og leysa þannig úr þeim pólitíska vanda, eða öllu heldur flokkspólitíska ómöguleika, sem sumum stjórnmálaforingjum hefur orðið tíðrætt um. Evrópuhreyfingin mun leggja sig fram við að stuðla að upplýstri og málefnalegri umfjöllun um af hverju atkvæðagreiðslan er mikilvæg. Sömuleiðis mikilvægi þess að meirihluti þjóðarinnar greiði atkvæði með því að aðildarsamningur verði leiddur til lykta. Með þessu móti leggur þjóðin blessun sína yfir að ferlið sem Alþingi hóf með þingsályktun árið 2009 verði klárað með því að leggja fullbúin samning fyrir í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar ræðst endanlega hvort Ísland verður eitt af aðildarríkum Evrópusambandsins. Evrópuhreyfingin hvetur alla til þess að ganga til liðs við sig svo hægt sé að fylgja þessu máli til farsælla lykta. Skráið ykkur hér: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar