Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Samúel Karl Ólason, Jón Ísak Ragnarsson, Heimir Már Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. desember 2024 08:29 Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Ný ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar var kynnt Íslendingum í dag. Þá kynntu valkyrjurnar svokölluðu; Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stjórnarsáttmála þeirra og ráðherra. Ráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, verður lagt niður og verkefni færð á þrjú önnur ráðuneyti. Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra. Alma Möller verður heilbrigðisráðherra. Logi Már Einarsson verður menningar- og nýsköpunarráðherra og Jóhann Páll Jóhannsson verður umhverfisráðherra. Þorgerður Katrín fer í utanríkisráðuneytið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður dómsmálaráðherra. Hanna Katrín Friðriksson verður atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson verður fjármála- og efnahagsráðherra, utan þings. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður félagsmálaráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Eyjólfur Ármannsson verður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Útsendingu frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Þar voru einnig kynntar helstu áherslur flokkanna fyrir ríkisstjórnarsamtarfið, sem komu fram í 23. punkta stefnuyfirlýsingu. Dagskráin í dag Dagskrá dagsins er í grófum dráttum á þann veg að dagurinn hófst klukkan níu þegar nýir þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna funduðu og lögðu formennirnir þar fram tillögu að ráðherraskipan. Í kjölfarið fóru flokksráð flokkanna yfir stjórnarsáttmálann. Klukkan eitt var svo blaðamannafundur í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem ríkisstjórnin og ráðherraskipan var kynnt. Um klukkan þrjú fer fráfarandi ríkisstjórn svo á ríkisráðsfund með Höllu Tómasdóttur, forseta. Klukkan hálf fimm hefst svo ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar, þar sem forsetinn mun skipa nýtt ráðuneyti. Fylgst verður með vendingum dagsins í Vaktinni á Vísi hér að neðan. Ef hún birtist ekki gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Ráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, verður lagt niður og verkefni færð á þrjú önnur ráðuneyti. Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra. Alma Möller verður heilbrigðisráðherra. Logi Már Einarsson verður menningar- og nýsköpunarráðherra og Jóhann Páll Jóhannsson verður umhverfisráðherra. Þorgerður Katrín fer í utanríkisráðuneytið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður dómsmálaráðherra. Hanna Katrín Friðriksson verður atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson verður fjármála- og efnahagsráðherra, utan þings. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður félagsmálaráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Eyjólfur Ármannsson verður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Útsendingu frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Þar voru einnig kynntar helstu áherslur flokkanna fyrir ríkisstjórnarsamtarfið, sem komu fram í 23. punkta stefnuyfirlýsingu. Dagskráin í dag Dagskrá dagsins er í grófum dráttum á þann veg að dagurinn hófst klukkan níu þegar nýir þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna funduðu og lögðu formennirnir þar fram tillögu að ráðherraskipan. Í kjölfarið fóru flokksráð flokkanna yfir stjórnarsáttmálann. Klukkan eitt var svo blaðamannafundur í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem ríkisstjórnin og ráðherraskipan var kynnt. Um klukkan þrjú fer fráfarandi ríkisstjórn svo á ríkisráðsfund með Höllu Tómasdóttur, forseta. Klukkan hálf fimm hefst svo ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar, þar sem forsetinn mun skipa nýtt ráðuneyti. Fylgst verður með vendingum dagsins í Vaktinni á Vísi hér að neðan. Ef hún birtist ekki gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent