Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 08:13 Deilurnar innan Repúblikanaflokksins um fjárlagafrumvarpið hafa veikt stöðu Mikes Johnson, þingforseta, verulega. AP/Jose Luis Magana Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. Þannig hefur naumlega tekist að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs, sem átti að stöðvast í dag. Frumvarpið nær þó eingöngu til þriggja mánaða og felur það í sér að taka þarf nokkrar stórar ákvarðanir um fjárútlát snemma á kjörtímabili Donalds Trump á næsta ári. Þetta bráðabirgðafjárlagafrumvarp hefur leitt til mikilla deilna innan Repúblikanaflokksins og á þingi í vikunni. Upprunalega lagði Mike Johnson, þingforseti, fram umfangsmikið frumvarp sem byggði á samningaviðræðum við Demókrataflokkinn, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Elon Musk, ríkasti maður heims, beitti sér þó gegn því frumvarpi og leiddi það til þess að Trump gerði það einnig. Við tóku miklar deilur og samningaviðræður milli Repúblikana sem skiluðu nýju strípuðu en svipuðu frumvarpi sem Trump lýsti því yfir að hann væri samþykkur. Þegar það frumvarp var borið fram brugðust margir Repúblikanar reiðir við og greiddu 38 þingmenn flokksins atkvæði gegn því. Frumvarpið sem Repúblikanar höfnuðu í vikunni var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið áður samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Allra nýjasta frumvarpið, sem samþykkt var í gærkvöldi, var nánast það sama og Trump hafði lýst yfir stuðningi við. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu þó fjarlægt ákvæðið um að fella niður skuldaþakið. Við það ákváðu Demókratar að styðja frumvarpið og var það samþykkt 366-34 í fulltrúadeildinni og 85-11 í öldungadeildinni. Skjóta á Repúblikana Deilurnar og óreiðan innan Repúblikanaflokksins hefur grafið verulega undan stöðu Johnson og hafa samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vaknað spurningar um það hvort hann geti í raun haldið embætti sínu eftir að nýtt þing hefur störf þann 3. janúar. Fregnir hafa borist af því að þó nokkrir þingmenn hafi sagt við aðra að þeir styðji hann ekki. Kröfur Trumps og Musks settu Johnson í mjög erfiða stöðu en frá upphafi var ljóst að margir Repúblikanar, sem hafa um árabil kallað eftir niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins, gætu ekki greitt atkvæði með því að fella skuldaþakið niður. Þó Demókratar hafi ákveðið að samþykkja frumvarpið hafa leiðtogar flokksins og þingmenn eru þeir ósáttir við Repúblikana og hafa notað deilurnar til að skjóta á þá varðandi það hver stjórni flokknum í rauninni. Það sé ekki Donald Trump heldur Elon Musk sem geri það. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Þannig hefur naumlega tekist að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs, sem átti að stöðvast í dag. Frumvarpið nær þó eingöngu til þriggja mánaða og felur það í sér að taka þarf nokkrar stórar ákvarðanir um fjárútlát snemma á kjörtímabili Donalds Trump á næsta ári. Þetta bráðabirgðafjárlagafrumvarp hefur leitt til mikilla deilna innan Repúblikanaflokksins og á þingi í vikunni. Upprunalega lagði Mike Johnson, þingforseti, fram umfangsmikið frumvarp sem byggði á samningaviðræðum við Demókrataflokkinn, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Elon Musk, ríkasti maður heims, beitti sér þó gegn því frumvarpi og leiddi það til þess að Trump gerði það einnig. Við tóku miklar deilur og samningaviðræður milli Repúblikana sem skiluðu nýju strípuðu en svipuðu frumvarpi sem Trump lýsti því yfir að hann væri samþykkur. Þegar það frumvarp var borið fram brugðust margir Repúblikanar reiðir við og greiddu 38 þingmenn flokksins atkvæði gegn því. Frumvarpið sem Repúblikanar höfnuðu í vikunni var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið áður samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Allra nýjasta frumvarpið, sem samþykkt var í gærkvöldi, var nánast það sama og Trump hafði lýst yfir stuðningi við. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu þó fjarlægt ákvæðið um að fella niður skuldaþakið. Við það ákváðu Demókratar að styðja frumvarpið og var það samþykkt 366-34 í fulltrúadeildinni og 85-11 í öldungadeildinni. Skjóta á Repúblikana Deilurnar og óreiðan innan Repúblikanaflokksins hefur grafið verulega undan stöðu Johnson og hafa samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vaknað spurningar um það hvort hann geti í raun haldið embætti sínu eftir að nýtt þing hefur störf þann 3. janúar. Fregnir hafa borist af því að þó nokkrir þingmenn hafi sagt við aðra að þeir styðji hann ekki. Kröfur Trumps og Musks settu Johnson í mjög erfiða stöðu en frá upphafi var ljóst að margir Repúblikanar, sem hafa um árabil kallað eftir niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins, gætu ekki greitt atkvæði með því að fella skuldaþakið niður. Þó Demókratar hafi ákveðið að samþykkja frumvarpið hafa leiðtogar flokksins og þingmenn eru þeir ósáttir við Repúblikana og hafa notað deilurnar til að skjóta á þá varðandi það hver stjórni flokknum í rauninni. Það sé ekki Donald Trump heldur Elon Musk sem geri það.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira