Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2024 21:01 Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. Vísir/Einar Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. Stéttarfélagið Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa staðið í ákveðnum deilum allt frá því samtökin voru stofnuð sumarið 2021. Markmið SVEIT allt frá upphafi hefur verið að jafna kaup og kjör dagvinnufólks og þeirra í kvöld- og helgarvinnu. Deilan harðnaði þegar SVEIT skrifaði undir kjarasamning við nýtt stéttarfélag sem kallast Virðing. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, búið til af SVEIT svo samtökin nái sínu fram. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður SVEIT, segir aðgerðir Eflingar í kjölfarið fordæmalausar. „Það er bara í eðli formannsins og ákveðinna hópa innan Eflingar að það sé betra að vera með hnefann á lofti og láta fólk frá Eflingu ryðjast inn á veitingastaði eins og menn hafa orðið vitni að. Þar sem kemur hópur fólks í gulum vestum og hefur truflað afgreiðslu,“ segir Sigurður. Hann segir ungt fólk í hlutastarfi sem staldrar stutt við á hverjum vinnustað fá talsvert betri kjör en þeir sem eru í dagvinnu á veitingastöðum. Það sé afar ósanngjarnt. „Þetta hafa veitingahúsaeigendur ítrekað reyunt að ræða við Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin en það er bara ekki hlustað á þau. Það á bara að búa til einhvern heildarkjarasamning sem allir eiga að vera bundnir að, án tillits til þess hvernig sá kjarasamningur kemur niður á rekstrinum sem á hlut að máli. Það verður alltaf að horfa á heildarmyndina þegar verið er að gera kjarasamninga en ekki svona „general módel“,“ segir Sigurður. Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. 17. desember 2024 17:10 Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. 11. desember 2024 14:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Stéttarfélagið Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa staðið í ákveðnum deilum allt frá því samtökin voru stofnuð sumarið 2021. Markmið SVEIT allt frá upphafi hefur verið að jafna kaup og kjör dagvinnufólks og þeirra í kvöld- og helgarvinnu. Deilan harðnaði þegar SVEIT skrifaði undir kjarasamning við nýtt stéttarfélag sem kallast Virðing. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, búið til af SVEIT svo samtökin nái sínu fram. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður SVEIT, segir aðgerðir Eflingar í kjölfarið fordæmalausar. „Það er bara í eðli formannsins og ákveðinna hópa innan Eflingar að það sé betra að vera með hnefann á lofti og láta fólk frá Eflingu ryðjast inn á veitingastaði eins og menn hafa orðið vitni að. Þar sem kemur hópur fólks í gulum vestum og hefur truflað afgreiðslu,“ segir Sigurður. Hann segir ungt fólk í hlutastarfi sem staldrar stutt við á hverjum vinnustað fá talsvert betri kjör en þeir sem eru í dagvinnu á veitingastöðum. Það sé afar ósanngjarnt. „Þetta hafa veitingahúsaeigendur ítrekað reyunt að ræða við Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin en það er bara ekki hlustað á þau. Það á bara að búa til einhvern heildarkjarasamning sem allir eiga að vera bundnir að, án tillits til þess hvernig sá kjarasamningur kemur niður á rekstrinum sem á hlut að máli. Það verður alltaf að horfa á heildarmyndina þegar verið er að gera kjarasamninga en ekki svona „general módel“,“ segir Sigurður.
Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. 17. desember 2024 17:10 Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. 11. desember 2024 14:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. 17. desember 2024 17:10
Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13
SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. 11. desember 2024 14:14