Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Lovísa Arnardóttir skrifar 19. desember 2024 18:22 Akureyrarbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem mun kortleggja tómar íbúðir með HMS. Vísir/Tryggvi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, ætlar að bregðast við ábendingum frá sveitarfélögum um fjölda tómra íbúða. Í nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag kom fram að á landinu væru um tíu þúsund tómar íbúðir. Það væri um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Sum telji að fjöldinn sé ofáætlaður og önnur telji hann vanáætlaðan. „HMS mun bregðast við ábendingunum með því að efna til nánari könnunar á því hvernig notkun íbúðanna sé háttað,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu HMS segir að farið verði nánar yfir þær íbúðir þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um langtímabúsetu til að áætla betur nýtingu þeirra. Í einhverjum tilfellum geti verið um ofmat á tómum íbúðum að ræða, þar sem í sumum þeirra gæti til dæmis verið fólk í langtímaleigu án skráðs leigusamnings. Í öðrum tilfellum geti verið um vanmat að ræða, þar sem HMS áætlar íbúð á hverja fjölskyldu sem er ekki með skráð lögheimili í íbúð, en sumar þessara fjölskyldna gætu búið í atvinnuhúsnæði eða sumarhúsum. HMS segir að í samstarfi við ákveðin sveitarfélög muni fara fram kortlagning. Það eru Akureyrarbær, Skagafjörður, Mýrdalshreppur og Norðurþing. Í kjölfarið mun HMS svo birta endurbætta tölfræði um nýtingu íbúða. Þróun nýs mælikvarða HMS segir að um sé að ræða nýja greiningu sem sé ætlað að áætla nýtingu íbúða. Í skýrslunni komi fram mat á „tómum“ íbúðum sem eru íbúðir sem HMS telur að séu ekki nýttar til langtímabúsetu. Þeirra á meðal eru nýjar og óseldar íbúðir, en einnig gætu þar verið um að ræða íbúðir sem nýttar eru til skammtímaútleigu og orlofsíbúðir þar sem eigendur hafa ekki fasta búsetu. Samkvæmt matinu eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu öllu sem falla undir þessa skilgreiningu. HMS segir það hluta af þróun nýrra mælikvarða eins og þessa að skoða tölurnar í samhengi við fleiri gögn til að hægt sé að átta sig á undirliggjandi ástæðum fyrir þeim niðurstöðum sem mælingarnar gefa. HMS hvetur öll sveitarfélög sem telja hugsanlegt að tölur um tómar íbúðir séu ekki í samræmi við raunverulega nýtingu húsnæðisins til að koma gögnum á framfæri við stofnunina. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„HMS mun bregðast við ábendingunum með því að efna til nánari könnunar á því hvernig notkun íbúðanna sé háttað,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu HMS segir að farið verði nánar yfir þær íbúðir þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um langtímabúsetu til að áætla betur nýtingu þeirra. Í einhverjum tilfellum geti verið um ofmat á tómum íbúðum að ræða, þar sem í sumum þeirra gæti til dæmis verið fólk í langtímaleigu án skráðs leigusamnings. Í öðrum tilfellum geti verið um vanmat að ræða, þar sem HMS áætlar íbúð á hverja fjölskyldu sem er ekki með skráð lögheimili í íbúð, en sumar þessara fjölskyldna gætu búið í atvinnuhúsnæði eða sumarhúsum. HMS segir að í samstarfi við ákveðin sveitarfélög muni fara fram kortlagning. Það eru Akureyrarbær, Skagafjörður, Mýrdalshreppur og Norðurþing. Í kjölfarið mun HMS svo birta endurbætta tölfræði um nýtingu íbúða. Þróun nýs mælikvarða HMS segir að um sé að ræða nýja greiningu sem sé ætlað að áætla nýtingu íbúða. Í skýrslunni komi fram mat á „tómum“ íbúðum sem eru íbúðir sem HMS telur að séu ekki nýttar til langtímabúsetu. Þeirra á meðal eru nýjar og óseldar íbúðir, en einnig gætu þar verið um að ræða íbúðir sem nýttar eru til skammtímaútleigu og orlofsíbúðir þar sem eigendur hafa ekki fasta búsetu. Samkvæmt matinu eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu öllu sem falla undir þessa skilgreiningu. HMS segir það hluta af þróun nýrra mælikvarða eins og þessa að skoða tölurnar í samhengi við fleiri gögn til að hægt sé að átta sig á undirliggjandi ástæðum fyrir þeim niðurstöðum sem mælingarnar gefa. HMS hvetur öll sveitarfélög sem telja hugsanlegt að tölur um tómar íbúðir séu ekki í samræmi við raunverulega nýtingu húsnæðisins til að koma gögnum á framfæri við stofnunina.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent