Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Lovísa Arnardóttir skrifar 19. desember 2024 18:22 Akureyrarbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem mun kortleggja tómar íbúðir með HMS. Vísir/Tryggvi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, ætlar að bregðast við ábendingum frá sveitarfélögum um fjölda tómra íbúða. Í nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag kom fram að á landinu væru um tíu þúsund tómar íbúðir. Það væri um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Sum telji að fjöldinn sé ofáætlaður og önnur telji hann vanáætlaðan. „HMS mun bregðast við ábendingunum með því að efna til nánari könnunar á því hvernig notkun íbúðanna sé háttað,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu HMS segir að farið verði nánar yfir þær íbúðir þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um langtímabúsetu til að áætla betur nýtingu þeirra. Í einhverjum tilfellum geti verið um ofmat á tómum íbúðum að ræða, þar sem í sumum þeirra gæti til dæmis verið fólk í langtímaleigu án skráðs leigusamnings. Í öðrum tilfellum geti verið um vanmat að ræða, þar sem HMS áætlar íbúð á hverja fjölskyldu sem er ekki með skráð lögheimili í íbúð, en sumar þessara fjölskyldna gætu búið í atvinnuhúsnæði eða sumarhúsum. HMS segir að í samstarfi við ákveðin sveitarfélög muni fara fram kortlagning. Það eru Akureyrarbær, Skagafjörður, Mýrdalshreppur og Norðurþing. Í kjölfarið mun HMS svo birta endurbætta tölfræði um nýtingu íbúða. Þróun nýs mælikvarða HMS segir að um sé að ræða nýja greiningu sem sé ætlað að áætla nýtingu íbúða. Í skýrslunni komi fram mat á „tómum“ íbúðum sem eru íbúðir sem HMS telur að séu ekki nýttar til langtímabúsetu. Þeirra á meðal eru nýjar og óseldar íbúðir, en einnig gætu þar verið um að ræða íbúðir sem nýttar eru til skammtímaútleigu og orlofsíbúðir þar sem eigendur hafa ekki fasta búsetu. Samkvæmt matinu eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu öllu sem falla undir þessa skilgreiningu. HMS segir það hluta af þróun nýrra mælikvarða eins og þessa að skoða tölurnar í samhengi við fleiri gögn til að hægt sé að átta sig á undirliggjandi ástæðum fyrir þeim niðurstöðum sem mælingarnar gefa. HMS hvetur öll sveitarfélög sem telja hugsanlegt að tölur um tómar íbúðir séu ekki í samræmi við raunverulega nýtingu húsnæðisins til að koma gögnum á framfæri við stofnunina. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
„HMS mun bregðast við ábendingunum með því að efna til nánari könnunar á því hvernig notkun íbúðanna sé háttað,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu HMS segir að farið verði nánar yfir þær íbúðir þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um langtímabúsetu til að áætla betur nýtingu þeirra. Í einhverjum tilfellum geti verið um ofmat á tómum íbúðum að ræða, þar sem í sumum þeirra gæti til dæmis verið fólk í langtímaleigu án skráðs leigusamnings. Í öðrum tilfellum geti verið um vanmat að ræða, þar sem HMS áætlar íbúð á hverja fjölskyldu sem er ekki með skráð lögheimili í íbúð, en sumar þessara fjölskyldna gætu búið í atvinnuhúsnæði eða sumarhúsum. HMS segir að í samstarfi við ákveðin sveitarfélög muni fara fram kortlagning. Það eru Akureyrarbær, Skagafjörður, Mýrdalshreppur og Norðurþing. Í kjölfarið mun HMS svo birta endurbætta tölfræði um nýtingu íbúða. Þróun nýs mælikvarða HMS segir að um sé að ræða nýja greiningu sem sé ætlað að áætla nýtingu íbúða. Í skýrslunni komi fram mat á „tómum“ íbúðum sem eru íbúðir sem HMS telur að séu ekki nýttar til langtímabúsetu. Þeirra á meðal eru nýjar og óseldar íbúðir, en einnig gætu þar verið um að ræða íbúðir sem nýttar eru til skammtímaútleigu og orlofsíbúðir þar sem eigendur hafa ekki fasta búsetu. Samkvæmt matinu eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu öllu sem falla undir þessa skilgreiningu. HMS segir það hluta af þróun nýrra mælikvarða eins og þessa að skoða tölurnar í samhengi við fleiri gögn til að hægt sé að átta sig á undirliggjandi ástæðum fyrir þeim niðurstöðum sem mælingarnar gefa. HMS hvetur öll sveitarfélög sem telja hugsanlegt að tölur um tómar íbúðir séu ekki í samræmi við raunverulega nýtingu húsnæðisins til að koma gögnum á framfæri við stofnunina.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira