„Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 18:00 Snorri Steinn segir ákveðinn létti fylgja því að hafa komið hópnum út. Vísir/Einar „Það er fínt að koma þessu frá sér að tilkynna hópinn. Núna tekur við smá bið. Ég hlakka til að fá þá í hendurnar og byrja að æfa,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sem kynnti leikmannahópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á HM í Zagreb í janúar. Þau voru ekkert sérlega mörg spurningamerkin varðandi hópinn fyrir komandi verkefni en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, kynnti hópinn í dag. „Auðvitað eru þetta þekktar stærðir í þessu. En það eru fullt af hlutum sem þú veltir fyrir þér, samsetningu á hópnum og annað slíkt. Allar vangavelturnar snúast ekki heldur um hverjir eru nákvæmlega í hópnum,“ „Ég er náttúrulega löngu byrjaður að pæla í leikskipulagi og hvernig við leggjum upp hvern leik fyrir sig, æfingarnar sem eru fram undan. Þetta er ekki bara að velja hópinn og tilkynna hann,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Jólin ekki alveg eins afslöppuð Fyrstu leikirnir án Ómars Mestu munar um Ómar Inga Magnússon, einn besta handboltamann heims, sem er frá vegna meiðsla. Aðspurður um mesta hausverkinn við valið segir Snorri Steinn: „Auðvitað setti strik í reikninginn þegar Ómar meiðist. En hann meiddist bara og það var ekkert spurningamerki. Ég vissi það strax að Hm var eiginlega úr sögunni. Að því leytinu til var bara fínt að þetta var klippt og skorið og ég gat farið að velta fyrir mér hvernig við myndum tækla það og hvað við myndum gera í staðinn,“ „Það er ekkert leyndarmál að hann er lykilmaður og hefur verið það. Hann hefur verið i öllum mínum landsliðshópum síðan ég tók við og planið var að hafa hann í stóru hlutverki Það hefur verið og er kannski ennþá það sem fer smá tími í,“ segir Snorri Steinn. Breytist eins og veðrið Snorri Steinn hefur ekki eytt miklum tíma með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið þjálfari þess í um 18 mánuði. Verkefnin eru stutt og aðeins eitt stórmót að baki. Hann segir það nánast fara eftir veðrinu hvernig honum lítist á framþróun liðsins, þó hann sé almennt sáttur. „Ég rokka rosa með það. Það fer eftir því hvað ég er að horfa á í okkar leik hverju sinni, hvað ég er að klippa og stúdera hvernig mér líður með það. Það er smá eins og veðrið, ég rokka aðeins með þetta. Í heildina er ég sáttur og finnst ég hafa mótað ákveðinn kjarna sem ég er að vinna með og veit hvernig ég ætla að nálgast hlutina núna í janúar,“ Getur notið hátíðanna Snorri Steinn hefur þá eitthvað getað sinnt hátíðunum þrátt fyrir hausverkinn sem fylgir liðsvali og pælingum fyrir komandi mót. Hátíðarnar verði þó vissulega litaðar af komandi móti. „Ég er nú alveg búinn að gera þetta í bland. Þetta heltekur ekkert alveg líf manns, þó þetta fylli helvíti mikið og á eftir að gera meira því nær sem dregur janúar. Ég skal alveg viðurkenna það að jólin eru ekki alveg eins afslöppuð þegar ég veit ég er að fara á stórmót eins og ef ég væri í jólafríi. En ég næ alveg að njóta þess,“ Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Þau voru ekkert sérlega mörg spurningamerkin varðandi hópinn fyrir komandi verkefni en Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, kynnti hópinn í dag. „Auðvitað eru þetta þekktar stærðir í þessu. En það eru fullt af hlutum sem þú veltir fyrir þér, samsetningu á hópnum og annað slíkt. Allar vangavelturnar snúast ekki heldur um hverjir eru nákvæmlega í hópnum,“ „Ég er náttúrulega löngu byrjaður að pæla í leikskipulagi og hvernig við leggjum upp hvern leik fyrir sig, æfingarnar sem eru fram undan. Þetta er ekki bara að velja hópinn og tilkynna hann,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Jólin ekki alveg eins afslöppuð Fyrstu leikirnir án Ómars Mestu munar um Ómar Inga Magnússon, einn besta handboltamann heims, sem er frá vegna meiðsla. Aðspurður um mesta hausverkinn við valið segir Snorri Steinn: „Auðvitað setti strik í reikninginn þegar Ómar meiðist. En hann meiddist bara og það var ekkert spurningamerki. Ég vissi það strax að Hm var eiginlega úr sögunni. Að því leytinu til var bara fínt að þetta var klippt og skorið og ég gat farið að velta fyrir mér hvernig við myndum tækla það og hvað við myndum gera í staðinn,“ „Það er ekkert leyndarmál að hann er lykilmaður og hefur verið það. Hann hefur verið i öllum mínum landsliðshópum síðan ég tók við og planið var að hafa hann í stóru hlutverki Það hefur verið og er kannski ennþá það sem fer smá tími í,“ segir Snorri Steinn. Breytist eins og veðrið Snorri Steinn hefur ekki eytt miklum tíma með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið þjálfari þess í um 18 mánuði. Verkefnin eru stutt og aðeins eitt stórmót að baki. Hann segir það nánast fara eftir veðrinu hvernig honum lítist á framþróun liðsins, þó hann sé almennt sáttur. „Ég rokka rosa með það. Það fer eftir því hvað ég er að horfa á í okkar leik hverju sinni, hvað ég er að klippa og stúdera hvernig mér líður með það. Það er smá eins og veðrið, ég rokka aðeins með þetta. Í heildina er ég sáttur og finnst ég hafa mótað ákveðinn kjarna sem ég er að vinna með og veit hvernig ég ætla að nálgast hlutina núna í janúar,“ Getur notið hátíðanna Snorri Steinn hefur þá eitthvað getað sinnt hátíðunum þrátt fyrir hausverkinn sem fylgir liðsvali og pælingum fyrir komandi mót. Hátíðarnar verði þó vissulega litaðar af komandi móti. „Ég er nú alveg búinn að gera þetta í bland. Þetta heltekur ekkert alveg líf manns, þó þetta fylli helvíti mikið og á eftir að gera meira því nær sem dregur janúar. Ég skal alveg viðurkenna það að jólin eru ekki alveg eins afslöppuð þegar ég veit ég er að fara á stórmót eins og ef ég væri í jólafríi. En ég næ alveg að njóta þess,“ Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira