Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 15:33 Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn hefur ekki áður verið kært til lögreglu vegna rannsóknar þar. Vísir/EPA Rannsóknasiðanefnd Danmerkur hefur kært ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og lækni vegna rannsóknar á ungum drengjum. Upp komst um ágalla á rannsókninni þegar þurfti að skrá hana í nýtt samevrópskt kerfi. Rannsóknin, sem var gerð á barnaskurðstofu ríkissjúkrahússins, fólst í tilraunum með hvort að nýtt lyf gæti aukið framtíðarfrjósemi ungra drengja sem hefðu gengist undir skurðaðgerð vegna eistna sem hafa ekki gengið niður. Fimmtán börn yngri en tveggja ára tóku þátt í rannsókninni sem hófst í maí 2022, að sögn danska ríkisútvarpsins. Danska lyfjastofnunin stöðvaði rannsóknina eftir að hún taldi 28 brot á reglum hafa átt sér stað. Börnum hefði þannig verið gefin saltvatnslausn sem lyfleysa sem var framleidd án tilskilinna leyfa og tilraunalyf sem var útrunnið. Malene Fischer, rannsóknastjóri ríkissjúkrahússins, segir að börnin í rannsókninni hafi fengið nefsprey sem innihélt ýmist tilraunalyfið eða saltvatnslausn. Foreldrar áttu að gefa börnum sínum spreyið á hverjum degi í nokkrar vikur. Engum meint af Yfirlæknir sem starfaði við ríkissjúkrahúsið stýrði rannsókninni. Rannsóknasiðanefndin segir að hann starfi ekki þar lengur. Hann var einnig kærður til lögreglu. Nefndin segir að einu sinni áður hafi aðstandendur rannsóknar verið kærðir til lögreglu. Það var árið 2020 en nefndin gefur ekki upp út á hvað hún gekk. Fischer segist ekki kunnugt um að sjúkrahúsið hafi áður verið kært vegna heilbrigðisrannsóknar. Sjúkrahúsið taki málið alvarlega og hafi beðið börnin og foreldrana sem tóku þátt í rannsókninni afsökunar. Engu að síður benda gögn sjúkrahússins ekki til þess að nokkru barnanna hafi orðið meint af tilrauninni. Þeim verða þó greiddar bætur. Ríkissjúkrahúsið fór yfir allar þær 65 lyfjatilraunir sem standa þar yfir en fann enga ágalla á þeim. Danmörk Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Rannsóknin, sem var gerð á barnaskurðstofu ríkissjúkrahússins, fólst í tilraunum með hvort að nýtt lyf gæti aukið framtíðarfrjósemi ungra drengja sem hefðu gengist undir skurðaðgerð vegna eistna sem hafa ekki gengið niður. Fimmtán börn yngri en tveggja ára tóku þátt í rannsókninni sem hófst í maí 2022, að sögn danska ríkisútvarpsins. Danska lyfjastofnunin stöðvaði rannsóknina eftir að hún taldi 28 brot á reglum hafa átt sér stað. Börnum hefði þannig verið gefin saltvatnslausn sem lyfleysa sem var framleidd án tilskilinna leyfa og tilraunalyf sem var útrunnið. Malene Fischer, rannsóknastjóri ríkissjúkrahússins, segir að börnin í rannsókninni hafi fengið nefsprey sem innihélt ýmist tilraunalyfið eða saltvatnslausn. Foreldrar áttu að gefa börnum sínum spreyið á hverjum degi í nokkrar vikur. Engum meint af Yfirlæknir sem starfaði við ríkissjúkrahúsið stýrði rannsókninni. Rannsóknasiðanefndin segir að hann starfi ekki þar lengur. Hann var einnig kærður til lögreglu. Nefndin segir að einu sinni áður hafi aðstandendur rannsóknar verið kærðir til lögreglu. Það var árið 2020 en nefndin gefur ekki upp út á hvað hún gekk. Fischer segist ekki kunnugt um að sjúkrahúsið hafi áður verið kært vegna heilbrigðisrannsóknar. Sjúkrahúsið taki málið alvarlega og hafi beðið börnin og foreldrana sem tóku þátt í rannsókninni afsökunar. Engu að síður benda gögn sjúkrahússins ekki til þess að nokkru barnanna hafi orðið meint af tilrauninni. Þeim verða þó greiddar bætur. Ríkissjúkrahúsið fór yfir allar þær 65 lyfjatilraunir sem standa þar yfir en fann enga ágalla á þeim.
Danmörk Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent