Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2024 13:03 HS orka er með hæsta smásöluverð á raforku til neytenda samkvæmt úttekt ASÍ. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir eðlilegar skýringar á verðhækkunum síðasta árið. Vísir Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. ASÍ vakti athygli á því í gær að á einu ári hafi smásöluverð á raforku hækkað á bilinu 9 til 37 prósent. Rafmagn í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 13 prósent á tímabilinu sem sé 8 prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs. Það sé mesta hækkun á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Stjórnvöld hafi sofið á verðinum ASÍ telur að þetta megi rekja til þess að stjórnvöld hafi ekki ráðist í aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd hér á landi þó þeim sé það heimilt. Í úttekt ASÍ kom að hæsta raforkuverðið sé hjá HS orku sem sé ríflega fjörutíu prósent hærra en þar sem það sé lægst eða hjá Orku heimilanna. Tvíþættar skýringar á hærra verði Eigendur HS orku eru til helminga lífeyrissjóðir og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Fyrirtækið skilaði samkvæmt ársreikningi hagnaði upp á einn og hálfan milljarð á síðasta ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir skýringuna á verðhækkunum á síðasta ári tvíþætta. „Þetta er verð til einstaklinga og hinn almenni markaður er mjög breytilegur. Til að þjónusta þann markað þurfum við að kaupa breytilega orku og hún hefur einfaldlega hækkað mjög mikið,“ segir Tómas. Aðspurður um hvort HS orka kaupi raforku á hærra verði frá Landsvirkjun en en aðrir smásalar svarar Tómas: „Ég get ekki tjáð mig um það hvaða verð aðrir hafa fengið. Ég veit það ekki. Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Við kaupum orkuna á markaði og seljum hana áfram.“ Tómas segir álagningu HS orku á smásölumarkaði eðlilega en vill ekki gefa upp hversu há hún er. „ Ég tjái mig ekkert um það. Hún er ekkert óeðlileg. Við erum líka það fyrirtæki á landinu sem er mest í fjárfestingum Við erum að stækka Svartsengi og vorum að stækka Brúárvirkjun og Reykjanesvirkjun. Við höfum verið að fjárfesta mjög mikið og auðvitað þurfa verðin að standa undir því,“ segir hann. Tómas segir hins vegar óvíst að raforkuverðið lækki þegar framkvæmdum lýkur. „Það fer bara eftir aðstæðum á markaði. Eins og þekkt er orkuskortur í landinu,“ segir Tómas. Svartsýn á að framkvæmdir skili lækkunum ASÍ telur hins vegar að ef ráðist sé í aukna orkuöflun verði orkunni ráðstafað til áhugasamra fyrirtækja. Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja. Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
ASÍ vakti athygli á því í gær að á einu ári hafi smásöluverð á raforku hækkað á bilinu 9 til 37 prósent. Rafmagn í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 13 prósent á tímabilinu sem sé 8 prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs. Það sé mesta hækkun á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Stjórnvöld hafi sofið á verðinum ASÍ telur að þetta megi rekja til þess að stjórnvöld hafi ekki ráðist í aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd hér á landi þó þeim sé það heimilt. Í úttekt ASÍ kom að hæsta raforkuverðið sé hjá HS orku sem sé ríflega fjörutíu prósent hærra en þar sem það sé lægst eða hjá Orku heimilanna. Tvíþættar skýringar á hærra verði Eigendur HS orku eru til helminga lífeyrissjóðir og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Fyrirtækið skilaði samkvæmt ársreikningi hagnaði upp á einn og hálfan milljarð á síðasta ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir skýringuna á verðhækkunum á síðasta ári tvíþætta. „Þetta er verð til einstaklinga og hinn almenni markaður er mjög breytilegur. Til að þjónusta þann markað þurfum við að kaupa breytilega orku og hún hefur einfaldlega hækkað mjög mikið,“ segir Tómas. Aðspurður um hvort HS orka kaupi raforku á hærra verði frá Landsvirkjun en en aðrir smásalar svarar Tómas: „Ég get ekki tjáð mig um það hvaða verð aðrir hafa fengið. Ég veit það ekki. Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Við kaupum orkuna á markaði og seljum hana áfram.“ Tómas segir álagningu HS orku á smásölumarkaði eðlilega en vill ekki gefa upp hversu há hún er. „ Ég tjái mig ekkert um það. Hún er ekkert óeðlileg. Við erum líka það fyrirtæki á landinu sem er mest í fjárfestingum Við erum að stækka Svartsengi og vorum að stækka Brúárvirkjun og Reykjanesvirkjun. Við höfum verið að fjárfesta mjög mikið og auðvitað þurfa verðin að standa undir því,“ segir hann. Tómas segir hins vegar óvíst að raforkuverðið lækki þegar framkvæmdum lýkur. „Það fer bara eftir aðstæðum á markaði. Eins og þekkt er orkuskortur í landinu,“ segir Tómas. Svartsýn á að framkvæmdir skili lækkunum ASÍ telur hins vegar að ef ráðist sé í aukna orkuöflun verði orkunni ráðstafað til áhugasamra fyrirtækja. Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja.
Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun